Húnavaka - 01.05.2003, Page 180
178
HUNAVAKA
Frá Skólahúsinu í Þingi fluttu þau að Marðarnúpi og síðan að Hvammi í
Vatnsdal. Frá Hvammi fluttu þau að Eyjólfsstöðum, festu kaup á jörðinni
og bjuggu þar síðan til dánardags.
Þau eignuðust þrjú börn er upp komust,
elst þeirra var Ingibjörg, hún er látin, þájón
ogjóhanna yngst.
Jón ólst upp hjá foreldrum sínum við
venjuleg sveitastörf. Hann stundaði nám við
Laugaskóla í Þingeyjarsýslu veturinn 1946-
1947.
Arið 1952 kvæntist hann Kristínu Ingi-
björgu Lárusdóttur. Foreldrar hennar voru
Péturína Björg Jóhannsdóttir og Lárus
Björnsson, bændur í Grimstungu í Vatnsdal.
Jón og Kristín hófu búskap á Bakka í Vatns-
dal árið 1954 en áður voru þau á Eyjólfsstöð-
um hjá foreldrum Jóns meðan verið var að
byggja íbúðarhús og útihús á Bakka.
Jón og Kristín eignuðust fimm syni sem eru í aldursröð: Lárus Björg-
vin, Bjarni Jónas, Jakob Jóhann, Sveinn Eggert og yngstur erjón Bald-
vin. Jón var bóndi að upplagi og helgaði Bakka krafta sína og ævistarf.
Fjölskyldan var hans líf og hann vildi fj'lgjast vel með. Ahugamálin voru
smíðar og hann var góður smiður. Hann hafði ánægju af söng og söng
um tíma í kirkjukór Undirfellskirkju.
Jón lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi eftir stutta sjúkralegu.
Utför hans var gerð frá Blönduósskirkju 5. október.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Sigfús Sigfússon,
Gröf
Fæddur 19. nóvember 1917 - Dáinn 29. september 2002
Sigfús var fæddur að bænum Forsæludal. Foreldrar hans voru Sigfúsjón-
asson bóndi og bókbindari í Forsæludal og Sigríður Olafsdóttir sem
kenndi sig við Olafshús á Blönduósi. Þau hjón eignuðust átta börn. Elst
er Ingibjörg, hún er látin, Benedikt, hann er látinn, Jónas sem er látinn,
Sigríður, Sigfús, Olafur sem er látinn, Guðrún og yngst er Indíana.
Sigfús ólst upp hjá foreldrum sínum en byrjaði snemma að vinna fyrir
sér á bæjum í sveitinni eins og algengt var þá. Hann og Ragnheiður Kon-
ráðsdóttir hófu búskap í Þórormstungu árið 1950 en þar hafði Sigfús ver-
ið einna lengst í vinnumennsku. Frá Þórormstungu fóru þau að Seljalilíð