Húnavaka - 01.05.2003, Side 170
168
HUNAVAKA
Hermann Pálsson
frá Sauðanesi
Fceddur 26. maí 1921 -Dáinn 11. ágúst 2002
Hermann var fæddur að Sauðanesi í Torfalækjarhreppi. Foreldrar hans
voru Páll Jónsson bóndi, fæddur í Sauðanesi og kona hans, Sesselja Þórð-
ardóttír frá Steindyrum í Svarfaðardal. Páll og Sesselja eignuðust 12 börn
sem öll komust til fullorðinsára. Þau eru í þessari aldursröð: Jón Helgi
var elstur, þá Páll Sigþór, Sigrún Stefanía, þau eru látin, Þórður, Gísli,
Hermann, Helga Guðrún, Þórunn, Olafur Hólmgeir, hann er látinn, Að-
albjörg Anna, hún er látin, Haukur og yngstur er Ríkarður.
Hermann ólst upp í Sauðanesi, vann ungur við sveitastörfm og í vega-
vinnu. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri vorið 1943
og cand. mag. prófí við Háskóla Islands árið 1947. Eftir það hélt hann
til Irlands og lauk BA prófi í keltneskum fræðum við háskólann í Dyfl-
inni. Hann var með doktorsgráðu í bók-
menntum frá háskólanum í Edinborg og frá
árinu 1950 kenndi hann íslensk fræði þar við
háskólann, fyrst sem lektor en síðan sem pró-
fessor. Veturinn 1967-1968 var hann þó gisti-
prófessor í íslensku og forngrísku við
háskólann í Toronto og á vormánuðum 1977
kenndi hann íslensku og fornbókmenntir við
Berkerley-háskóla í Kaliforníu. Einnig var
hann heiðursdoktor við Háskóla Islands.
Arið 1953 kvæntist Hermann Guðrúnu
Þorvarðardóttur stúdent. Foreldrar hennar
voru Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir og
Þorvarður Þorvarðarson, aðalféhirðir Land-
bankans og síðar Seðlabankans. Um miðja síðustu öld settust Hermann
og Guðrún að í Edinborg og áttu heimili sitt þar síðan.
Hermann var áhrifamikill og virtur fræðimaður á sviði forn- og mið-
aldabókmennta og ávann sér viðurkenningu og virðingu í hinu alþjóð-
lega samfélagi. Hann setti fram og rökstuddi merkilegar kenningar og
hugmyndir um fornsögur okkar. A áttræðisafmæli hans var, honum til
heiðurs, gefin út bókin Sagnaheimur og í henni var skrá yfir ritverk Her-
manns fram að þeirn tíma. Síðan hafa bæst við þrjár bækur eftír hann
og sú síðasta, sem er um Grettis sögu og íslenska siðmenningu, kom
einmitt út á árinu 2002. Hann var afkastamikill við fræðistörf sín til ævi-
loka.
Hann kom oft til Islands og nieðal annars dvaldi hann frammi í