Húnavaka - 01.05.2003, Síða 195
H U N A V A K A
193
10 stigum. Fyrst frysti aðfaranótt
15. og var mesta frostið 11,4 stig
þann 31. Suðlægar áttir voru frá 1.
til 15. mánaðarins en norðlægar úr
því til mánaðarloka. Fyrst gránaði
í fjöll þann 18. og þau urðu hvít
þann 21. Snjólag var fyrst gefið
þann 19. Mestur vindur var gefinn
6 stig af SA þann 5. en yfirleitt
hægviðrasamt. Léttskýjað var frá
14. til 17. og síðan 31. Urkoma
mældist 22,2 mm og féll á 21 degi
en af þeim voru 5 ekki mælanlegir.
Regn féll 13,6 nnn á fyrri hluta
mánaðarins en snjór 8,6 mm síðari
hlutann og var þá vetrarlegt. Snjór
var ekki til fyrirstöðu á vegum en
nokkuð hált. Trjágróður hafði að
mestu fellt blöð í lok mánaðarins.
Nóvember.
I heild var nóvember mikill
sumarauki. Snjólag var að vísu gef-
ið fyrstu 6 dagana en síðan ekki
meira. Hlýjast var í mánaðarlokin
11 stig og 8 stig þann 18. og 8,9
þann 19. Kaldast var 1. dag mán-
aðarins 9,5 stiga frost og 9 stiga
frost þann 16. og 17. en frost
mældist alls í 16 daga. Hægviðri
var fyrstu 6 dagana síðan þann 9.
og frá 16. til 27. Suma daga var svo
til logn. Attin var norðlæg fyrstu
vikuna, rnest 5 stig og síðan N 6
stig þann 11. og eftir það að mestu
suðlæg en mjög hæg nema þann
17. að gefin voru 6 vindstig af SA.
Marga daga var svo til logn. Ur-
komu varð vart í 18 daga en 9
mælanlegir alls 20,4 mm. Jörð svo
til alauð á láglendi í mánaðarlok-
in en fjöll flekkótt, mjög klakalítið
og vatnsföll auð. Hægt var að
vinna öll útiverk svo sem við bygg-
ingar, girðingar og jafnvel jarð-
vinnslu.
Desember.
Afbrigðilega góð veðrátta var í
desember. Jörðin lengst af alauð
nema snjódílar í fjallabrúnum og
svo að segja klakalaust. Dæmi voru
um að túnspildur væru plægðar í
mánuðinum. SA og S áttir voru
ríkjandi en oftast hægar og algert
logn þann 18. Mestur hiti var 12
stig þann 6. og þá var mestur vind-
ur skráður eða 9 stig af SA. Frost
var fyrst skráð þann 8. og 9. og síð-
an af og til til mánaðamóta, mest
8,9 stig þann 30. Snjór var fyrst gef-
inn þann 20. og 21. og síðan 27.
og til mánaðar- og ársloka aðeins
smá föl. Fjöll urðu þá fyrst hvít í
kollinn. Úrkornu varð vart í 16
daga en 14 mælanlegir, alls 26,3
mm, þar af 3,8 mm snjór. Hægt var
að vinna öll útistörf allan mánuð-
inn og vegir sem á sumardegi um
árslok.
Árið 2002 hófst með mildri
veðráttu sem hélst út janúarmán-
uð. Að janúarmánuði liðnum gekk
til vetrartíðar sem hélst til útmán-
aða en vorið var kalt og óvenju
þurrt til loka júnímánaðar. Gróður
kom því seint. Allur síðari hluti árs-
ins var með afbrigðum hlýr,
gróskumikill og hagstæður, allt til
áramóta. Mun það mörgum verða
minnisstætt.
Tekið saman eftir véburbókum.
Grímur Gíslason.