Húnavaka - 01.05.2003, Page 200
198
11 U NAVAKA
reynd og óeðlileg aðkoma opin-
berra aðila þar á meðal sveitarfé-
laga að rekstri einstakra
sláturleyfishafa hefur hamlað eðli-
legri þróun og hagræðingu í slát-
urgeiranum. A næstu misserum
verður að taka á þessuni vanda
þannig að greinin geti þróast á
eðlilegan hátt.
Afkoma SAH á árinu 2002 varð
nokkru lakari en árið á undan.
Reksturinn skilaði reyndar já-
kvæðri niðurstöðu fyrir fjár-
magnsliði en niðurstöðutala að
fjármagnsliðum meðtöldum er
neikvæð um 13 milljónir króna. Er
það fyrst og fremst óeðlileg verð-
lagning á kjötmarkaði tilkomin
vegna offramboðs sem gerir það
að verkum að rekstraráædun sem
gerði ráð fyrir hallalausum rekstri
gekk ekki eftir. Rekstraráætlun árs-
ins 2003 gerir ráð fyrir að rekstur-
inn verði í járnum en ljóst er að
þróun dilkakjötssölu næstu vikur
og mánuði hefur vendeg áhrif á
rekstrarniðurstöðuna.
Gripið hefur veriö til ýmissa
hagræðingaraðgerða hjá SAH á
liðnn ári og hafa þær nú þegar
skilað nokkrum árangri. Ljóst er
að halda þarf áfram á söniu braut.
Sigurður Jóhannesson,
framkvœmdastjóri.
FRÁ
KAUPFÉLAGI
HÚNVETNIN GA.
Árið 2002 var síðasta starfsár
Kaupfélags Húnvetninga. Sögu
þessa gamla samvinnufélags, sem
hefur verið burðarás verslunar og
atvinnulífs í Austur-Húnavatnssýslu
allt frá stofnun þess árið 1895, er
þó ekki með öllu lokið þar sem
samvinnufélaginu var breytt í eign-
arhaldsfélag sem á 0,43% hlut í
hinu nýja félagi.
Nýtt hlutafélag KH hf. tók við
rekstri kaupfélagsins um áramódn,
öllum eignum þess, skuldum og
skuldbindingum. Þeir félagar sem
áttu í A-stofnsjóðnum verða áfram
í Kaupfélagi Húnvetninga (eignar-
haldsfélagi) og stýra því. Þeir aðil-
ar sem áttu í B deild stofnsjóðs eru
hluthafar í KH ásamt fyrirtækjum
sem komu að fjárhagslegri endur-
reisn félagsins árið 2000. Hlutafé
við stofnun KH hf. er 100 milljón-
ir. Stærstu eigendur KH eru SAH,
Búnaðarbanki Islands og Kíildbak-
ur nteð um 18% hlut hver.
Rekstur Kaupfélags Húnvetninga
2002.
Heildartekjur félagsins voru um
652 milljónir króna, rekstrargjöld
vorn 647,4 milljónir króna, þar af
voru laun og launatengd gjöld
89,9 milljónir króna. Aðjafnaði
vinna milli 50 og 60 starfsmenn
hjá félaginu í um 40 stöðugildum.
Félagið var gert upp með 4,6 millj-
ón króna hagnaði árið 2002.
Verslunarrekstur.
Sala í aðalverslun var um 199
milljónir króna á mód 190 milljón-
um króna árið áður. Lítil verð-
bólga og styrking krónunnar hefur
tryggt stöðugt verðlag og jafnvel
verðlækkanir á sumum vörum.
Á Skagaströnd var salan 87,8
milljónir króna á móti 87,0 millj-
ónum króna árið áður. Verðlag í