Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Síða 6
Henti jólatré á bíl nágranna Óvenjulegar deilur sköpuðust milli nágranna á höfuðborgar- svæðinu á dögunum. Þannig er mál með vexti að maður nokkur hugðist losa sig við jólatré úr íbúð sinni. Hann brá á það ráð að henda trénu fram af svölun- um en ekki vildi betur til en svo að það hafnaði ofan á bíl ná- granna mannsins. Eigandi bílsins heldur því fram að nágranninn hafi gert þetta að yfirlögðu ráði. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að mennirnir hafi áður deilt um umrætt bílastæði en tjónið á bíln- um liggur hins vegar ekki fyrir. Fimmfalt fleiri án atvinnu Skráð atvinnuleysi í desember 2008 var 4,8 prósent og eykst atvinnuleysi um 45 prósent að meðaltali frá nóvember eða um 2.458 manns. Atvinnuleysi hefur ekki verið jafnmikið frá því í janúar árið 1997. Á sama tíma á árinu 2007 var atvinnu- leysi 0,8 prósent, fimmtungur þess sem nú er. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um at- vinnuleysi frá Vinnumála- stofnun. Atvinnuleysi er nú mest á Suðurnesjum, 9,7 prósent, en minnst á Vestfjörðum 1 prósent. Atvinnuleysi eykst um 46 prósent á höfuðborgar- svæðinu og um 44 prósent á landsbyggðinni. Atvinnuleysi eykst mun meira meðal karla eða um 56 prósent en um 29 prósent meðal kvenna. Mátti hand- taka óróasegg Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu manns um bætur vegna meintrar ólöglegrar handtöku. Hann fór fram á eina milljón króna í bætur. Maðurinn var handtekinn á veitingastaðnum Áttunni í Hafnarfirði 2. febrúar árið 2007 þegar óeinkennisklæddir lög- reglumenn voru þar við eftirlit. Maðurinn byrjaði þá að öskra og kalla á lögreglumennina og var með bendingar. Lögreglu- maður gekk þá gengið upp að honum og sagði honum að hann væri lögreglumaður. Eftir nokkurt orðaskak hafi mað- urinn ýtt við lögreglumann- inum. Hann hafi í kjölfarið verið handtekinn en veitt mót- spyrnu við handtökuna. Íslandsmet í afgangi Útflutningur fyrir desember- mánuð 2008 nam 54 milljörð- um króna en innflutningur 29,9 milljörðum. Þetta er samkvæmt bráðabirgðatölum sem birtar eru á vef Hagstofu Íslands. Vöru- skiptin voru því hagstæð um 24,1 milljarð króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Frá árinu 1992 hefur afgang- ur af vöruskiptum í einum mán- uði aldrei verið meiri á því tíma- bili. Hallinn á vöruskiptum við útlönd á árinu 2008 gæti því ver- ið um 4,8 milljarðar samkvæmt bráðabirgðatölum. Bjarni Ármannsson krafðist þess við eigendur gamla Glitnis að hann fengi 29 krónur á hlut fyrir 2 prósenta hlut sinn í bankanum. Þetta var 3 krón- um yfir markaðsvirði. Sala hlutarins færði Bjarna tæplega 550 milljónum meira en markaðsvirði hlutarins. Ekk- ert gagntilboð barst frá stjórn gamla Glitnis. Þetta kom fram í máli Bjarna Ár- mannssonar, fyrrverandi forstjóra gamla Glitnis, við aðalmeðferð í máli Vilhjálms Bjarnasonar, hluthafa í Glitni, gegn fyrrverandi stjórnarmeð- limum gamla Glitnis. Aðalmeðferðin í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær og bar Bjarni þar vitni. Bjarni seldi hlut sinn í bankanum fyrir tæpa 7 milljarða króna árið 2007 eftir að hann hætti sem forstjóri hjá