Húnavaka - 01.05.2003, Page 272
270
HUNAVAKA
hversu vel heimamenn sóttu þá
viðburði sem í boði voru og auð-
sótt var að fá fyrirtæki og stofnanir
til þess að taka á móti forsetanum
og fylgdarliði hans. Sér í lagi var
fjölskylduskemmtunin í Iþrótta-
miðstöðinni á Blönduósi vel sótt
en á bilinu 600 til 700 hundruð
rnanns sóttu skemmtunina.
Heimsóknin í sýsluna hófst með
formlegri móttöku í Þingeyra-
klausturskirkju árdegis þriðjudag-
inn 15. október og lauk með
kveðjuathöfn í Þórdísarlundi síð-
degis miðvikudaginn 16. október.
Bryndís Björli Guöjónsdóttir.
REKSTRARLAUSNIR EHF.
Rekstur félagsins var með svip-
uðu sniði og árið áður. Félagið
sinnir reikninghaldi fyrir einstak-
linga og fyrirtæki. Þrír starfsmenn
starfa hjá félaginu: Selnia Svavars-
dóttir, Sæmundur Gunnarsson og
Bryndís Björk Guðjónsdóttir.
Náið samstarf er við Pricewater-
houseCoopers ehf sem á 50% hlut
í félaginu á móti Bryndísi Björk
Guðjónsdóttur.
Bryndís Björk Gubjónsdóttir.
IÐNÞRÓUNARFÉLAG
NORÐURLANDS VESTRA.
Verkefni félagsins voru af ólík-
um toga og misumfangsmikil, tóku
allt frá klukkustundum upp í
margar vikur eða mánuði. I heild-
ina má gera ráð fyrir að félagið
hafi haft með höndum hátt á ann-
að lnmdrað verkefni af ýmsu tagi.
Þessi verkefni skiptast í grófum
dráttum í eftirfarandi: Almenn at-
vinnuráðgjöf, samstarfsverkefni
nreð opinberum aðilum, þátttaka í
ráðstefnum og símenntun starfs-
fólks, verkefni jafnréttisráðgjafa,
fræðslu- og menningarverkefni og
ýmislegt óskilgreint.
Verkefni tengd
Austur-Hiínavatnssýslu.
I október var hafin vinna við
hugmynd um þjónustuver við þjóð-
veg á Blönduósi. Ætlunin var að
stofnað yrði hlutafélag um þjón-
ustubyggingar þar sem \æri almenn
verslun, bensínstöð, veitingahús,
upplýsingamiðstöð og annað sem
heillað gæti vegfarendur.
A vegum Ferðamálafélags A-
Hún. var hafinn undirbúningur á
stefnumörkun í ferðamálum. Verk-
efnið er enn í vinnslu en gerð hef-
ur verið könnum á hvernig
ferðaþjónustu í sýslunni er háttað.
Iðnþróunarfélagið lét gera
skýrslu um starfsemi og stefnu-
mörkun safna á Norðurlandi
vestra. Skýrslan var gerð af Ingi-
björgu Jónsdóttur Kolka sem safn-
aði upplýsingum um söfnin.
Unnið var með sveitarfélögum á
Norðurlandi vestra, að Siglufirði
undanskildum, við gerð skýrslu
um Ahersluatriði í byggðamálum.
Gerð jDessarar skýrslu má rekja til
umræðna um byggðamál eftir að
iðnaðarráðherra gaf út um stefnu í
byggðamálum fyrir árin 2002-2005.
Skýrslan var kynnt ráðherra
byggðamála, iðnaðarnefnd Alþing-
is og þingmönnum.
Atvinnuráðgjafi og framkvæmd-
arstjóri mættu á fundi með sveit-
arstjórnum, héraðsnefnd og
fleirum um ýmis málefni, til dæm-
is svæðisskipulag í A-Hún. hug-