Húnavaka - 01.05.2003, Page 269
HUNAVAKA
267
króna. Unnið var á tveimur vökt-
um í verksmiðjunni fram til hausts,
þá farið á eina vakt og verksmiðj-
unni síðan lokað vegna óhagstæðs
hráefnisverðs og birgðasöfnunar
um mánaðamótin nóvember-des-
ember.
Gissur hvíti HU-35 var aðeins
gerður út stuttan tíma og aflaði
hann um 92 tonnum að verðmæti
um 10 milljónir króna. Þann tíma
sem báturinn var á sjó störfuðu að
jafnaði fimm menn á bátnum.
Nökkvi HU-15 var gerður út þar
til í lok nóvember og landaði 844
tonnum af ísaðri rækju að verð-
mæti um kr. 89 milljónir. Að jafn-
aði voru á skipinu sjö menn, en
vegna skiptakerfis voru að meðal-
tali 10 starfsmenn á launaskrá.
Særún hf. stofnaði á árinu dótt-
urfyrirtæki um eignir þær sem
keyptar voru af þrotabúi Arvirkni.
Það var Vélsmiðjan Særún ehf.
Særún hf. hætti síðan rekstri vél-
smiðjunnar 30. september þegar
rekstur og tæki hennar voru seld
til Vélsmiðju Alla ehf.
A árinu fengu á milli 130 og 140
einstaklingar laun greidd af Sæ-
rúnu hf. Launagreiðslur rækju-
vinnslunnar voru um 72 milljónir
króna, launagreiðslur Gissurar
hvíta voru um 7 milljónir, launa-
greiðslur Nökkva um 37 milljónir
og launagreiðslur vélsmiðju 9
milljónir.
Nú í janúar 2003 tók Særún hf á
leigu Skafta SK-3 frá Sauðárkróki
og hafa rækjuveiðar gengið allvel
undanfarnar vikur, en eitt árið enn
var rækjuveiði bönnuð í Húnaflóa
á þessum vetri.
Gísli Grímsson.
FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNI.
Starfsemi safnsins var með
nokkuð óhefðbundnum hætti árið
2002. Fyrst of fremst vegna þess að
safnið var lokað í þrjá mánuði, frá
mars og fram í júní, vegna barns-
eignaleyfis skjalavarðar. Þrátt fyrir
þessa truflun á starfseminni var
aðsókn nokkuð góð en um 170
manns skráðu sig í gestabók safns-
ins. Þar á meðal tveir bekkir
Grunnskólans á Blönduósi sem
komu í heimsókn í fylgd kennara
sinna vegna verkefna sem þeir
voru að vinna. Skjalaverði finnst
þetta mjög mikilvægt því að ung-
lingarnir þurfa að vita af þeim
menningararfi sem leynist á safni
sem þessu og vera sér meðvitaðir
um fortíðina. Meðan á heimsókn
unglinganna stóð, fóru nokkrir
þeirra að skoða ættfræðirit sem og
myndasafnið, fyrst og fremst í leit
að forfeðrum sínum og ættingj-
um.
Annað sem gerði starfsemi
safnsins óhefðbundna voru tölvu-
vandræði. Um mitt árið, rétt eftir
að skjalavörður sneri aftur til
starfa, hrundi tölva sem á safninu
var, enda komin til ára sinna. Fyr-
irhyggjuleysi olli því að hvorki var
tekið afrit af aðfangabók né skrá
yfir fyrirspurnir og erindi fyrri
hluta ársins svo að það glataðist.
Eigi að síður eru skráðar 24 af-
hendingar í aðfangabók safnsins
en að baki hverri afhendingu leyn-
ist oft stórt safn. Þannig afhenti
Höfðahreppur talsvert af bréfum
og bókhaldsgögnum, ásamt fund-
argerðum, alltfrá árinu 1970. Eins
kom talsvert af gögnum frá Engi-