Húnavaka - 01.05.2003, Page 176
174
HUNAVAKA
Það er haft að orðtaki að svo frítt sé ekkert blóm á jörð sem brosið.
Þegar við hugsum um Köllu verður okkur fyrst og fremst hugsað til hinn-
ar broshýru manneskju, sem dreií'ði góðum straumum og jákvæðum
anda í kringum sig með gleði og léttri lund. Allir þessir jákvæðu eigin-
leikar sem Kalla bjó yfir gerðu það að verkum að fólk sótti í að sækja
hana heim. Systkini hennar og frændfólk og fjölskyldur þeirra gerðu sér
far um að sækja fjölskylduna á Fossi lieim í það minnsta einu sinni á ári.
Og þar var ekki í kot vísað, höfðingi var hún heim að sækja og hennar
fjölskylda öll. En sá höfðingsskapur var ekki síst fólginn í því að Kalla átti
gott með að umgangast fólk; opin, glaðsinna, félagslynd og síðast en ekki
síst söngelsk, sem er stór þáttur í því að geta myndað góð og jákvæð
tengsl við aðrar manneskjur.
Kalla var mikil hannyrðakona, hafði gaman af hvers kyns föndri og
allt, sem varðaði saumaskap með einum eða öðrum hætti, lék í höndun-
um á henni. Falleg föt, klæði og skæði voru hennar yndi og allt það sem
laut að fegurð og snyrtimennsku með einum eða öðrum hætti.
Steinnunn Carla andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og
var útför hennar gerð frá Hólaneskirkju 21. september.
Sr. Magnús Magnússon.
Guðrún Hólmfríður Sigurðardóttir,
Neðri-Mýrum
Fædd 20. júní 1915 -Dáin 18. september 2002
Guðrún var fædd að Osi við Kálfshamarsvík í Skagahreppi. Foreldrar
hennar voru, Sigurður Jónsson og Sigurbjörg Jónsdóttir, bæði af hún-
vetnsku bergi brodn. Guðrún var fjórða í röð átta systkina sem nú eru
öll látin utan tvö hin yngstu, Lára og Astvaldur Stefán, bæði búsett í
Reykjavík.
Vorið 1918 fluttu foreldrar Guðrúnar að Mánaskál á Laxárdal og þar
ólst hún upp til fullorðinsára. Móður sína missd hún aðeins sjö ára að
aldri. Einhverrar barnafræðslu naut Guðrún í heimasveit, ekki var um
frekari skólagöngu að ræða en hún var greind að eölisfari og vel mennt-
uð í lífsins skóla og vinnusemi var henni í blóð borin.
Hinn 8. ágúst 1949 gekk Guðrún að eiga Guðmund Mýrmann Einars-
son á Neðri-Mýrum, elsta son hjónanna, Guðrúnar Margrétar Hallgríms-
dóttur frá Birnufelli á Fljótsdalshéraði og Einars Guðmundssonar frá
Miðgili í Langadal.
Næstu árin dvaldi Guðrún áfram á Mánaskál og liélt heimili fyrir Torfa
bróður sinn en flutdst árið 1959 til eiginmanns síns að Neðri-Mýrum
ásamt þremur ungum börnum þeirra er fæðst höfðu á Mánaskál. Þau