Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Qupperneq 8
Fimmtudagur 15. janúar 20098 Fréttir
„Það er svo löngu komið nóg af bulli
og bruðli. Hljómur í fyrirmælum um
að skera niður annars staðar í þjóðfé-
laginu er tómur og holur með þessar
greiðslur til hliðsjónar. Maður hrein-
lega kúgast þegar svona vinnubrögð
eru viðhöfð,“ segir Kristján Gunnars-
son, formaður Starfsgreinasambands-
ins. Honum ofbjóða dagpeningar
þingmanna en dæmi er um að þing-
maður hafi fengið rúmlega 175 þús-
und krónur vegna þriggja daga ferðar
til útlanda.
Óbreyttir dagpeningar
Frá bankahruninu hefur verið tíðrætt
um að skera niður á helstu vígstöðv-
um. Dagpeningar þingmanna hafa
þó haldist óbreyttir. Frá 1. október til
áramóta nema dagpeningar Alþingis
til þingmanna 2,6 milljónum króna.
Á þessu tímabili hafa sex ferðir verið
farnar á vegum þingsins til útlanda. Þá
hafa sautján þingmenn dvalist erlend-
is í fjörutíu og sjö daga. Flestir hafa að-
eins farið í eina ferð en þrír hafa farið í
tvær ferðir.
Styst þessara ferða er fundur þing-
manna EFTA í Genf 25. nóvember.
Tveir þingmenn sóttu fundinn og fékk
hvor rúmar 43 þúsund krónur í dag-
peninga vegna hennar. Lengsta ferð-
in á tímabilinu var fimm daga. Þar var
um að ræða ársfund NATO-þingsins í
Valencia dagana 14. til 18. nóvember.
Þar er gert ráð fyrir þremur gistinótt-
um. Þrír þingmenn sóttu ársfundinn
og fékk hver þeirra tæpar 274 þúsund
krónur í dagpeninga vegna hennar.
Ekki á farfuglaheimilum
Kristján Gunnarsson bendir á að þeir
sem hann starfar fyrir í Starfsgreina-
sambandinu fái vegna vinnuferða
sinna dagpeninga sem rétt duga fyr-
ir útlögðum kostnaði. Hann telur að
þingmenn geti gist á heldur góðum
hótelum fyrir greiðslurnar frá Alþingi.
Hins vegar sé auðvitað eðlilegt og sjálf-
sagt að greiða útlagðan kostnað þing-
manna. „Ég ætla þeim alls ekki að
gista á einhverjum farfuglaheimilum.
Ég vil gera vel við það fólk sem er full-
trúar okkar á erlendri grund. En ég vil
„Ég held að það hljóti
að þurfa að skoða
þetta með sömu gler-
augum og niðurskurð á
öðrum sviðum.“
Þingmenn hafa fengið 2,6 milljónir króna í
dagpeninga frá bankahruninu. Þingmenn
Sjálfstæðisflokksins hafa frá 1. október
fengið greidda rúma milljón. Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir Samfylkingunni
fékk 450 þúsund krónur vegna átta daga
dvalar erlendis vegna þingstarfa. Kristján
Gunnarsson segist hreinlega geta kúgast
vegna vinnubragða sem þessara.
MILLJÓNIR Í DAGPENINGA
ERla HlynsdÓttiR
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Dagpeningar þingmanna
Ásta r.
JóhannesDóttir
s 449.200 kr. 8 dagar
Valencia, liechtenstein
ragnheiður e.
ÁrnaDóttir
D 273.563 kr. 5 dagar
Valencia
magnús
stefÁnsson
B 273.563 kr. 5 dagar
Valencia
Ásta möller
D 157.650 kr. 3 dagar
genF (Fundur alþjóða-
þingmannasambandsins)
þuríður
Backman
V 157.650 kr. 3 dagar
genF (Fundur alþjóða-
þingmannasambandsins)
Árni þór
sigurðsson
V 152.986 kr. 3 dagar
brussel, genF (Fundur
þingmannaneFndar eFta)
katrín
JúlíusDóttir
s 152.986 kr. 3 dagar
brussel, genF (Fundur
þingmannaneFndar eFta)
Ármann kr.
ólafsson
D 109.556 kr. 2 dagar
brussel
BJarni
BeneDiktsson
D 109.556 kr. 2 dagar
brussel
illugi
gunnarsson
D 109.556 kr. 2 dagar
brussel
Árni pÁll
Árnason
s 101.528 kr. 2 dagar
helsinki
helgi hJörVar
s 101.528 kr. 2 dagar
helsinki
kJartan
ólafsson
D 101.528 kr. 2 dagar
helsinki
kolBrún
hallDórsDóttir
V 101.528 kr. 2 dagar
helsinki
kristJÁn þór
Júlíusson
D 101.528 kr. 2 dagar
helsinki
ragnheiður
ríkharðsDóttir
D 101.528 kr. 2 dagar
helsinki
siV frið-
leifsDóttir
B 101.528 kr. 2 dagar
helsinki
Þingmenn sjálfstæðisflokks
n dagpeningar: 1.064.465 krónur
n Átta þingmenn, tuttugu dagar
Þingmenn samfylkingar
n dagpeningar: 805.242 krónur
n Fjórir þingmenn, fimmtán dagar
Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs
n dagpeningar: 412.164 krónur
n þrír þingmenn, átta dagar
Þingmenn
Framsóknarflokksins
n dagpeningar: 375.091 króna
n tveir þingmenn, sjö dagar
Þingmenn
Frjálslynda flokksins
n engar ferðir á tímabilinu
miðað er Við tímabilið 1. október 2008 til 1. janúar 2009.
flokkarnir
ferðast
n dagpeningar þingmanna eru ákvarðaðir á ferðakostnað-
arnefnd alþingis. upphæð þeirra er misjöfn eftir því hvert
er farið en áfangastöðum er skipt í fjóra flokka. þannig eru
greiddir hærri dagpeningar til þeirra sem ferðast til new
York og moskvu en þeirra sem fara til genf og hong kong
á vegum þingsins. dagpeningar miðast við sdr sem er
meðalgengi helstu gjaldmiðla. Við útreikninga dagpeninga
miðar dV við gengi sdr á síðasta degi hverrar ferðar
samkvæmt gengisskráningu seðlabankans. samkvæmt
leiðbeiningum frá skrifstofu alþingis er í útreikningum
miðað við áttatíu prósent af heildarupphæð dagpeninga
að viðbættri þeirri upphæð sem ætluð er til gistikostnaðar.
hann er þó undanskilinn ef um dagsferðir er að ræða.
upplýsingar um ferðir eru fengnar af vefsíðu alþingis.