Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 14. janúar 20098 Fréttir
Bankarnir eiga Bíla fyrir milljarð
Íslensku bankarnir þrír sem eru í
ríkiseigu eiga glæsilegan bílaflota
en samkvæmt grófum útreikning-
um er heildarverðmæti hans meira
en einn milljarður íslenskra króna.
Hver banki á rúmlega fimmtíu bíla
en helmingur þeirra myndi flokkast
sem lúxusbílar, bílar sem kosta yfir
tíu milljónir króna, en sumir þeirra
eru breyttir og hlaðnir aukabúnaði
eins og bluetooth-kerfi og aksturs-
myndavél.
Þeir bílasérfræðingar sem DV
ræddi við segja að Glitnir eigi flott-
asta bílinn en það er sérinnfluttur
BMW M5 sportbíll sem var keyptur
glænýr í byrjun síðasta árs. Bíllinn
kostar yfir tuttugu milljónir beint úr
kassanum en B&L sá um innflutn-
inginn.
Þess ber að geta að allar tölur um
verð bílanna eru fengnar frá bílaum-
boðunum og í sumum tilvikum hjá
bílasölum. Er þá gert ráð fyrir að bíll-
inn sé nýr enda hefur DV ekki töl-
ur yfir ekinn kílómetrafjölda undir
höndum eða tæmandi lista yfir þann
aukabúnað sem fylgir sumum bif-
reiðunum.
Lánaði sjálfum sér
Glitnir er sá banki sem á flest-
ar glæsikerrurnar en heildarverð-
mæti þeirra er rúmar 150 milljónir
íslenskra króna. Þá er aðeins reikn-
að verðmæti tólf dýrustu bílanna en
bankinn á fjörutíu og níu bíla. Gríð-
arlegir fjármunir liggja því í bílaeign
Glitnis en samkvæmt heimildum DV
hefur bankinn ekki reynt að losa sig
við neinn af fjörutíu og níu bílum
sínum. Glitnir gerði vel við toppana
í bankanum en fyrir utan stórglæsi-
legan BMW M5 sportbíl á bankinn
einn BMW 7 sem kostar rúmar tut-
tugu milljónir króna, einn Porsche
Cayenne jeppa sem kostar rúmar
fimmtán milljónir króna og þrjá Audi
Q7 jeppa sem kosta rúmar þrettán
milljónir stykkið.
„Ódýrari“ lúxusbílar Glitnis kosta
ekki nema rúmar tíu milljónir króna
en það eru bílar eins og BMW X5,
BMW X3, BMW 5 og þó nokkrir Toy-
ota Land Cruiser jeppar.
Það sem vekur athygli er að Glitn-
ir hefur í flestum tilvikum lánað sjálf-
um sér fyrir kaupunum. Þannig er
Glitnir fjármögnun skráður eigandi
flestra bílanna, en Glitnir banki er
skráður umráðamaður. Landsbank-
inn og Kaupþing fóru ekki þessa leið
því þeir eru skráðir eigendur allra
bílanna.
Samkvæmt upplýsingum frá
mannauðssviði Glitnis er stefna Nýja
Glitnis sú að einungis bankastjóri
hafi bifreiðahlunnindi en það er hluti
af umsömdum starfskjörum.
Í svari Glitnis kemur einnig fram
að átta af þessum bifreiðum eru not-
aðar vegna daglegs reksturs en aðr-
ar bifreiðar sem nýi bankinn tók yfir
voru hluti af kjörum starfsmanna í
gamla bankanum. Þess vegna hafa
allir þeir starfsmenn sem sagt var
upp og þeir sem héldu starfi sínu bíl-
ana áfram út uppsagnarfrestinn eða í
þrjá til sex mánuði. Sumir þeirra hafa
nú þegar skilað bifreiðunum.
„Bankinn leitar nú leiða til þess
að skila eða selja viðkomandi bifreið-
ar í samstarfi við fjármögnunaraðila
og bifreiðaumboð,“ segir jafnframt í
svari Glitnis.
Ekki fékkst svar við því hverjir
aka hvaða bílum og því enn á huldu
hvaða bankastarfsmaður keyrir um
á tuttugu milljóna króna BMW M5
sportbíl.
Rándýrir Lansbankajeppar
Toyota-umboðið á Íslandi fékk held-
ur betur nokkrar krónur í vasann
þegar Landsbankamenn fóru í versl-
unarleiðangur í janúar og febrúar á
síðasta ári en þá voru keyptir hvorki
meira né minna en þrír Toyota Land
Cruiser 200 jeppar, dýrasta jeppabif-
reiðin frá Toyota, einn Toyota Land
Cruiser 120 og einn Toyota Avensis.
Jepparnir þrír kosta samtals þrjátíu
og níu milljónir beint úr kassanum en
þó má gera ráð fyrir að Landsbank-
inn hafi fengið ágætis afslátt enda
um stórkaup að ræða. Land Cruiser-
inn er, þrátt fyrir gífurlega hátt verð,
ekki dýrasti jeppinn í leikfangakass-
anum því Landsbankinn á Porsche
Cayenne Turbo S sem var keyptur
í enda árs 2006 beint úr kassanum.
Bíllinn var keyptur af Bílabúð Benna
sem flutti hann inn sérstaklega fyrir
Landsbankann en bíllinn er 522 hest-
öfl. Þá á Landsbankinn einnig flott-
Glitnir er sá banki sem
á flestar glæsikerrurn-
ar en heildarverð-
mæti þeirra er rúmar
150 milljónir íslenskra
króna. Þá er aðeins
reiknað verðmæti tólf
dýrustu bílanna en
bankinn á fjörutíu
og níu bíla.
Ríkisbankarnir þrír eiga 157 bíla af ýmsum stærðum og gerðum.
Langflestir bílanna myndu flokkast sem lúxusbílar eins og BMW,
Audi og Toyota Land Cruiser. Ódýrustu lúxusbílarnir í eigu bank-
anna kosta um og yfir tíu milljónir króna en þeir dýrustu kosta
yfir tuttugu milljónir. Flestir lúxusbílarnir voru sérpantaðir fyr-
ir bankana í fyrra og eru því glænýir. Samkvæmt heimildum DV
hefur enginn ríkisbankanna reynt að losa sig við bílana en heild-
arverðmæti þeirra er meira en einn milljarður íslenskra króna.
AtLi MáR GyLfAson
blaðamaður skrifar: atli@dv.is
Drekka bensín Segja má að
sumir bílanna drekki bensín og
því getur rekstrarkostnaðurinn
hlaupið á tugum milljóna.