Húnavaka - 01.05.2003, Síða 171
H U N A V A K A
169
Blöndudal í gestaíbúð hjá Blönduvirkjun, að sumri til fyrir nokkrum
árum, við fræðistörf sín. Hann sagðist kunna því vel og njóta nærverunn-
ar við átthagana.
Hermann átti frumkvæði að því að efna til alþjóðlegra þinga um forn-
sögur. Fyrsta alþjóðlega Söguráðstefnan var haldin í Edinborgarháskóla
árið 1971 og var sótt af meira en 100 fræðimönnum víðs vegar úr heimin-
um. Meginstefíð var „Islendingasögur og vestræn bókmenntahefð“. Ráð-
stefnan þótti takast svo vel að síðan hafa slík þing verið haldin á þriggja
ára fresti, frarn á þennan dag í ýmsum löndum, til dæmis: íslandi, Nor-
egi, Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi og Astralíu.
Hermann setti fram fyrir þremur árum þá hugmynd að halda málþing
hér í sýslu um fornsögur sem liefðu gerst í sýslunni eða tengdust henni
og fá kunna íslenska fræðimenn og sagnfræðinga, sem hann þekkti, til
að fjalla um þær. Því rniður varð ekki af þessu en þetta sýndi glöggt hvern
hug hann bar til átthaganna.
Eitt af því sem hann tók sér fyrir hendur, til að kynna fornbókmennt-
irnar, var að þýða á ensku fjölda fornsagna og kvæða og átti á því sviði
samstarfsmenn, meðal annars Magnús Magnússon en þeir þýddu Njálu.
I Húnavöku árið 1984 var athyglisverð grein eftir Hermann um Spak-
rnæli í Grettlu. Síðar birtust þar eftir hann fleiri greinar um húnvetnskar
fornsögur og má þar nefna: Vatnsdælu, Bandamanna sögu og Hallfreðar
sögu vandræðaskálds.
Hermann var kvaddur í Edinborg 28. ágúst og minningarathöfn um
hann fór fram í Háteigskirkju 21. október.
Stefán A. Jónsson.
Guðrún Bergþóra Þorbjarnardóttir
frá Eiríksstöðum
FædcL 5. júní 1913 - Dáin 30. ágúst 2002
Guðrún fæddist í Flatey á Breiðafirði og ólst þar upp. Foreldrar hennar
voru Guðrún Guðmundsdóttir og Þorbjörn Magnússon, skósmiður.
Hann lést ungur af slysförum og stóð Guðrún þá ein fyrir heimilinu.
Guðrún átti tvær alsystur, Guðlaugu og Sólborgu. Einnig átti hún tvæi'
hálfsystur, sammæðra af fyrra hjónabandi, þær Margréti og Sigríði Gísla-
dætur. Þá átti hún hálfbróður, Jón Sigurðsson. Hann ólst upp hjá sínu
föðurfólki. Systkinin eru öll látin.
Guðrún átti við veikindi að stríða í æsku og var rúmliggjandi á annað
ár vegna berkla í baki. Hún stundaði ýmis störf í Flatey og var kaupakona
á bæjum á Barðaströnd. Um )vrítugt flytur hún að Eiríksstöðum í Svartár-
dal til systur sinnar, Sólborgar, sem þar bjó með manni sínum, Guð-