Húnavaka - 01.05.2003, Page 166
164
HUNAVAKA
með t\’ær hendur tómar. Ekki höfðn þan verið nema þijú ár á Valabjörg-
um þegar þau urðu íyrir því áfalli að eldur kom upp í eldiviðarkofa fast
við fjósið, með þeim afleiðingum að kýrnar köfnuðu en bærinn slapp.
Þarf ekki að fjölyrða um hið dlfinningalega og fjárhagslega tjón sem þessi
bruni orsakaði að ekki sé talað um hina heilsufarslegu áhættu barnafjöl-
skyldunnar vegna mjólkurmissisins.
A Valabjörgum var á\allt mikill gestagangur vegna þess að bærinn lá í
alfaraleið milli Svartárdals og Skagafjarðar, auk þess sem stundum dvöldu
þar langdvölum bæði náskyldir og vandalausir. En þrátt fyrir að stund-
um væri fjöldi fólks á bænum var öllum, sem leið áttu um skörðin milli
sýslna, boðið í bæinn og veittur viðurgjörningur eftir föngum. Sérstakt
samfélag var á Skörðum á þessum tíma, á milli þeirra bæja sem þar voru
þá í byggð, þ.e.a.s. Stóra-Vatnsskarðs, Valagerðis, Valadals og Valabjarga.
Samfélagið var sérstakt fyrir þær sakir hversu gott það var. Mikil vinátta
ríkd milli bæjanna og ef einhvers staðar bjátaði eitthvað á þá voru allir
boðnir og búnir að rétta hjálparhönd og aðstoða auralaust.
Arið 1941 fluttu Dúfa og Björn með fjölskylduna frá Valabjörgum að
Brún í Svartárdal og þar bjuggu þau í fjögur ár. Arið 1945 fluttu þau nið-
ur að Gili í Svartárdal þar sem þau bjuggu síðan, fyrstu níu árin í santbýli
við Stefán Sigurðsson og Elísabetu Guðmundsdóttur en frá 1954 í sam-
býli við Friðrik son sinn og fjölskyldn hans.
I mars 1963 urðu Dúfa og Björn fyrir öðrn eldsvoðaáfalli á sinni lífs-
leið þegar bærinn á Gili brann og þau misstu allt sitt. Þrátt fyrir það áfall
og önnur áföll á lífsleiðinni hélt Dúfa alltaf sinni reisn og lét aldrei bug-
ast.
Dúfa gat verið hreinskilin og ákveðin í skoðnnum en kunni einnig að
njóta hvíldar og skemmtnnar þegar svo bar nndir. Hún var dugleg og
verklagin, t.a.m. við saumaskapinn en þær hannyrðir hafði hún numið á
Sauðárkróki hjá Ingibjörgu Pétursdóttur frá Valadal. Var saumaskapur
hennar orðlagðnr og eru þær ófáar konurnar, sem hafa gengið í peysu-
fötum og upphlut, saumuðum af Dúfú. Auk þess saumaði hún mikið út
og hafa varðveist margar vel gerðar myndir hennar í þeim efnum. A veg-
um kvenfélagsins átti hún margan góðan starfsdag bæði við veitingasölu
í Stafnsrétt og tugi ára í félagsheimilinu í Húnaveri og hún var heiðursfé-
lagi kvenfélagsins.
Sigþrúður dvaldi sfðustu æviárin á Heilbrigðisstofnuninni á Blöndu-
ósi við ágætt atlæti og þar andaðist hún. Utför hennar var gerð frá Ból-
staðarhlíðarkirkju 25. júní.
Sr. Magnús Magnússon.