Húnavaka - 01.05.2003, Side 191
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 2002.
Janúar.
Alhvít jörð var í byrjun mánað-
arins og nokkur snjór sem tók
fljótt upp en kom aftur er liðin var
fyrsta vikan en var lítilfjörlegur til
mánaðarloka. Urkoma var skráð í
17 daga en aðeins 11 mælanlegir,
alls 38,9 mm, 24,6 mm regn og
14,3 mm snjór. Frostlaust var með
öllu 14 daga mánaðarins. Hiti
mældist fyrstu vikuna, mest 11 stig
þann 6. Kaldast var 16,7 stiga frost
þann 25. og 13,6 stig daginn eftir.
Samfellt frost og stillur voru síðasta
hluta mánaðarins um tíu daga
skeið. Algert logn var þann 29. en
stundum nokkuð hvasst 6 og 7
vindstig af SA þann 1., 2. og 5. og 8
vindstig af SA þann 8. en 7 vindstig
af N þann 18. og 8 vindstig af N
þann 19.
I mánaðarlokin var aðeins
sporrakt af snjó á láglendi en vötn
ffusu síðustu dagana og frost gekk
nokkuð niður í jarðveginn sem
vart gat talist áður.
Febnlar.
Febrúar einkenndist af sam-
felldri vetrartíð. Urkoma öll var
snjór alls 47,8 mm, féll á 23 dögum
en 19 voru mælanlegir. Snjólag var
gefið allan mánuðinn, en aldrei
mikið á athuganastað. Hörku N-
NV hríðarveður gerði þann 2. og
var mjög hvasst um nóttina svo að
nokkrum skaða olli, áætluð veður-
hæð 9 vindstig. Sama veðurhæð
var gefin af SSA þann 13. en bjart-
viðri. Hiti var yfir frostmarki þann
1., 2., 13., 14. og 15. en hlýjast 6
stiga hiti þann 13. Kaldast var 20
stiga frost þann 25. í logni og bjart-
viðri. Nokkuð var vindasamt frá 1.
til 10. og áttir norðanstæðar. Síðan
S-SV áttir til 21. er dró aftur til
norðanstæðra átta þar til síðasta
dag mánaðarins að snérist til SA
og SSA áttar og dró snögglega úr
frosti.
Mars.
Vetrartíð mátti kalla í mars. Að-
eins voru 3 sólarhringar frostlaus-
ir, sá 15., 23. og 24. Hlýjast var
þann 30. er hiti komst í 7,5 stig en
kaldast var 15 stiga frost þann 19.
Kaldast var á tímabilinu frá 6. til
20. en hlýrra bæði fyrstu og síðustu
viku mánaðarins. Mesti vindur var
skráður 7 stig þann 2. af SV en
breytilegar áttir að jafnaði og hæg-
ar frá 25. Léttskýjað var frá 7. til 17.
Snjólag var gefið allan mánuðinn,
en lítið í lághéraðinu. Urkomu
varð vart í 20 daga en 17 mælan-
legir alls 36,9 mm, 23,9 mm snjór
og 13 mm regn. Samgöngur í hér-
aði máttu kallast greiðar en nokk-