Húnavaka - 01.05.2003, Page 187
HUNAVAKA
185
Kristínn Agúst Jóhannsson,
Skagaströnd
Fæddur 13. júní 1922 - Dáinn 9. nóvember 2002
Kristinn Agústjóhannsson, eða Kiddi Jó eins hann var kallaður, var fædd-
ur að Osi í Kálfshamarsvík, sonur hjónanna, Jóhanns Jósefssonar og
konu hans, Rebekku Guðmundsdóttur. Kiddi var næstelstur sjö systkina.
Lífs eru þau Friðgeir og Ragnheiður. En liðin eru þau Sigurjón, Jósef,
Valdimar og Hólmfríður.
Kiddi ólst upp í foreldrahúsum til 11 ára
aldurs en þá var honum komið í fóstur hjá
Páli Kolka héraðslækni og Guðbjörgu konu
hans sent þá bjuggu á Blönduósi. Dvaldi hann
hjá þeim til 15 ára aldurs. Atti hann góða vist
hjá þeint hjónum og minntist þeirra ætíð með
hlýhug. Eftir það dvaldist hann hjá prestshjón-
unum í Steinnesi þar sem hann gekk í ung-
lingaskóla auk þess að gegna vinnumennsku
á prestssetrinu. Frá Steinnesi fór hann að
Laufási í Eyjafírði og var vinnumaður hjá
prestshjónunum þar.
Þegar Laufásárunum lauk llutti Kiddi til
Hafnarfjarðar og stundaði sjómennsku frá Grindavík, Höfnum og Hafn-
arfirði. Var þar bæði urn að ræða róðra á litlum bátum og síðar á togur-
um frá Reykjavík og Hafnarfirði.
Þann 14. júlí 1948 giftist Kiddi eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðnýju
Sigríði Finnsdóttur frá Skrapatungu í Laxárdal og fluttu þau sama ár frá
Hafnarfirði til Skagastrandar þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Eignuð-
ust þau fjfígur börn en þau eru í aldursröð: Ingibjörg Ell'a f. 1948 en sam-
býlismaður hennar erjón Bjarni Gunnarsson, Oskar Þór f. 1951, Finnur
Sigt'aldi f. 1953, kvæntur Guðbjörgu Olafsdóttur og Guðbjörg Vera f.
1954, gift Þórarni Grétarssyni.
Fyrir hjónaband eignaðist Kiddi tvær dætur, annars vegar Guðrúnu
Rebekku f. 1944 sem er fráskilin og hins vegar Guðrúnu Hrönn f. 1945,
gifta Magna Sigurhanssyni.
Kiddi starfaði sem sjómaður á Skagaströnd um ellefu ára skeið eða til
ársins 1959, lengst af skipstjóri á Asbjörgu HU en var síðast skipstjóri á
Skallarifi HU sem hann og nokkrir félagar hans keyptu. Hann gekk í
Stýrimannaskólann veturinn 1957-58 og lauk skipstjórnarprófi þaðan en
áður hafði hann tekið svokallað mótoristapróf úr Vélskólanum. Kiddi var
aflasæll skipstjóri og sótti fast sjóinn og margar sögur eru til af sjó-