bank- anum eftir eigendaskipti þar sem FL Group varð stærsti hluthafinn. Krafðist hærra verðs en á markaði Bjarni Ármannson, fyrrverandi for- stjóri gamla Glitnis, sagðist við vitna- leiðslu í gær hafa gert þá kröfu að hann fengi 29 krónur fyrir hlutinn og að önnur upphæð hefði aldrei komið til tals. Bjarni sagði að í slíkum viðskipt- um keyptu stjórnir hlutafélaga stund- um hluti á markaðsvirði og stundum ekki. Bjarni sagði að ef hlutur sinn í bankanum hefði farið á markað hefði það getað leitt til þess að gengi bréfa í gamla Glitni lækkaði. Hræðsla við gengislækkun Í skýrslutöku yfir Þorsteini Jónssyni, stjórnarformanni gamla Glitnis, í gær kom fram að Bjarni Ármannsson hefði farið fram á að hann léti af störf- um í bankanum eftir að FL Group varð stærsti hluthafinn í Glitni árið 2007 og að hann hefði einnig viljað selja 2 pró- senta hlut sinn í bankanum. Þorsteinn sagði að Bjarni hefði farið fram á að fá 29 krónur á hvern hlut sem hann átti í bankanum. Hann sagði að stjórn Glitnis hefði talið mikilvægt að eigna- tengsl Bjarna við bankann yrðu rofin sem fyrst og án þess að það kæmi sér illa fyrir hluthafa bankans. Í máli Hauks Guðjónssonar, fyrr- verandi stjórnarmanns í gamla Glitni, kom fram að stjórn bankans hefði tal- ið betra að stjórn bankans keypti hlut- inn af Bjarna í stað þess að hann seldi hlutinn sjálfur á almennum markaði. Björn Ingi Sveinsson, einn fyrr- verandi stjórnarmannanna, sagði að gengi bréfanna í gamla Glitni á mark- aði hefði getað lækkað ef Bjarni hefði selt hlut sinn sjálfur. Bruðlað í Bjarna Guðni Haraldsson, lögmaður Vil- hjálms, segir að málið sé höfðað á þeirri forsendu að stjórn Glitnis hafi ekki verið heimilt að sólunda fjár- munum bankans eins og gert var þegar hlutbréfin voru keypt af Bjarna Ármannssyni á meira en markaðs- virði því bankinn hafi verið almenn- ingshlutafélag og enginn þörf hafi verið á því. „Bankanum veitti nú ekki af þessum peningum. Þetta er því miður bara ekki eina dæmið um svona bruðl því hið sama á við um samninginn sem gerður var við Lár- us Welding,“ segir Guðni. Vilhjálmur Bjarnason vildi ekki tjá sig um málið við DV því það væri komið fyrir dómstóla. Hann sagðist þó vera bjartsýnn á að dæmt yrði sér í hag. Vilhjálmur krefst tveggja millj- óna króna í skaðabætur í málinu. Stjórnir hlutafélaga fari varlegar Guðni segir að peningarnir sem fel- ast í skaðbótakröfunni séu ekki að- alatriðið í málfutningnum. „Þetta er fyrst og fremst prinsippmál. Markmið Vilhjálms er að dómurinn í málinu verði fordæmisgefandi svo stjórnir fyrirtækja geti ekki bara valsað um og gert það sem þær vilja, kannski samkvæmt fyrirmælum stærsta hlut- hafans. Við viljum fá þá niðurstöðu í málinu að stjórnum í almennings- hlutafélögum beri að fara varlegar og eftir settum lögum því þær eru að höndla með fé allra hluthafanna,“ segir Guðni. Úrskurðað verður í málinu á næstu tveimur vikum. IngI F. VIlHjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Við viljum fá þá nið- urstöðu í málinu að stjórnum í almennings- hlutafélögum beri að fara varlegar og eftir settum lögum því þær eru að höndla með fé allra hluthafanna.