Húnavaka - 01.05.2003, Page 250
248
HUNAVAKA
arstjórn Blönduóssbæjar Grím að
heiðursborgara sveitarfélagsins.
Grímur er fæddur og uppalinn í
Vatnsdal. Hann var lengstum
bóndi í Saurbæ en flutti til
Blönduóss árið 1970. Grímur er
annálaður hesta- og söngmaður.
Hann hefur gengt mörgum trún-
aðarstörfum og tekið virkan þátt í
félagsstarfi í Austur-Húnavatns-
sýslu og á Blönduósi.
Menningar- ogfélagsmál.
Líkt og undanfarin ár var menn-
ingarlíf í blóma á Blönduósi.
Fjöldi tónlistarviðburða áttu sér
stað og Leikfélag Blönduóss frum-
sýndi leikritið „Einn koss enn, og
ég segi ekki orð við Jónatan" eftir
Mark Camoletti í leikstjórn Rósu
Guðnýjar Þórsdóttur. Mikið líf var
í félagsstaríl aldraðra á Blönduósi
og nágrenni sem er til búsa í Hnit-
björgum.
Eldri borgarar bittast í Hnit-
björgum tvisvar í viku og forstöðu-
maður er Sigríður Bjarkardóttir.
Framkvæmdir við byggingu Heim-
ilisiðnaðarsafnsins hófust í septem-
ber 2001 og lauk að stærstum
hluta á árinu 2002.
Vinabœjasamskipti.
Vinabæjafundir eru haldnir ár-
lega og til skiptis á fimm ára fresti í
vinabæjunum sem eru auk
Blönduóss, Moss í Noregi, Karlstad
í Svíþjóð, Nokia í Finnlandi og
Horsens í Danmörku. 1 byrjun júlí-
mánaðar heimsótti 35 manna hóp-
ur þar af 20 ungmenni á aldrinum
18-25 ára og starfsmenn vinabæj-
anna sem vinna að æskulýðsmál-
um Blönduós. Dagskráin saman-
stóð að ýmiss konar viðburðum og
aíþreyingu, auk þess sem æskulýðs-
fulltrúar vinabæjanna funduðu.
Leikskólinn Barnabær.
Árið 2002 voru 59 börn í leik-
skólanum Barnabæ á aldrinum 18
mánaða til sex ára. Boðið er upp á
4, 6, 7, 8 og 9 stunda vistun og er
unnið samkvæmt aðalnámskrá
leikskóla frá 1999. Við skólann
starfa þrír leikskólakennarar auk
leiðbeinenda. Starfið var með
hefðbundnu sniði þar sem leikur-
inn er hornsteinn leikskólastarfs-
ins og gleðigjafi barnsins. Hópa-
starf og val er fastur liður í starfinu
auk íþróttatíma í íþróttahúsinu,
tónlist í samstarfi við tónlistarskól-
ann, heimspeki og margt fleira.
Skólaþjónusta A-Hún. bauð
upp á námskeið fyrir starfsfólk
leik- og grunnskóla sem bar yfir-
heitið „Aukin færni“. Starfsfólk
leikskólans sótti nokkur þessara
námskeiða og var mikil ánægja
með að boðið var upp á fræðslu í
heimabvggö sem gaf fleirum færi á
að sækja námskeiðin. Leikskóla-
stjóri Barnabæjar er Jóhanna G.
Jónasdóttir.
Fjarnám.
Farskóli Norðurlands vestra í
samvinnu við stofnanir á háskóla-
stigi m.a. Háskólann í Reykjavík og
Háskólann á Akureyri bauð aukið
framboð í fjarkennslu á árinu. I
boði var fjarnám í tölvunarfræðum
við Háskólann í Reykjavík, rekstr-
arfræði, leikskóla- og sjúkraliða-
nám við Háskólann á Akureyri,
rekstrarhagfræði við Háskóla Is-
lands og ferðamála- og hrossarækt