Húnavaka - 01.05.2003, Side 228
226
HUNAVAKA
Erpur-Snær frá Efstadal var í notkun
í Hvammi í Vatnsdal sl. sumar.
Ljósm.: Haukur Suska.
FRÁ SAMTÖKUM HROSSABÆNDA.
Héraðssýning á kynbótahross-
um var haldin í Húnaveri í byrjun
júlí. Alls komu 27 hross til dóms 6
stóðhestar og 21 hryssa. Dóm-
nefnd skipuðu Agúst Sigurðsson,
Þorvaldur Kristjánsson og Sigurð-
ur Oddur Ragnarsson. Byggingar-
dæmt var í Reiðhöllinni Arnar-
gerði á Blönduósi og hæfileika-
dómur fór fram í Húnaveri daginn
eftir.
Hæstu aðaleinkunn á sýningunni á
hrossum innan liéraðs hlutu:
Stóðhestar 5 vetra: Kyndill frá Flögu,
einkunn 7,57. Eigandi Kristín Agústs-
dóttir.
Stóðhestar 4 vetra: Parker frá Sól-
lieimum, einkunn 8,02. Eigandi Arni
Þorgilsson.
Hryssur 7 vetra og eldri: Salka frá Ak-
ureyri, einkunn 8,00. Eigandi Þing-
eyrabúið ehf.
Hryssur 6 vetra: Vænting frá Arholti,
einkunn 7,84. Eigandi Pálmi Þór Ingi-
marsson.
Hryssur 5 vetra: Perla frá Hólabaki,
einkunn 7,70. Eigandi Björn Magnús-
son.
Hryssur 4 vetra: Djásn frá Steinnesi,
einkunn 7,52. Eigandi Magnúsjósefs-
son.
Auk þess sem hér er frarn talið
áttu félagsmenn kynbótahross sem
sýnd voru utan héraðs og fengu
ágætar einkunnir.
Stóðhestar sem notaðir voru
sumarið 2002 á vegum Samtaka
hrossabænda í A-Hún. voru: And-
vari frá Ey, Kveikur frá Miðsitju,
Galsi frá Sauðárkróki og Víkingur
frá Voðmúlastöðum. Flestir fram-
angreindra hesta voru notaðir
með öðrum hrossaræktarsam-
böndum.
Folaldasýning sem haldin var í
Arnargerði í haust tókst mjög vel.
Ahorfendur röðuðu folöldunum í
sæti 1-3. Flest atkvæði fékk Laufi
frá Hólabaki. Eigandi hans er
Björn Magnússon.
Samtökin tóku jrátt í stórhátíð
hestamanna og ræktenda í Reið-
höllinni Arnargeröi. Einnig
„Fákaflugi", sameiginlegri kynbóta-
og gæðingakeppni lrrossaræktar-
samtaka og hestamannafélaga á
Norðurlandi. Sýningin var haldin
á Melgerðismelum. Auk þess voru
haldnir fræðslufundir og gefið út
fréttabréf.
Sauðanes í Torflækjarhreppi var
útnefnt ræktunarbú ársins 2002.
Magnúsi Olafssyni, Sveinsstöðum
var veitt viðurkenning fyrir mark-
aðsstarf og gerður samningur við
hann um að vinna að markaðsmál-
um lífhrossa.
Glæsilegt Landsmót var lialdið á
Vindheimamelum í sumar og þar
komu fram margir gæðingar úr A-
Hún. og ræktunarbú kynntu starf-
serrii sína.
Stjórn Samtaka hrossabænda er
þannig skipuð: Björn Magnússon,
Hólabaki, formaður, Magnúsjós-