Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Page 15
Miðvikudagur 14. janúar 2009 15Umræða
Hver er maðurinn? „kristinn
gunnar Blöndal.“
Hvað drífur þig áfram? „Coka-
Cola og sköpunargleði.“
Hvar ert þú uppalinn? „Í
Seljahverfi í Breiðholti. Það var
stórkostlegt að alast þar upp og bjó
mig vel undir lífið.“
Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn? „kjöt og aspassúpan hennar
ömmu minnnar.“
Hvaða bók er á náttborðinu
þínu? „kóraninn. Ég er eins trúlaus
og þeir gerast en það er bara
áhugavert að lesa hana. Ég hef líka
lesið svolítið í Biblíunni.“
Hvert er uppáhaldshúsverkið
þitt? „Mér finnst nánast gaman að
þeim öllum. Segi þó að elda og
hengja upp þvott.“
Hver vegna ætti fólk að kaupa
Happiness and Woe? „vegna þess
að hún er góð og peninganna virði.“
Platan var tíu ár í vinnslu; hvað
tafði verkið? „Ástin og lífið.“
Finnurðu fyrir meiri væntingum
frá fólki um að platan sé góð
vegna þessa langa tíma sem tók
að gera hana? „Ábyggilega en ég
reyni að pæla sem minnst í því. Ég
pæli nú nóg samt.“
Kemur næsta plata þín út árið
2019 eða í lok næsta góðæris á
Íslandi? „nei, hún kemur í ár. Ég er
búinn að semja öll lögin á hana og er
að vinna textann og sönglínur núna.
nú á tímum þarf að bretta upp
ermarnar. Og það á við um alla sem
vettlingi geta valdið.“
Finnst þér að Ísland ætti að slÍta stjórnmálasamskiptum við Ísrael?
„já, pottþétt.“
Páll Heiðar Jónsson
17 Ára neMi
„já, ég hugsa það.“
GuðbJörG s. HaFþórsdóttir
24 Ára kennari
„er ekki best að gera það?“
örlyGur elÍasson
74 Ára lÍfeyriSÞegi
„Ég er hlutlaus.“
eva rut eyJólFsdóttir
36 Ára neMi
Dómstóll götunnar
bob Justman
sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu,
Happiness and Woe, í fyrradag.
justman er eitt af tónlistarsjálfum
hins fjölhæfa kristins gunnars
Blöndal sem er ef til vill þekktastur
sem fyrrum meðlimur tveggja helstu
rokksveita síðari ára, Botnleðju og
ensími, og sem plötusnúðurinn knái
kgB. Meðgöngutími plötunnar
var tíu ár.
Trúlaus en
les Kóraninn
„já, það finnst mér.“
einar ólaFsson
60 Ára aðStOðarSkólaStjóri
maður Dagsins
Bráðum hefur innrás Ísraelshers á
Palestínumenn á Gaza kostað 1000
manns lífið. Þriðjungur fallinna
eru börn. Fréttamyndir af syrgj-
andi foreldrum og munaðarlaus-
um börnum hafa hreyft við íslensku
þjóðinni. Efnt er til mótmæla, ræð-
ur fluttar, ótal greinar skrifaðar og
krafa almennings er skýr: Ísland
verður að gera sitt til að stöðva
blóðbaðið. Eins og reynslan sýnir er
besta leiðin til þess að setja þrýsting
á ísraelsk stjórnvöld að slíta stjórn-
málasambandi við Ísrael. En ís-
lensk stjórnvöld taka það ekki í mál.
Þess í stað rífast ráðherrar við þjóð-
ina, við hvern annan og við sjálfa
sig um hvort þau eigi að fordæma
blóðbaðið, hvernig það skuli gert
og hver eigi að gera það. Ísraelsk-
ir ráðamenn eru ekkert miður sín
útaf þessum fordæmingum, enda
hefur það reynst þeim ágætlega að
hunsa slíkt orðagjálfur og fara bara
sínu fram.
