Húnavaka - 01.05.2003, Page 273
HUNAVAKA
271
myndir í ferðamálum og atvinnu-
málum.
Samstarf vid stofnanir.
Sóttar voru ýmsar ráðstefnur
bæði um byggðamál, tæknimál,
menningarmál, leiðir til nýsköpun-
ar, verkefni á vegum Evrópusam-
bandsins og fleira.
Unnið var með forráðamönnum
Farskóla Norðurlands vestra að
verkefnum um framboð menntun-
ar. Atvinnuráðgjídi vann einnig með
skólanum að undirbúningi og fram-
kvæmd viku símenntunar 3.-7. sept-
ember. I október fór atvinnuráðgjafi
með stjórnanda Farskólans og full-
trúa Hrings ehf. á fund stjórnenda
Háskólans á Akureyri. Rætt var um
möguleika á háskólamenntun á
Norðurlandi vestra, fjarfundarbún-
að, rekstrarnám og leikskólanám.
Ymis verkefni.
Hugmyndir voru uppi um fram-
leiðslu á plástrum, hárnetum og
einnota hönskum fyrir þrjá aðila
er fengið höfðu styrk frá Impru til
að gera viðskiptaáædun. Unnið var
að gagnasöfnun í samvinnu við
Iðntæknistofnun Islands og fram-
leiðendur véla á Taiwan. I ljósi
þeirra gagna sem bárust var gerð
skýrsla um hvert verkefni.
Atvinnuráðgjafi leitaði tilboða
um byggingu frystigeymslu og
kaupa á tækjabúnaði. Hann reikn-
aði síðan út hagkvæmni rekstrar.
Kannaðir voru möguleikar á
flutningi Aburðarverksmiðjunnar
til Norðurlands vestra. Stjórnarfor-
maður fyrirtækisins lýsti [tví yfir að
ekki kæmi til greina að flytja verk-
smiðjuna til Norðurlands, vegna
þess hve dýrt það væri og auk jDess
væri megin hluti markaðarins á
Suðurlandi.
Samkvæmt beiðni var gerð áætl-
un um kaup og rekstur ájarðbor.
Unnin viðskiptaáætlun um fjöl-
þætta ferðaþjónustu fyrir aðila sem
er í þeirri grein.
Gerð var rekstraráætlun fýrir út-
gáfu á sérhæfðu tímariti sem áhugi
er fyrir að gefa út á landsvísu.
Iðnþróunarfélagið tók á móti
fulltrúum frá tölvufyrirtæki sem
vildu stofna fjarvinnslufyrirtæki.
Ahugi þeirra varð að engu er í ljós
kom að ekki átti að leggja annað til
fjarvinnslunnar en húsnæði.
Tekið saman eftir skýrslu sem
lögð var frant á aðalfundi félagsins
fyrir árið 2002.
SÁJ.
STARFSEMI BLÖNDUVIRKJUNAR.
Rekstur Blönduvirkjunar gekk í
heild vel á árinu. Orkuframleiðsla
var 898 GWh. Vatnsbúskapur var
góður og fylltist Blöndulón í rign-
ingum verslunarmannahelgarinn-
ar.
Rekstrartruflanir urðu í illviðri
2. febrúar þegar báðar háspennu-
línurnar sem liggja að stöðinni
fóru niður og varð stöðin óstarf-
hæf í um klukkustund.
Sumarvinna unglinganna var
með hefðbundu sniði. Helstu verk-
efni þeirra voru hirðing lóðarinn-
ar, þrif á ýmsum húsum staðarins,
aðstoð í mötuneyti, þrif á bílum og
tækjum, gróðursetning trjáplantna
ásamt því að taka þátt í verkefninu
„Margar hendur vinna létt verk“.
Unglingarnir héldu grillveislu í
ágúst og buðu fjölskyldum sínum.