Húnavaka - 01.05.2003, Síða 183
H UNAVAKA
181
kona hans, Lára Kristjánsdóttir. Voru þau hjónin komin af kjarnmiklum
og grónum bændaættum. Guðmundur var næstyngstur fjögurra barna
þeirra og einkasonur þeirra. Eftirlifandi eru systur hans, Soffía Sigur-
laug, búsett á Skagaströnd, Kristjana Sigurbjörg, búsett í Kópavogi og
Guðrún Ingibjörg, búsett á Hvammstanga.
Sex ára gamall fluttist Guðmundur ásamt fjölskyldu sinni í kaupstað-
inn \lð Höfðann. Þá mun hafa verið vaxandi atvinna þar vegna hafnar-
gerðar og mun það trúlega hafa ráðið nokkru um að foreldrar hans
brugðu búi. Guðmundur ólst svo upp á Skagaströnd við leiki og störf,
gekk þar í skóla og lauk þaðan skyldunámi. Eftir það fór hann til náms
við Iðnskólann á Siglufirði og lauk prófi þaðan árið 1949. Síðan lá leið
hans suður til Reykjavíkur og lauk hann brátt
meistaraprófi frá Iðnskólanum þar.
Arin 1952-1955 vann Guðmundur hjá Vita-
og hafnarmálastjórn við hafnargerð víða um
land, svo sem í Olafsvík, Grundarfirði og
Grímsey. Arið 1955 kynntist hann eftirlifandi
eiginkonu sinni, Erlu Valdimarsdóttur frá Isa-
firði. Hófu þau búskap það sama ár og bjuggu
fyrstu árin í Reykjavík. Starfaði þá Guðmund-
ur við ýmsar byggingaframkvæmdir í höfuð-
borginni og víðar. Árið 1961 flutti fjölskyldan
til Skagastrandar, en það ár varð Guðmundur
aðaleigandi trésmiðjunnar Höfða sem starf-
rækt var þar, en hún hlaut síðan nafnið Tré-
smiðja Guðmundar Lárussonar hf.
A þeim árum sem í hönd fóru, vann Guðmundur svo að eflingu fyrir-
tækis síns og færði rösklega út kvíarnar. Hann annaðist byggingafram-
kvæmdir á Skagaströnd og víðar, svo sem á Ströndum og í Skagafirði.
Kom fljótt í ljós að Guðmundur var feikna drifkraftur í atvinnu- og upp-
byggingarmálum og studdi hann jafnan af alhug allt sem honum þótti
horfa til framfara. Munaði alls staðar um framlag hans og tillögur. Er það
hyggja mín, að hann hafi snemma ásett sér að hefja heimabæ sinn til at-
vinnulegrar viðreisnar, að svo miklu leyti sem honum væri frekast unnt.
Verður ekki annað sagt en hann liafi unnið að því markmiði með mikl-
um og óvenjulegum dugnaði. Hann var einn af aðalhvatamönnum að
stofnun Skagstrendings hf. 1968 og í fyrstu stjórn félagsins. Skömmu síð-
ar stofnaði hann svo Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf. sem
smíðaði báta úr eik og furu og var Guðmundur framkvæmdastjóri henn-
ar til 1983. A þeim árum var hann einna fyrstur manna til að hefja fram-
leiðslu á bátum úr trefjaplasd hérlendis, en það var árið 1977. Á sínum
blómatíma var skipasmíðastöðin mikil lyfdstöng fyrir atvinnulífið á Skaga-
strönd og munu starfsmenn þar hafa komist á þriðja tuginn þegar mest
var. Munaði sannarlega um minna í litlu sjávarplássi.