“ bjarni seldi glitni bréfin á yfirverði Fimmtudagur 15. janúar 20096 Fréttir ritstjorn@dv.is Innlendar FréttIr Bjarni ármannsson krafðist verðs sem var hærra en markaðsverð fyrir hlut sinn í gamla Glitni. Stjórn Glitnis samþykkti kröfu Bjarna án gagntilboðs. Stjórnarmenn Glitnis voru hræddir við að hlutabréf í bankanum myndu lækka ef Bjarni seldi bréfin á markaði. Bjarni fékk tæpa 7 milljarða fyrir hlut sinn eða 550 milljónir yfir markaðsvirði. Krefst bóta Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í glitni, fer fram á tvær milljónir króna í skaðabætur frá gamla glitni. mynd gunnar gunnarSSon Stjórnarmenn í héraðsdómi Þorsteinn m. jónsson, fyrrverandi stjórnar- formaður gamla glitnis, Björn ingi Sveinsson, Haukur guðjónsson og Katrín Pétursdóttir, fyrrverandi stjórnarmenn í glitni, mættu í aðalmeðferðina í gær. Lögmaður þeirra er Ólafur Eiríksson sem er fyrstur frá vinstri. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann í 15 mánaða fang- elsi fyrir tilraun til að nauðga vin- konu dóttur sinnar að morgni dags á heimili fjölskyldunnar í apríl síðast- liðnum. Maðurinn hóf drykkju strax eftir að hann kom úr vinnu klukkan fjögur daginn áður. Hann hafði far- ið í matarboð ásamt sambýliskonu sinni og þar hafði hann haldið áfram að drekka og farið síðar á skemmti- stað, þau urðu síðan viðskila. Dóttir hans og vinkonur hennar gistu allar þessa nótt heima hjá þeim á annarri hæð hússins en maðurinn og sam- býliskona hans í herberginu við hlið- ina á. Skýrsla var tekin af konunni á vettvangi og segist hún hafa vakn- að klukkan 8.10 þennan morgun og tekið eftir því að maður hennar var ekki við hlið hennar í rúminu. Í þann mund sem hún uppgötvaði að mað- urinn var ekki á staðnum heyrði hún grát. Hún sá manninn í gegnum rifu á hurðinni liggjandi við hlið stúlk- unnar. Hann var búinn að losa belti stúlkunnar og hélt fyrir munn og nef hennar. Hún heyrði hann segja: „Uss, uss, á ég að meiða þig?“ Þá réðst kon- an á hann með bók og lamdi í höfuð hans og hringdi síðan á lögreglu. Stúlkan segir að hún hafi orðið mjög hrædd og ekki vitað hvað hún ætti að gera, hún hafi sagt honum að hætta en þá hafi hann sýnt meiri hörku og sagt henni að hafa hljótt. Kona mannsins sagðist aldrei hafa séð ákærða jafndrukkinn og þennan morgun. Þegar hún hafi ráð- ist á hann hafi hann virst í öðrum heimi. Þau hafi tekið upp sambúð að nýju eftir að hann hafi leitað sér að- stoðar og hætt að drekka. Manninum var kynntur framburður vitna um að hann hefði sagt stúlkunni að þegja eða hann skyldi meiða hana. Ákærði svaraði því að þetta hlyti að vera sannleikanum samkvæmt þótt hann myndi ekki eftir því. Skýrslum sem voru teknar sama dag og umrætt at- vik átti sér stað og framburði manns- ins í héraðsdómi bar ekki saman. Hann breytti sögu sinni og kvaðst ekki muna eftir atvikinu. Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fang- elsi og gert að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur auk málskostnaðar. bodi@dv.is Reyndi að nauðga vinkonu dóttur sinnar eftir skemmtun: „uss, uss, á ég að meiða þig?“ nauðgun maðurinn hélt fyrir munn stúlkunnar áður en kona hans sló hann í höfuðið með bók.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.