Húnavaka - 01.05.2003, Side 167
HUNAVAK.A
165
Óskar Sövik,
Blönduósi
Fœddur 1. janúar 1904 - Dáinn 9. júlí 2002
Oskar Sövik var fæddur á Veblungsnesi í Raumsdal í Noregi. Hann var
sonur hjónanna, Ole Sövik, sem var kaupmaður og skósmiður, og konu
hans Guri Sövik, sem var fædd Hovde. Oskar var fímmti í röð átta syst-
kina en tvö þeirra, bræðurnir Olav Asbjörn og
drengur sem einnig hét Oskar, dóu á barns-
aldri. Þau systkinanna, sem komust upp voru:
Peder kona hans hét Gudrun og eignuðust
þau tvö börn: Georg sem flutti til Seattle í
Bandaríkjunum og bjó þar alla sína ævi, kona
hans hét Naima og eignuðust þau eina dótt-
ur. Gudveig, maður hennar var Magnus Brua-
set og eignuðust þau tvo syni: Reidar kona
hans heitir Aslaug og eiga þau t\'ö börn, yngst-
ur var Arnfred, fyrri kona hans hét Ellen og
eignuðust þau einn son. Seinni kona hans
heitir Nora. Flest urðu systkinin langlíf en ein-
ungis Reidar lifir bróður sinn.
Oskar ólst upp á Veblungsnesi og lauk þar skyldunámi sínu. Síðar
stundaði hann nám við tækniskóla í Osló og útskrifaðist þaðan sent raf-
virkjameistari.
Arið 1929 kom Oskar til Islands og fluttist til Blönduóss upp úr 1930.
Nokkrum árum síðar kynndst hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Solveigu
Ki istbjörgu Benediktsdóttur, f. 24. desember 1912, en þau gengu í
heilagt hjónaband þann 5. september 1944. Foreldrar Solveigar voru
hjónin, Benedikt Björnsson, skólastjóri á Húsavík og Margrét Asmunds-
dóttir kona hans. Solveig var um tíma skólastjóri Kvennaskólans á
Blönduósi og síðar matreiðslukennari þar, auk þess sem hún var organ-
isti við Blönduósskirkju í áratugi og starfaði síðar sem tónlistarkennari á
Blönduósi. A rnilli þeirra hjóna, Oskars og Solveigar, var ætíð mjög kært,
gagnkvæm vinátta og tryggð.
Þeim hjónum fæddist dóttir 26. júlí 1953, er nefnd var Ragnheiður
Guðveig, og var hún ætíð síðan mikill augasteinn föður síns og á milli
þeirra ríkti ævinlega gagnkvæmt stolt og virðing. Ragnheiður er kenn-
ari að mennt, búsett í Glaumbæ II í Skagafirði. Eiginmaður hennar er
Arnór Gunnarsson bóndi. Synir þeirra eru Oskar, tölvunarfræðingur í
Reykjavík og Atli Gunnar, verkfræðinemi.
Eftir að Oskar kom til Islands þá vann hann fyrst og fremst \rið það að