Húnavaka - 01.05.2003, Page 168
166
HIJNAVAKA
setja upp rafstöðvar víða um land. Þegar hann kom til Blönduóss kom
hann beint inn í miðjan undirbúning að byggingu Laxárvatnsvirkjunar.
Var það m.a. annars íyrir hans milligöngu og tilstilli að ráðist var í að
kaupa notaða rafstöð á hagstæðu verði frá Orstavik í Noregi og var raf-
stöðin tekin í notkun við hina nýju virkjun 2. janúar 1934 en daginn áður
hafði Óskar verið ráðinn rafveitustjóri RafVeitu A-Hún. sem stofnuð var
þann dag. Starf hans fólst aðallega í bókhaldi, aflestri af hemlum, inn-
heimtu, nýlögnum, breydngum, viðhaldi og eftirliti með rafveitunni.
Við gerurn okkur ekki grein fyrir því dags daglega hvað menntun,
reynsla og verkþekking eins rnanns getur skilað miklu fyrir fjöldann. Þeg-
ar við skoðum þá dlviljun að Óskar flytur til Blönduóss á sama tíma og
unnið er að undirbúningi rafveitubyggingar þá má segja að sú tilviljun
hafi gefið af sér þann ávöxt að þarna var korninn réttur rnaður á réttan
stað á réttum tíma. Því ásamt samvinnu og samstilltu átaki margra góðra
manna þá gerðu sérfræðikunnátta, reynsla og verkþekking Óskars það
að verkurn að Blönduósingar gátu skömmu eftir konm hans lesið viö ljós,
eldað við yl og hitað upp hýbýli sín þegar norðannepjan fauk yfir hæðir
og frostkaldan mel. Þekking eins manns hafði sem sagt skilað miklu fyr-
ir velferð og þægindi þeirra fjölskyldna, sem þá byggðu Blönduós, og átti
reyndar efdr að gera í áratugi. Því hinu margþætta starfi rafVeitustjórans
gegndi Óskar með stakri prýði, einmuna dugnaði og samviskusemi í þau
tæpu 30 ár sem hann hafði það með höndum en hann lét af embætd 31.
desember 1959 og hafði þá starfað síðustu árin í þjónustu RafVeitna rík-
isins. Eftir að hann hætti störfum, sem rafveitustjóri stundaði hann um
langt árabil viðgerðir á rafmagnstækjum hvers konar á verkstæði sínu
heimafyrir og starfaði hann við það uns sjónin bilaði.
Óskar var afskaplega hógvær maður og hlédrægur. Hann var einstak-
lega vinnusamur og vandvirkur, allt lék í höndunum á honum og gat
hann gert við flest það sem aflaga fór. Hann var sérstakt snyrtimenni og
alla tíð afar vel til fara og allt var ávallt í einstakri röð og reglu hjá hon-
um. Hann var trygglyndur rnaður og barngóður. Eftir að heilsa hans bil-
aði og hann var kominn á efri ár, annaðist Solveig hann heima af
einstakri kostgæfni og ástríki, rneðan nokkur kostur var. Síðustu æviárin
dvaldi hann á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi við gott
atlæd og þar andaðist hann. Utför Óskars var gerð frá Blönduósskirkju
20. júlí.
Sr. Magnús Magnússon.