Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Blaðsíða 12
þriðjudagur 13. janúar 200912 Fréttir Slysaskot á villisvínaveiðum Villisvínaveiðum í nágrenni þýska bæjarins Baden-Württemberg lauk með hörmulegum hætti um helgina þegar einn veiðmanna var skotinn til bana. Um fimmtíu veiði- menn voru samankomnir við veið- arnar, og þegar einn þeirra, Oliver B, heyrði skrjáf í kjarri gerði hann ráð fyrir að um villisvín væri að ræða og miðaði og skaut. En það var ekkert svín í kjarrinu heldur einn af veiðfélögum Oliv- ers, Franz-Josef. Þýska blaðið Bild- Zeitung sagði frá þessu í gær og þar kemur fram að Franz-Jósef hafi látist samstundis. Svipað atvik átti sér stað í Einhaus- en, en þar var fertugur veiðimaður skotinn til bana af félaga sínum. Þekkt gallerí í Melbourne í Ástralíu var blekkt til að taka til sýningar verk tveggja ára stúlku. Forsaga málsins er sú að Nikka Kalashnikova, ljósmynd- ari og af rússnesku bergi brotin, bað Mark Jamieson, forstjóra Brunswick Street-gallerísins í Melbourne að taka til sýningar verk nýs og óþekkts lista- manns. Jamieson leist mjög vel á verk lista- mannsins, Aelitu Andre, og ákvað að taka þau til sýningar ásamt verkum annarra, þekktra, listamanna. Prent- aðir voru kynningarbæklingar með myndum listamannsins og heilsíðu- auglýsingar birtust í þekktum lista- tímaritum á borð við Art Almanac og Art Collector. Listgagnrýnandi tímaritsins The Age, Robert Nelson, hóf verkin upp til skýjanna og sagði að þar væri á ferð- inni frábær abstrakt og notkun rauða litarins virtist undir áhrifum af asísk- um skilrúmum. Hætt er við að margir þeirra sem dásömuðu verkin hafi orðið eilítið kindarlegir þegar í ljós kom að lista- maðurinn var tveggja ára stúlka, Ael- ita Andre, dóttir áðurnefndar Nikku Kalashnikova. „Ég varð fyrir áfalli – ef ég á að vera hreinskilinn – og hálf vandræðaleg- ur,“ sagði Jamieson, sem engu að síð- ur ákvað að sýna verk hins unga lista- manns líkt og ákveðið hafði verið. Móðir Aelitu sagði að ekki hefði ver- ið ætlunin að blekkja nokkurn mann. Hún hefði bara viljað að verk dóttur sinnar yrðu metin að eigin verðleik- um. Síðar hefði hún ekki komið sér til að segja Jamieson sannleikann. Robert Nelson, sem hafði hafið verkin upp til skýjanna, hélt því síðar fram að það hefði ekki komið honum á óvart að málarinn væri barnungur og sagði ljóst að Aelita hefði fengið hjálp frá foreldrum sínum, sem báðir eru listamenn. Listgagnrýnendur falla fyrir verkum tveggja ára stúlku: dregnir á asnaeyrunum Ummæli Harrys prins þegar hann kallaði félaga sinn, Pakistanann Ahmed Raza Khan, „Paki“ er að heyra á myndbandi sem hann sjálfur tók upp fyrir margt löngu. Um er að ræða einkamyndband sem Harry gerði þeg- ar hann var liðsforingjaefni árið 2006 og var myndskeiðið tekið þegar hann slóst í hóp annarra liðsforingjaefna í þjálfunarbúðum á eynni Kýpur. Í myndbandinu kallar Harry hinn asíska félaga sinn, Ahmed, „litla Paki vininn okkar“ og grínast með að ann- ar félagi líti út eins og „tuskuhaus“ (e. raghead) og skírskotar þar til nafngift- ar sem notuð er um uppreisnarmenn í Afganistan og talibana. En Harry gerði fleira en kalla fé- laga sinn nöfnum því hann dáraði einnig drottninguna, ömmu sína. Í myndbandinu sést hann þykjast enda símtal við drottninguna: „Ég verð að hætta, verð að hætta. Berðu dverg- hundunum (e. corgis) ástarkveðjur. Berðu dverghundunum og afa ástar- kveðjur mínar. Guð blessi þig…“ Harry uppskar mikinn hlátur félaganna fyrir frammistöðu sína. Baðst afsökunar Aðstæðurnar þegar Harry prins lét ummæli sín falla um Ahmed voru þær að hann, ásamt félögum sínum, beið þess á flugvelli á Kýpur að fara um borð í flugvél sem flogið yrði yfir Miðjarðarhafið. Harry var sjálfur á bak við töku- vélina og lét hana líða yfir salinn þar sem margir félaga hans sváfu og heyr- ist segja: „Einhverjir aðrir hérna? Aha, litli Paki-vinur okkar, Ahmed.“ Hin umdeildu ummælin féllu þeg- ar Harry kvikmyndaði næturæfingu. „Fjandinn, þú lítur út eins og tusku- haus,“ sagði Harry við einn félaga sinn sem bar feluhöfuðfat á höfði. Hátt- settur liðsforingi mun kanna ummæli prinsins og aðstæður þegar hann lét þau falla. Harry prins hefur boðist velvirð- ingar á ummælum sínum og í yfirlýs- ingunni sem barst frá Clarence House, heimili konungsfjölskyldunnar, segir: „Harry prins gerir sér vel grein fyrir hve særandi þetta orð getur verið og er mjög miður sín vegna sárinda sem ummæli hans kunna að valda.“ Vill að Harry njóti vafans Viðbrögð margra breskra ráðamanna vegna málsins hafa verið hörð. Keith Vas, þingmaður Verkamanna- floskksins, sagði í viðtali við BBC að Harry væri hollt að eyða meiri tíma með föður sínum sem hefði „sýnt hve mikið væri hægt að gera til að byggja upp samskipti samfélaga“. „Við getum ekki notað svona orð- bragð, ekki einu sinni í gríni. Hann er ekki varaskeifa fyrir Bernard Mann- ing (breskur uppistandari, nú látinn). Hann er þriðji í röðinni að krúnunni, hann er fyrirmynd,“ sagði Vas. Forsætisráðherrann, Gordon Brown, er ekki eins harðorður í garð prinsins. Hann telur að afsökunar- beiðni Harrys sé einlæg og trúir því að þjóðin leyfi Harry að „njóta vafans“. Starfsmaður konungsfjölskyld- unnar sagði að ummæli Harrys hefðu ekki verið sprottin af illgirni, heldur hefði Harry viðhaft þau í gríni gagn- vart vini sínum, sem var mjög vinsæll innan hópsins. „Hatursyrði“ Föður Ahmeds er ekki skemmt og hefur gagnrýnt Harry prins fyrir að nota „hatursyrði“. Í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail fordæmdi Mu- hammad Yaqoob Khan Abbasi, faðir Ahmeds, búsettur í Pakistan, ummæli Harrys í garð sonar hans. „Þetta orð er hatursyrði og ætti aldrei að notast um Starfsmaður konungsfjölskyldunnar sagði að um- mæli Harrys hefðu ekki verið sprottin af illgirni, heldur hefði Harry viðhaft þau í gríni gagnvart vini sínum, sem var mjög vinsæll innan hópsins. PrinSinn og PakiStaninn KolBeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Harry prins ummæli hans þykja ekki hæfa stöðu hans. Í lesótó í Afríku Vel fór á með honum og munaðar- leysingjum í Lesótó. Aelita Andre Listamað- urinn ungi við verk sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.