Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Page 19
Miðvikudagur 14. janúar 2009 19Sviðsljós Farin að eldast Kate Hudson kominn með nýjan upp á arm inn: Sjóðheitur nýr kærasti BrókarlauS og vinSæl Lady GaGa á ennþá vinsælasta lagið í Bandaríkjunum: Söngkonan Lady GaGa virðist ekki vera sérstaklega hrifin af því að klæðast buxum eða öðrum fatn- aði sem hylur neðri part líkamans. Hennar uppáhaldsklæðnaður er einfaldlega nærbuxur og sokka- buxur eins og sjá má á myndunum. GaGa er yfirleitt klædd þessari sam- setningu þegar hún kemur fram en hún gladdi meðal annars gesti Jay Leno nýlega með því að klæðast þveng og sokkabuxum. Lagið hennar Just Dance hef- ur verið á toppi Billboard-listans í Bandaríkjunum um þó nokk- urt skeið. Hún er á toppi popp- lista Billboard sem og Hot 100 og mesta sótta lagið á netinu. Lady GaGa, sem er 22 ára gömul og heitir réttu nafni Joanne Stefani Germanotta, er ekki bara vinsæl í Bandaríkjunum. Just Dance fór einnig á toppinn í Bretlandi, Kan- ada og Ástralíu. Lady GaGa Er yfirleitt bara á brókinni. Funheit Lagið hennar just dance hefur náð gríðarlegum vinsældum. Trúlofuð – loksins Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen og ruðningsleikmaðurinn Tom Brady eru loksins trúlofuð. Sú saga að þau hefðu trúlofað sig í einkaflugvél á jóladag reynd- ist ekki vera sönn. Samkvæmt tímaritinu People trúlofaði þetta fallega par sig síðastliðinn föstu- dag. Tom Brady var eitt sinn með leikkonunni Bridget Moynahan. Þegar leikkonan komst hins veg- ar að því að hún væri ólétt hætti ruðningsmaðurinn með henni. Stuttu seinna byrjaði hann með Gisele. Nýtrúlofaða parið ætlar að gifta sig í Kostaríka, en Gisele á einmitt hús þar. Söngkonan vinsæla Fergie hefur aldeil- is ástæðu til að gleðjast þessa dagana en stúlkan er ekki einungis nýgift stóru ást- inni sinni, leikaranum Josh Duhamel, heldur ganga nú sögur af því hún beri tví- bura undir belti. Parið gekk í það heilaga í Malibu síð- astliðinn laugardag og hélt að því loknu í glæsilega brúðkaupsferð þar sem það ætl- ar sér að slaka á og njóta lífsins enda vön að hafa í nógu að snúast. Parið stoppaði á flugvellinum í Los Angeles á leið sinni í brúðkaupsferðina og var söngkonan spurð þar hvort ekki stæði til að fara að fjölga í fjölskyldunni og á hún að hafa svarað um hæl að hún ætti nú þeg- ar von á sér og það tvíburum. Ef fréttirn- ar reynast réttar má spyrja sig hvort það sé eitthvað sérstakt í mataræðinu þarna í Hollywood þar sem önnur hver stjarna virðist verða ólétt að tvíburum. Einnig á Fergie að hafa farið fögrum orðum um vel heppnað brúðkaup þeirra hjóna og sagði daginn hafa verið stórkost- legan. Parinu tókst að halda fjölmiðlum frá athöfninni og átti því afslappaða stund með sínum nánustu sem fengu ekki að vita um nákvæma staðsetningu brúðkaupsins fyrr en sama dag og athöfnin fór fram. Á von á tvíburum Sögur ganga nú af því að söngkon- an eigi von á tvíburum. nýgift og tvíburar á leiðinni Parið nýgifta Söngkonan Fergie og leikarinn josh duhamel gengu í það heilaga síðastliðna helgi. Fergie hefur yfir mörgu að gleðjast þessa dagana:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.