Húnavaka - 01.05.2003, Side 181
HUNAVAKA
179
í Sölvadal í E)jafíröi, þaðan að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi og síðan
aftur í Þórormstungu. Arið 1954 kaupa þau jörðina Gröf í Víðidal og
flytja þangað. Ragnheiður dó árið 1997.
Sigfús og Ragnheiður eignuðust fimm börn saman. Þau eru í þessari
aldursröð: Helga, Benedikt, Skúli, Jóhanna og
yngstur var Jónas sent lést af slysförum 18 ára
gamall.
Ragnheiður, kona Sigfúsar, átti eina dóttur
fyrir, Sigrúnu Osk Asgrímsdóttur, og ólu þau
hana upp. Sigrún var gift Agli Sig\'aldasyni en
hún er látin. Einnig ólu Sigfús og Ragnheiður
upp dóttur Sigrúnar, Ragnheiði Þórsdóttur
sem er látin.
Það sannast oft hið fornkveðna að sorgin
gleymir engum. Sorgin vitjaði Sigfúsar, hann
rnissti son sinn, konu sína, fósturdóttur og
dótturdóttur með stuttu millibili. Við þessi
áföll sýndi hann æðruleysi senr alltaf ein-
kenndi hann.
Sigfús var bóndi allt sitt líf og fjölskyldumaður sem þótti vænt um börn
sín og afkomendur. Hann hafði ánægju af kveðskap, gat vel sett saman
vísu en liafði það ekki í frammi. Síðustu árin dvaldi Sigfús hjá dóttur
sinni, Helgu og tengdasyni, Helga Ingólfssyni, á Marðarnúpi.
Sigfús andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Utför hans var
gerð frá Undirfellskirkju 12. október.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Anna Ingadóttir,
Reykjavík
Fœdd 29. apríl 1929 - Dáin 1. október 2002
Anna var fædd í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Guðlaug Erlendsdótt-
ir húsfreyja og Ingi Halldórsson bakarameistari. Þau hjón eignuðust þrjár
dætur og var Anna yngst þeirra. Hún átti öll sín æsku- og uppvaxtarár í
Reykjavík og að loknu hefðbundnu barnaskólanámi fór hún í Kvenna-
skólann í Reykjavík og lauk prófi þaðan.
Þann 4. júní árið 1949 giftist Anna eftirlifandi eiginmanni sínum, Ólafi
Sverrissyni frá Hvammi í Norðurárdal. Hann var þá starfsmaður Sam-
bandsins en síðar kaupfélagsstjóri á Blönduósi og í Borgarnesi. Þau hjón-
in eignuðust finnn börn sem eru: Sverrir, Hulda, Ingi, Ólafur og Anna
Elísabet. Anna hafði yndi af börnum og rnörg börn voru hjá henni og