Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Síða 4
Fimmtudagur 15. janúar 20094 Fréttir
ritstjorn@dv.is
Innlendar FréttIr
„Við höfum dæmi um að fólk hefur
sleppt dýrum aðgerðum því það hefur
hreinlega ekki efni á að borga þær og lát-
ið lóga dýrunum,“ segir Katrín Harðar-
dóttir, dýralæknir í Víðidal. Í kreppunni
eykst að fólk láti aflífa gæludýr sín í stað
þess að borga aðgerðir eftir fótbrot eða
önnur minniháttar meiðsli. Aðgerðir
vegna fótbrots á hundum kosta á bilinu
80 til 120 þúsund krónur og eiga ekki all-
ir pening til að borga slíka aðgerð.
Ekki til peningur fyrir aðgerð
„Það kom upp í tvígang núna í haust að
fólk hætti við dýrar aðgerðir og lét svæfa
dýrið. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki
orðið mikið vör við áður, fólk hefur bara
samið frekar um greiðslur. Í þessum til-
vikum sá fólk ekki fram á að hafa tekjur
til að borga svona aðgerðir,“ segir Katr-
ín og bendir á að mikil aukning sé í slík-
um svæfingum núna í kreppunni. Hún
segist kvíða næstu mánuðum þegar fólk
hefur minna milli handanna en áður.
„Maður veit náttúrlega ekki hvað gerist
á næstunni, fólk sem hefur misst störf
sín er fyrst núna að verða launalaust.
Ef fólk missir húsnæði og fer í leiguhús-
næði þar sem það má ekki hafa dýrin
munum við sjá aukningu í svæfingum.“
Köttur kvaldist í margar vikur
Sif Traustadóttir, dýralæknir hjá Dýra-
lækningamiðstöðinni og formaður
Dýralæknafélagsins, segir að hún hafi
fengið inn á borð hjá sér kött sem var
látinn kveljast í margar vikur vegna
stíflu í þörmum. „Við fengum tilfelli
nýlega þar sem við höfum grun um að
eigendurnir hafi beðið mjög lengi með
að koma með dýrið og við höfum grun
um að þeir hafi ekki haft efni á því að
koma á vaktina. Hann var mikið veikur
vegna þess að það var aðskotahlutur
fastur í þörmunum,“ segir Sif en fólk-
ið var að vonast til að þetta myndi lag-
ast. Hún segir að fólk spái meira í því
núna í kreppunni hvað hlutirnir kosta
og tekur fram að það sé alls ekki ódýrt
að eiga gæludýr, ýmis kostnaður fylgi.
Mun algengara er að fólk láti aflífa ketti
en hunda yfir sumartímann.
„Það er eins og fólk sé ekki eins
tengt þeim eins og hundum og það
virðist vera auðveldara að losa sig við
þá þegar það hentar ekki að hafa þá
lengur.“
Ellen Ruth Ingimundardóttir dýra-
læknir hefur orðið vör við að fólk láti
stærri aðgerðir bíða því ekki sé til
peningur til að borga slíkar aðgerðir.
„Við höfum sem betur fer sloppið við
að fólk láti svæfa dýr einungis vegna
peningaleysis, en við höfum miklar
áhyggjur af þessu,“ segir Ellen, en að
aflífa kött kostar í kringum 7.600 krón-
ur og tíu kílóa hund rúmlega 12.000
krónur. Hún bendir á að til séu dæmi
um að fólk fái sér gæludýr í kreppunni.
„Við vitum líka að fólk er að fá sér dýr
til að létta sér lífið á meðan ástandið er
svona í þjófélaginu.“
Ódýrt að tryggja
Brynja Tomer, tryggingaráðgjafi VÍS
Agria dýraverndar, segir að það sé að
færast í aukana að fólk tryggi dýrin
sín. „Sjúkrakostnaðartrygging er al-
gengasta tryggingin hjá okkur, það er
trygging sem bætir dýralæknakostnað
og lyfjakostnað.“ Hún segir það kosta
rúmlega 2.000 krónur á ári að tryggja
kött og 6.000 krónur fyrir með-
al hund.