Enginn stöðvar eineltið á leik-
velli heimsmálanna. Þar situr ís-
lenska ríkisstjórnin í sandkassanum
og reynir af veikum mætti að reyna
að reisa banka-sandkastalann við
að nýju, og gefur bresku ríkisstjórn-
inni illt auga, sannfærð um að hún
eigi sök á hruninu. En úti á vellin-
um, fyrir allra augum, eru ísraelsk
stjórnvöld að ganga í skrokk á pal-
estínsku þjóðinni. Það er blóð alls
staðar, sandur og tár í augum barns-
ins og það reynir að veikum mætti
að verja sig. Hinar ríkisstjórnirnar í
sandkassanum kalla skammaryrði
til ísraelsku stjórnvaldanna og segj-
ast fordæma svona hegðun, nema
bandarísk stjórnvöld sem rétta þeim
ísraelsku skóflu svo þau nái betri
höggum. Þegar ísraelska ríkisstjórn-
in hefur svo lokið sér af sest hún í
sandkassann og leikur sér með hin-
um, eins og ekkert hafi í skorist. En
það er óvíst að palestínska barnið
geti staðið upp aftur. Og ef svo er, þá
getur það ekki forðað sér því ísraelsk
stjórnvöld koma bara aftur og aftur
þar til þau hafa lokið verkinu. Eng-
inn stöðvar þau.
Það þarf einhver að segja stopp
og neita að vera já-maður fantsins
á leikvellinum. Fyrst og fremst fyr-
ir palestínsku börnin, til að sýna
þeim að það er einhver sem þor-
ir að standa upp fyrir minnimáttar,
einhver sem gerir það kannski þess
virði fyrir þau að þrauka. En það
er líka fyrir okkur sjálf, því hvern-
ig getum við lifað við okkur sjálf ef
við horfum á ofbeldið, sjáum blóð-
ið og tárin og heyrum ópin – og ger-
um ekkert nema huga að sandkast-
alanum okkar? Hvernig eigum við
að horfa í augu okkar eigin barna
og segja þeim að við gerðum ekk-
ert fyrir börnin í Palestínu? Það er
of mikið í húfi. Slítum stjórnmála-
sambandi við Ísrael strax – stríðinu
verður að linna.
Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael
kjallari
svona er íslanD
1 selur meydóminn til að
fjármagna meistaranámið
natalie dylan ákvað að selja sig til að
fjármagna nám í fjölskyldu- og
hjónabandsráðgjöf.
2 „öskraði á mig: nei, nei, nei“
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslu-
fræðingur segir guðlaug Þór Þórðarson
hafa öskrað á sig: „nei, nei, nei!“
3 seldi dóttur sína fyrir bjór og
peninga
lögreglan í greenfield í Bandaríkjunum
handtók karlmann grunaðan um að hafa
selt fjórtán ára dóttur sína til hjónabands
í skiptum fyrir peninga, bjór og kjöt.
4 steinhissa smyglari hélt hann
væri með pylsur
dieter Samson, 65 ára Þjóðverji, smyglaði
20 kílóum af hassi með norrænu. Hann
segist hafa haldið að hassið væri pylsur.
5 Hógvær en sexí
leikkonan Megan fox er rómuð fyrir
fegurð sína en segist ekki vera
kynþokkafyllri en aðrar konur.
6 barnaníðingur datt í lukku-
pottinn
dæmdur barnaníðingur vann 62
milljónir króna í lottói í Bandaríkjunum.
Ágóðinn af sölu miðanna fer til styrktar
fórnarlömbum kynferðisbrota.
7 Kári þögull um lánveitingar
kári Stefánsson, forstjóri decode, er
þögull um sögusagnir þess efnis að
félagið hafi fengið stórt lán frá
landsbanka Íslands á dögunum.
mest lesið á dv.is
steinunn
röGnvaldsdóttir
formaður Ungra
vinstri grænna skrifar
„Það er blóð alls
staðar, sandur og tár
í augum barnsins og
það reynir að veikum
mætti að verja sig.“