Húnavaka - 01.05.2003, Page 278
276
H U N A V A K A
ingar var sá að óvænt skrið komst
á þróun eignarhalds í Skagstrend-
ingi og UA þegar Eimskipafélagið
keypti stóran hlut í báðum félög-
unum af Búnaðarbankanum. Eftir
þau kaup var eignarhlutur Eim-
skipafélagsins 40,7% í Skagstrend-
ingi og 55,3% í UA. Við kaupin
hófst undirbúningur að sameigin-
legum rekstri og stjórnendur Eim-
skipafélagsins kynntu þann vilja
sinn að sameina félögin. Leiddu
samningaviðræður um framtíð
Skagstrendings til þess að Eim-
skipafélagið keypti öll hlutabréf
Höfðahrepps, Nafta og Trygginga-
miðstöðvarinnar í félaginu. Eftir
þau kaup var eignarhlutur þess
orðinn 83,8% í Skagstrendingi.
Seinna á árinu keypti Eimskipafé-
lagið síðan meirihluta í Haraldi
Böðvarssyni hf. Með kaupum á
meirihluta í öllum félögunum
skapaðist yfirtökuskylda samkvæmt
lögum og voru öðrum hluthöfum
UA, Skagstrendings og HB gerð yf-
irtökutilboð. Yfirgnæfandi meiri-
hluti hluthafa í félögunum ákvað
að taka tilboðinu og var þeim
greitt fyrir bréfm með hlutabréf-
um í Eimskipafélaginu. Sjávarút-
vegsfélögin þrjú liéldu sér sem
rekstrareiningar en voru
stjórnunarlega sameinaðar
í eitt öflugt sjávarútvegsfyr-
irtæki sem hlaut nafnið
Brim ehf. Með stofnun
Brirns varð til eitt stærsta
sjávarún’egsfyrirtæki lands-
ins með áætlaða árlega
veltu um 15 milljarða og
11,2% hlutdeild í afla-
heimildum á Islandsmið-
um. Starfsemi félagsins
spannar öll helstu sviö sjáv-
arútvegsins og er tiltölulega stórt á
hverju sviði.
Samanlagður rekstur félaganna
þriggja sem mynda Brim ehf. skil-
aði mun betri afkomu á liðnu ári
en árið á undan. Velta félaganna
þriggja nam á liðnu ári samtals
14,5 milljörðum króna, hagnaður
varð 2,4 milljarðar króna á móti
400 milljóna króna tapi árið á und-
an.
Fjármagnsliðir voru jákvæðir
um 1,7 milljarða króna en voru
neikvæðir um tæplega 2,1 millj-
arð árið 2001. Helsta breytingin á
milli ára er í verðbótum og geng-
ismun sem að stærstum hluta má
rekja til þess að íslenska krónan
styrktist á árinu 2002 eftir að hafa
veikst verulega árið á undan.
Styrking krónunnar hefur jákvæð
áhrif að þessu leyti en á móti
kemur að sú þróun hefur nei-
kvæð áhrif á framlegð fyrirtækj-
anna. Verðbætur og gengismunur
voru jákvæð um 1,6 milljarða
króna á árinu 2002 en neikvæð
um 2,0 milljarða árið áður. Þá
lækkuðu vaxtagjöld verulega á
milli ára en nær allar skuldir fé-
laganna eru í erlendri mynt. Þrátt