Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Page 20
ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 200820 Fókus
Skuggalegar summur af kolsvörtum
sterlingspundum fara í umferð sem
hluti af stórfelldu fasteignabraski
rússnesks auðjöfurs. Þetta setur
undirheima Londonborgar í mik-
ið uppnám og laðar að glæpahyski
af ýmsum toga. Við fáum kynningu
á nokkrum mismunandi hópum
glæpamanna sem standa mishátt
í goggunarröð glæpaheimsins og
eiga fátt sameiginlegt nema græð-
gina. Allir svíkja alla og erfitt er að
sjá hvernig þetta endar öðruvísi
en illa. Inn í söguna fléttast síðan
útúrdópaður rokktónlistarmaður
sem virðist nú spila stærri rullu en
maður gæti haldið í fyrstu. Hann
og félagar hans í ruglinu eru mjög
sannfærandi sem dópistar og djöf-
ull er hann ógeðslegur gubbandi,
titrandi í keng í einni eiturlyfjasen-
unni. Neðstu menn í glæpaheimi
London eru dópfíklarnir en sá efsti
er bláedrú Rússi sem minnir mann
óneitanlega á Abramovich.
Rússarnir hafa á seinustu árum
komið skemmtilega inn í glæpa-
myndir sem „nýju Ítalirnir“, enda
umsvifamiklir í glæpaheimi dags-
ins í dag. Rússinn er einn hinna
fjölmörgu frábæru týpa sem mynd-
in skartar. Fulltrúi gamla skólans er
gamall íhalds- og rasistalarfur sem
finnur ógnina úr austri en neyð-
ist til að spila með. Í sönnum anda
Guy Ritchie sem hann lagði upp
með í Snatch og Lock Stock and
Two Smoking Barrels er stíllinn
skýr, hraður, í snöggum klippum,
fullur af snjallri grafík og fiffi. Þessi
sérstaka uppskrift er þó minna yf-
irkeyrð hér en í hinum myndunum.
Enda margbúið að herma eftir að-
ferðafræði Ritchie og örlítil þreyta
kominn í stílbrögðin.
RocknRolla er tiltölulega ró-
leg í uppbyggingu sinni fyrir hlé
en seinni parturinn er í fimmta gír.
Það er lagt mikið í að föt, tónlist,
talsmáti, hreimur og slang magni
upp töff myndarinnar. Skemmtilegt
hvernig menn segja aldrei hlut-
ina án þess að henda inn slatta af
óþarfa kjaftæði sem kryddar sam-
ræðurnar. Sjálfur texti samræðn-
anna er mistækur en er stund-
um alveg brjáðsnjall. „Vélbyssa
með áföstum stríðsglæpamanni“
er til dæmis góð lýsing á glæpon-
um á vegum rússnesku mafíunnar.
Myndin er hóflega fyndin en toppar
sig í samræðum félaganna um sam-
kynhneigð, hörku hinna ódrepandi
Rússa og danssena Thandie New-
ton og Gerard Butler er drepfynd-
in.
Hér er sögumaður, ítarleg kar-
akterkynning, allt er margútskýrt
og kynnt án þess að myndin virki
heimskuleg fyrir vikið. Þannig snák-
umst við skemmtilega gegnum gjör-
spillta ranghala neðanjarðarhag-
kerfis glæpamanna. Maður þarf að
hafa sig allan við til að haldast á floti
í feni opinberra laga og reglna. Hin
óskrifuðu lög undirheimanna eru
samt erfiðari viðureignar og þar er
dauðarefsing við lýði. En þú verður
allavega drepinn á töff hátt, fái Guy
Ritchie einhverju um það ráðið.
Erpur Eyvindarson
á þ r i ð j u d e g i
Sólskindrengurinn á toppnum
Sólskinsdrengur Friðriks Þórs Friðrikssonar fór nokkuð vel af stað hvað varðar
aðsókn fyrstu helgi í sýningu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns keyptu sig inn
á myndina og er hún í efsta sæti aðsóknarlista kvikmyndahúsanna yfir síðustu
helgi. Hún hrindir þar með hinum jákvæða Jim Carrey með Yes Man niður um
eitt sæti en hún hafði verið á toppnum síðustu tvær vikur. Bolti er í þriðja sæti og
þar á eftir kemur RocknRolla sem er ný á lista.
FrumFlutning-
ur í iðnó
Leikritið Kaupmannahöfn verður
flutt í leiklestrarformi í Iðnó í kvöld.
Að baki leiklestrinum stendur Von-
arstrætisleikhúsið sem var stofn-
að formlega árið 2007 að undirlagi
tveggja fyrrverandi leikhússtjóra hjá
Leikfélagi Reykjavíkur, Sveins Ein-
arssonar og Vigdísar Finnbogadótt-
ur. Kaupmannahöfn, sem er skrifað
af Michael Frayn, er fyrsta viðfangs-
efni leikhópsins. Leikritið var frum-
sýnt í Þjóðleikhúsinu breska fyrir
rúmum áratug og hefur síðan farið
víða um lönd. Flytjendur leiksins
eru Valgerður Dan, Jakob Þór Ein-
arsson og Þorsteinn Gunnarsson en
leikstjóri er Sveinn Einarsson.
