Húnavaka - 01.05.2003, Page 174
172
HUNAVAKA
Jón Hannesson,
Blönduósi
Fæddur 2. júní 1927 - Dáinn 10. september 2002
Jón fæddist að Undirfelli í Vatnsdal. Foreldrar hans voru Hólmfríður
Steinunn Jónsdóttir frá Undirfelli og Hannes Pálsson frá Guðlaugsstöð-
um í Blöndudal.
Jón ólst npp á Undirfelli hjá foreldrum sínum og systkinum við al-
menn sveitastörf. Þau hjón, Hólmfríður og Hannes, eignuðust flmm
börn í þessari aldursröð: Páll var elstur, hann
er látinn, Asta, hún er látin, þá Jón, Guðrún,
hún dó ung, eftirlifandi er Bjarni og einn
hálfbróðir, Guðmundur.
Þegar Hólmfríður og Hannes skildu, keypti
Jón hálfa jörðina Undirfell og stofnaði þar ný-
býlið Nautabú. Hann kvæntist árið 1954 Astu
Sigurbjörgu Magnúsdóttur frá Vestur-Holtum
undir Eyjafjöllum. Asta ogjón stofnuðu heim-
ili á Blönduósi. Lengst af bjuggu þau á Húna-
braut 22 í húsi sem þau byggðu sjálf.
Börn Jóns og Astu eru: Steinar, Rúnar,
Hannes, ogjónína Guðbjörg. Fyrir átti Jón
dótturina Jósefínu Stellu sem er látin.
A Blöndnósi vann Jón þá vinnu er til féll og keypti síðast Steypustöð
Blönduóss og rak um árabil ásamt Steinari syni sínum.
Jón andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Utför hans var
gerð frá Blönduósskirkju 21. september.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Steinunn Carla Berndsen
frá Skagaströnd
Fædd 12. desember 1914 -Dáin 13. september 2002
Steinunn Carla Berndsen, eða Kalla eins og hún var gjarnan kölluð, var
fædd á Stóra-Bergi á miðri jólaföstu 1914, dóttir hjónanna, Fritz Hend-
riks Berndsen og konu hans, Regínu Henriettu Berndsen. Kalla var
þriðja elst sex systkina en systkini hennar eru í aldursröð: Anna Ragn-
heiður f. 1912 og er hún látin fyrir um 10 árum, Björg Henrietta f. 1913