Húnavaka - 01.05.2003, Síða 202
200
11 UNAVAKA
A-Hún. er efst í huga þakklæti til
félagsmanna kaupfélagsins, við-
skiptavina félagsins og ekki síst
starfsmanna, fyrir þá miklu tryggð
og velvild sem félaginu hefur verið
sýnd í gegnum árin og aldirnar.
Kaupfélag Húnvetninga var virkur
þátttakandi í uppbyggingu versl-
unar, atvinnu og þjónustu og stóð
fyrir mörgum framfaramálum eins
og virkjun Laxár, hafnarfram-
kvæmdum á Blönduósi, rekstri vél-
smiðju, rekstri flutningabifreiða,
bótels, verslunarreksturs og lána-
starfsemi svo fátt eitt sé talið.
Þó svo að Kaupfélag Húnvetn-
inga hafí hætt starfsemi um ára-
mót, hefur nýtt félag KH hf. tekið
við hlutverki þess og rekstri allra
deilda. KH byggir á góðum grunni
Kaupfélags Húnvetninga og mun
kappkosta að veita íbúum sýslunn-
ar, fyrirtækjum og stofnunum eins
góða þjónustu og völ er á.
Lubvík Vilheltnsson,
framhvæmdastjóri KH hf.
VILKO.
Vel gekk með rekstur Vilko á ár-
inu 2002. Tvær nýjar afurðir voru
settar á markað en það voru Sjón-
varpskaka og Vilko skonsur. Báðar
þessar vörur eru komnar í dreif-
ingu og hafa fengið jákvæðar við-
tökur markaðarins. Hagstæð
gengisþróun hefur bætt afkomu
félagsins og er félagið gert upp
með hagnaði. Hjá félaginu starfa
að jafnaði sex manns.
Lubvíh Vilhelmsson.
RÁÐUNAUTAÞJÓNUSTA
HÚNAÞINGS.
Sú breyting varð á starfsemi
Bú naðarsambands A-H ú navatns-
sýslu (BSAH) á árinu 2002 að
stofnuð var sameiginleg ráðu-
nautaþjónusta fyrir Búnaðarsam-
bönd A-Hún, V-Hún. og
Strandasýslu. Þessi stofnun sem
blaut nafnið Ráðunautaþjónusta
Húnaþings og Stranda tók um ára-
mótin við öllum leiðbeiningum í
búfjárrækt og jarðrækt ásamt
rekstrar- og hagfræðileiðbeining-
um í þessum þremur sýslum.
Ráðunautaþjónustan hefur að-
setur á þremur stöðum, á Blöndu-
ósi, Hvammstanga og Hólmavík.
Alls eru sex ráðunautar að störfum
en þar af eru fjórir í hlutastarfi.
Ráðunautarnir eru Gunnar Rík-
harðsson sem einnig er fram-
kvæmdastjóri, Guðbjartur Guð-
mundsson og Anna Margrét Jóns-
dóttir á Blönduósi, Svanborg Ein-
arsdóttir og Guðný Helga Björns-
dóttir á Hvammstanga og Brynjólf-
ur Sæmundsson á Hólmavík.
A aðalfund BSAH sem var hald-
inn á Blönduósi 6. maí 2002
mætti Gunnar Sæmundsson
stjórnarmaður Bændasamtaka Is-
lands.
I upphafi ársins var ráðist í tals-
verðar framkvæmdir á skrifstofu-
húsnæði BSAH. Lagt var parket á
gólfið, veggir málaðir og skrifstof-
ur endurskipulagðar með nýjum
milliveggjum.
Kúasæðingar voru með svipuðu
sniði og árið áður. Untfang sauð-
fjársæðinga var talsvert meira en
undanfarin ár. Sú nýbreytni var á
N,