„Við borg-
um allt að
300 þúsund
krónur í lækn-
iskostnað á
ári fyrir dýrið, til dæmis getur eitt fót-
brot auðveldlega farið upp fyrir hundr-
að þúsund krónur,“ segir Brynja og
bendir á að það borgi sig fyrir fólk að
tryggja dýrin sín því slys getur ekki tek-
ið nema eitt sekúndubrot. „Mér finnst
hræðilegt að heyra svona dæmi, sér-
staklega þar sem ég veit hversu ódýrar
og víðtækar þessar tryggingar eru. Það
er mikil ábyrgð að taka að sér dýr og
dýrin eiga sér engan aðra talsmenn en
okkur eigendurna og með þessu móti
tryggjum við dýrinu allrabestu læknis-
þjónustu og lækningu sem völ er á fyr-
ir einhverjar sex þúsund krónur á ári
sem er ekki mikill peningur.“
DÝRIN DREPIN
TIL AÐ SPARA
Dæmi eru um að fólk láti aflífa dýrin sín frekar en að borga aðgerðir eftir fótbrot eða
önnur slys á gæludýrum. Katrín Harðardóttir dýralæknir segir að kreppan og launa-
leysi geti bitnað á gæludýrum á næstu mánuðum þegar þrengra verður í búi.
Boði logason
blaðamaður skrifar bodi@dv.is
„ef fólk missir húsnæði og fer í
leiguhúsnæði þar sem það má
ekki hafa dýrin munum við sjá
aukningu í svæfingum.“
Erfiðir tímar
Ellen ruth ingimarsdóttir og Sif
traustadóttir segja að fólk hugsi sig
tvisvar um áður en stórar og dýrar
aðgerðir eru framkvæmdar
gæludýr
Katrín Harðardóttir veit um tvö nýleg
dæmi þess að dýr voru aflífuð vegna
þess að ekki var til peningur til að
framkvæma aðgerð eftir fótbrot.
Tryggingar hjá VÍs
Brynja tomer hvetur
alla til að kaupa
tryggingu fyrir dýrin
sín því slysin gera
ekki boð á undan sér.
Benni Ólsari
ákærður aftur
Benjamín Þ. Þorgrímsson, einnig
þekktur sem Benni Ólsari, hef-
ur verið ákærður fyrir að ráðast
á Ragnar Ólaf Magnússon á
bílastæði við Hafnarvogina við
Hafnarfjarðarhöfn. Þetta er í
annað skipti sem ákært er í máli
Benna vegna árásinnar á Ragnar
Magnússon en árásin var tekin
upp á myndband og sýnd í sjón-
varpsþættinum Kompás. Vísa
þurfti málinu frá í fyrra skipt-
ið vegna ágalla á málsmeðferð.
Samkvæmt ákærunni sparkaði
Benni í Ragnar, tók hann hálstaki
og þrýsti honum niður til jarðar
þar sem hann sparkaði nokkrum
sinnum í höfuð hans. Benni var
einnig ákærður fyrir að ráðast á
35 ára gamlan karlmann 3. júlí í
fyrra á barnum á Nordica-hótel-
inu. Þessu máli var einnig vísað
frá í Héraðsdómi Reykjavíkur
fyrir áramót en Benni er ákærður
fyrir að kýla manninn í andlitið
og hægri vanga.
Kisa handtekin
Ókunnugur köttur kom inn í íbúð
manns í Hafnarfirði á dögunum
og vildi maðurinn að lögreglan
kæmi og fjarlægði dýrið. Hon-
um var tjáð að ekki væri hægt
að bregðast við tafarlaust enda
fylgdi sögunni að kötturinn væri
svo sem ekkert ófrýnilegur. Mað-
urinn lét sér það vel lynda en tók
síðan til sinna ráða, handsam-
aði köttinn og fór með hann á
lögreglustöðina. Hinn óboðni
gestur, sem var fressköttur, hafði
nokkrum sinnum áður farið inn
í sömu íbúð en eigandi hennar,
maðurinn sem tók til sinna ráða,
er sjálfur með kött, læðu. Varp-
aði þetta ljósi á atburðarásina og
skýrði þessar heimsóknir. Hinum
óboðna ketti var þar næst sleppt
úr haldi og hefur hann síðan
haldið sig réttu megin við lögin.
