Húnavaka - 01.05.2003, Page 177
HUNAVAKA
175
eru, talin í aldursröð: Einar Gunnar búfræðingur og bóndi á Neðri-Mýr-
um, Sigurbjörg Sigríður sjúkraliði, búsett í Mosfellsbæ og Guðrún Björg
sjúkraliði og matráðskona, búsett á Sauðárkróki.
A Neðri-Mýrum bjuggu þau Guðrún og Guðmundur í sambýli við
yngri systkini Guðmundar, Unni og Hallgrím. Húsakostur var í þrengra
lagi svo að oft var þröngt setinn bekkurinn hjá
stórfjölskyldunni.
Guðrún vann öll störf sín af alúð, umburð-
arlyndi og trúmennsku, hver sem í hlut átti án
þess að spyrja um daglaun að kvöldi. hað var
hennar lífsmáti. Um tíma starfaði hún í Kven-
félagi Höskuldsstaðasóknar.
Síðar bar skugga yfir heimilið er Guðmund-
ur var sleginn þungum sjúkdómi. Hann gekk
ekki heill til skógar um árabil og lést árið
1976. Eftir lát manns síns hélt Guðrún áfram
heimili á Neðri-Mýrum allt til ársins 1988 er
hún fluttíst dl Guðrúnar Bjargar, dóttur sinn-
ar, á Sauðárkróki og fjölskyldu hennar. Þar
átd hún góða dvöl.
Fyrir fjórum árum flutti hún á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki
og dvaldi þar nærri óslidð jjar dl }Eir lauk. Hún hafði fyrir alllöngu tekið
að kenna Parkinsonveiki sem ágerðist með aldrinum.
Guðrún var handverkskona góð og sem ung stúlka hlaut hún tilsögn í
saumaskap. Síðan saumaði hún allan fatnað á fjölskylduna, íslenska þjóð-
búninginn og nánast hvað sem var. A Dvalarheimilinu nýtti hún hverja
stund sem heilsan leyfði til hvers konar handavinnu, prjónaði, heklaði,
saumaði út í dúka og púða og undruðust margir hve hin lasburða kona
átti mikinn handstyrk til að skapa fagra muni. Hún hafði næmt auga fyr-
ir allri fegurð kringum sig, lilúði að gróðri og blómum og öllu sem lifði.
Guðrún lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og var útför hennar gerð
frá Höskuldsstaðakirkju 27. september.
Sr. ÓlafurÞ. Hallgiímsson.
Sveinn Ragnar Jónsson,
Blönduósi
Fæddur 12. febníar 1912 -Dáinn 18. september 2002
Ragnar var fæddur í Skrapatungu á Laxárdal í A-Hún. Foreldrar hans
voru Ingibjörg Sveinsdótdr frá Enni á Refasveit og Jón Helgason bóndi í
Skrapatungu. Þriggja ára að aldri flutdst Ragnar með foreldrum sínum
að Svangrund á Refasveit og átti þar heima í eitt ár. Þá fluttu foreldrar