ÚthugSuð
plata
Happiness and Woe, fyrsta breið-
skífa tónlistarmannsins Bobs Just-
man, kom út í gær. Justman er eitt
af tónlistarsjálfum hins fjölhæfa
Kristins Gunnars Blöndal sem er
ef til vill þekktastur sem fyrrum
meðlimur tveggja helstu rokk-
sveita síðari ára, Botnleðju og Ens-
ími, og sem plötusnúðurinn knái
KGB. Meðgöngutími Happiness
and Woe spannar tíu ár og gekk
meðgangan ekki áfallalaust fyrir
sig. Happiness and Woe inniheld-
ur tólf lög sem sögð eru melódísk,
tregablandin og listilega útsett og
„greinilegt að hver nóta er úthugs-
uð“ eins og segir í tilkynningu.
SvanaSöngur
Sergio leone
Kvikmyndasafnið sýnir Once Upon
a Time in America í leikstjórn Serg-
io Leone í Bæjarbíói í kvöld klukk-
an 20. Þetta er epísk og ævintýraleg
saga lítils glæpagengis í New York
sem nær yfir fjörutíu ára tímabil og
hefst upp úr 1920. Smábófinn David
Noodles Aronson og félagar hans
alast þar upp í hrjúfu umhverfi gyð-
ingasamfélagsins á Lower East Side.
Þegar Noodles snýr aftur í lok sjö-
unda áratugarins eftir að hafa verið
í felum í fjölda ára rifja félagarnir
upp fortíðina. Gagnrýnendur hafa
sagt myndina meistaraverk og hinn
fullkomna svanasöng Sergio Leone. Í
aðalhlutverkum eru Robert De Niro,
James Woods og Elizabeth McGov-
ern. Myndin er í tveimur hlutum og
verður seinni hlutinn sýndur að viku
liðinni.
Hljómsveitin Weapons gaf út sína
fyrstu breiðskífu á dögunum sem
ber heitið A Ditch in Time. Sveitin
hefur getið sér gott orð undanfar-
in misseri og verið dugleg að koma
sér á framfæri. Sveitin er skipuð
þremur Skagamönnum, Hreini
Elíassyni sem leikur á gítar og syng-
ur, Ólafi Halldóri Ólafssyni á bassa,
og Sigurmon Sigurðssyni á tromm-
ur. Weapons er stórhuga hljóm-
sveit og það sannast best á því að
hún leitaði alla leið til New York að
pródúser fyrir plötuna, en það er
Gordon Raphael sem gat sér gott
orð fyrir að gramsa í fyrstu breið-
skífu rokksveitarinnar The Strokes.
Þá herma heimildir DV að sveitin
hyggi á tónleikaferð um Bandarík-
in til að fylgja plötunni eftir sem er
auðvitað ekkert nema gott mál.
Það var kannski viðeigandi
að sveitin leitaði til Raphaels
fyrir plötuna þar sem hún sæk-
ir talsvert af sínum áhrifum til
tónlistarstefnu sveita á borð við
The Strokes. Þegar hlustað er á
A Ditch in Time kennir maður
hrærigraut af áhrifum, en ef ég
ætti að líkja henni við einhverja
erlenda sveit þá myndi maður lík-
lega hugsa Pixies í indí-pönkgírn-
um. Sveitin hefur þó fundið sitt
sánd og diskurinn er allur fram-
reiddur á hennar eigin forsend-
um. Platan er hrá, spilamennskan
er þétt og melódíudrifin lögin eru
grípandi og vel framsett. Söngur
Hreins er sérstakur en svínvirkar
við indírokkið sem boðið er upp á
hér. Sigurmon þykir afar efnilegur
trommari þrátt fyrir ungan aldur
og nær vel saman við Ólaf Halldór
á bassanum til að leggja grunninn
að ferskri indírokkupplifun.
A Ditch in Time er plata sem
sækir áhrif sín í bandaríska jað-
arrokksenu fyrri og seinni tíma og
þessi frumraun er frumleg, gríp-
andi og fantagóð. Gefist mönn-
um tækifæri á því að sjá sveitina
live er það nokkuð sem hægt er
að mæla með einnig og bætir tals-
verðu við það sem heyrist á plöt-
unni. Fantagóð sveit, flott plata og
ólík öllu öðru sem er í gangi á Ís-
landi í dag. Lög sem óhætt er að
mæla með: Sweetest Beat, Mist-
er Mister og What‘s going on. Ef
krúttið er dautt þá er indíið lent.
Sigurður Mikael Jónsson
Flugbeitt vopn
p excelle ce
drulluSokkar
kvikmyndir
RocknRolla
Leikstjóri: Guy Ritchie
Aðalhlutverk: Gerard Butler, Tom
Wilkinson, Thandie Newton, Mark Strong
Úr rólegheitum í fimmta gír
„RocknRolla er tiltölulega róleg í
uppbyggingu sinni fyrir hlé en
seinni parturinn er í fimmta gír.“
MYND CoMiNgsooN.Net
tónlist
a Ditch in time
Flytjandi: Weapons
Vopnin brýnd Wepons er upprennandi
hljómsveit sem eru allir vegir færir ef
eitthvað má marka fyrstu breiðskífu
sveitarinnar, A Ditch in Time.