Svikin kaup hjá
sjeik?
Í lok september var tilkynnt að
sjeikinn Mohamed bin Kha-
lifa Al-Thani, bróðir emírsins í
Katar, hefði keypt 5,1 prósents
hlut í Kaupþingi á 25,5 milljarða,
sem gerði hann að þriðja stærsta
hluthafa. Milljarðar þessir finnast
hins vegar hvergi eins og kom
fram í fréttum Ríkisútvarpsins.
Málið er í skoðun hjá yfirvöld-
um en embættismenn spyrja sig
hvort kaupin hafi verið risavax-
ið svindl þar sem raunveruleg-
ir peningar hafi aldrei skipt um
hendur. Sjeikinn sem um ræðir
ætlaði líka að kaupa hlutafé í Al-
fesca á sama tíma en aldrei varð
af því. Áhrifamesti hluthafinn í
Alfesca á þeim tíma var Ólafur
Ólafsson, aðaleigandi Kjalars,
sem nýverið hefur verið í fréttum
vegna gjaldeyrisskiptasamninga
við Kaupþing.
“Bylting hefur þegar orðið, sú bylt-
ing sem skiptir máli hefur átt sér
stað,” segir Kjartan Ólafsson, lektor í
hug- og félagsvísindadeild í Háskól-
anum á Akureyri. Að sögn Kjartans
hefur orðið hugarfarsbylting með-
al þjóðarinnar í kjölfar bankahruns-
ins, með þeim hætti að peningaleg
gildi sem höfðu fest rætur hérlendis
hurfu hratt. “Gildismatið í samfélag-
inu breyttist. Það er þróun sem hefur
tekið mörg ár og við fórum að leggja
meiri áherslu á peningaleg gildi. Það
var í raun byltingin. Ef það er einhver
bylting í gangi núna er það andbylt-
ing, eða tilraun til að koma hlutun-
um í lag aftur,” segir hann.
Að mati Kjartans er ólíklegt að al-
varleg átök komi upp á árinu. “Það er
mjög ólíklegt að hér verði átök. Það
fer eftir því hvort fólk hefur á tilfinn-
ingunni að það sé hlustað á það,”
segir hann. “Mótmælendur eru ekki
að rífa niður samélagið, þetta er til-
raun til að byggja það upp. Það er
mjög nauðsynlegt. Það er umræða í
gangi í samfélaginu um hvaða gildi
við samþykkjum og hvað ekki og sú
umræða á sér stað í borgarafundum,
bloggsíðum og fjölmiðlum. Allt þetta
fólk vill láta heyra í sér.”
Sú hreinsun eða bylting í gildis-
mati Íslendinga sem Kjartan lýsir felst
í því að fólki verður aftur gert kleift
að ná þeim markmiðum sem samfé-
lagið setur einstaklingunum. “Þegar
bankahrunið var í október höfðu ekki
bara gildin komist á flot heldur líka
höfðu lokast fyrir okkur þessar leiðir
sem við höfðum að markmiðinu. Ef
við ímyndum okkur að það hafi ver-
ið viðurkennt markmið í samfélag-
inu að verða ríkur þá var það mark-
mið tiltölulega óaðgengilegt fyrir
mjög marga. Það sem samfélagið er
að reyna að gera núna í þessum mót-
mælum er að endurskapa jafnvægi
milli markmiða og leiða. Þetta eru
viðbrögð sem eru ekkert ósvipuð því
og ef maður á börn og þau brjóta eitt-
hvað eða skemma, þá segir maður:
“Nei, ég vil ekki hafa þetta,” og sýnir
að maður er ekki sáttur við hegðun-
ina. Þá eiga börn að skilja að þau hafa
gert eitthvað af sér,” útskýrir Kjartan.
Með mótmælunum sé almenningur
að færa hinum ábyrgu þau skilaboð
að þeir líði ekki hegðun þeirra.
bodi@dv.is
Kjartan Ólafsson lektor á Akureyri segir að byltingin sé hafin á Íslandi
Bylting er þegar orðin
Mótmæli
mótmælendur eru að reyna að
byggja samfélagið upp á nýtt.