Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Qupperneq 14
Þegar Svarthöfði var lít-ill dreymdi hann um að vera konungur. Hann gæti lifað lúxuslífi án þess að
vinna handtak, borðað endalaust og
skemmt sér, allt á kostnað annarra.
Það hefur runnið upp fyrir Svarthöfða að Ísland hef-ur marga slíka konunga, og drottningar. Þeir þurfa
reyndar að ná kjöri almennings,
en hvernig getur það klikkað þegar
almenningur fær bara að velja á milli
flokka sem er stjórnað af klíkum, sem
velja svo úr klíkunni sitt fólk. Ísland er
klíkukonungdæmi.
Svarthöfði reynir nú eins og hann getur að ímynda sér hvernig hann gæti spanderað 50 þúsund krónum á dag af
almannafé. Þingmennirnir okkar, litlu
kóngarnir og drottningarnar, fá þessa
upphæð fyrir að ferðast á kostnað rík-
isins. Almenna reglan hjá Svarthöfða
hefur verið að eyða ekki meira en sex
þúsund krónum dag hvern í útlönd-
um. Þannig getur hann keypt sér mat
tvisvar fyrir þúsund krónur, keypt fjóra
bjóra fyrir tvö þúsund og átt tvö þús-
und til viðbótar í hvers kyns skemmt-
un. Fyrir fimmtíu þúsund krónur, og
það
af al-
mannafé,
gæti hann
hins vegar farið
tvisvar út að borða fyrir 10
þúsund, fimmréttað með rauðvíni,
koníaki og vindli, og keypt 20 bjóra
fyrir tíu þúsund. Svo gæti hann eytt
10 þúsund daglega í skemmtanir, sem
væru eftir þegar 10 þúsund kall hefði
verið reiddur fram fyrir hóteli.
Það krefst vissulega hug-myndaauðgi að eyða 10 þús-und á dag í gleði eina og sér, sérstaklega þar sem Svart-
höfði myndi aldrei fjárfesta í gleðikon-
um eða -mönnum. Hann gæti farið í
keilu fyrir þúsund kall, spilað pool fyr-
ir þúsund kall, farið í sánu fyrir sömu
upphæð, fengið sér andlitsbað fyrir
tvö þúsund, farið í nudd fyrir þrjú þús-
und, í bíó fyrir þúsund og svo keypt
alls konar glitrandi drasl, sólgleraugu
og glingur af götusölumanni fyrir
afganginn. Með þessum aðferðum
gæti Svarthöfði náð að sólunda því al-
mannafé sem hann tæki sér sjálfur, ef
hann væri þingmaður.
Það er erfitt að vera þing-maður í útlöndum. Eins og ofangreint dæmi sannar er það full vinna að spandera
50 þúsund krónum dag hvern. Slíkt
reynist nær ómögulegt ef ferðin krefst
setu á fundum samfara peninga-
eyðslunni. Ljóst er því að þingmenn
eru í tvöfaldri vinnu þegar þeir ferð-
ast erlendis á kostnað almennings.
Álagið á þá hlýtur að vera gríðarlegt.
Nauðsynlegt er fyrir almannaheill að
þingmenn hljóti viðunandi hvíld. Því
leggur Svarthöfði til að alþingismenn-
irnir fái þriggja mánaða sumarfrí eins
og skólabörn og alger sérréttindi til að
hvíla sig þegar ferlinum lýkur!
Uppfært:
Eftir ritun pistilsins komst Svarthöfði
að því að þingmenn fá í reynd fjögurra
og hálfs mánaðar sumarfrí. Þeir fá líka
endurgreiddan allan ferðakostnað,
líka ferðalagið í vinnuna á degi hverj-
um. Landsbyggðarþingmenn fá greitt
til að halda úti tveimur heimilum. Þeir
fá borgaðan allan símakostnað frá al-
menningi. Þeir fá öll dagblöð ókeypis,
og þrjú héraðsfréttablöð. Að auki fá
þeir rúmlega 60 þúsund krónur í fast-
an starfskostnað, líklega fyrir blýönt-
um og bleki. Landsbyggðarþingmenn
fá sérstaka aðstoðarmenn á kostnað
almennings, líklega til að sjá um að
eyða 60 þúsund kallinum í „starfs-
kostnað“. Svo fá þeir gjarnan sex mán-
aða biðlaun, súpereftirlaun og geta
jafnvel verið á tvöföldum launum þeg-
ar starfsferlinum lýkur.
Fimmtudagur 15. janúar 200914 Umræða
Listin að eyða aLmannafé
svarthöfði
spurningin
„Ætli það hafi ekki
verið ekki bara ver-
ið sú staðreynd að
ég er sá eini sem
sótti um,“ segir
Ólafur Þór
Hauksson,
sýslumaður á
akranesi, sem í
vikunni var
skipaður
sérstakur saksóknari af Birni Bjarnasyni
dóms- og kirkjumálaráðherra. Hann
mun rannsaka tildrög bankahrunsins. Í
viðtali við dV í gær kvaðst hann
óhræddur við þær áskoranir sem felast
í starfinu.
Hvað er svona
sérstakt við þig?
sandkorn
n Harkan eykst í slagnum um
formannsstól í Framsóknar-
flokknum og þá sérstaklega
milli Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar og Páls Magnús-
sonar. Páli er helst legið á hálsi
fyrir að vera
hluti gömlu
valdaklík-
unnar í
flokknum
og ekki lík-
legt að hann
breyti neinu
til góðs.
Sigmund-
ur er gjarnan skilgreindur sem
fulltrúi grasrótarinnar. Þó eru
einhverjir sem segja að hann sé
talsmaður auðmanna og benda
á að hann sé tengdasonur Páls
Samúelssonar, fyrrverandi eig-
anda Toyota, og eiginkona hans
hafi verið ein skattadrottninga
síðasta árs. Væntanlega þýðir
það að Sigmundur hafi efni á að
vera formaður utan þings.
n Ásmundur Stefánsson, for-
maður bankaráðs Landsbank-
ans, hefur fram að þessu staðið
dyggan vörð
um Elínu
Sigfúsdótt-
ur banka-
stjóra.
Fundur
Björgvins
G. Sigurðs-
sonar við-
skiptaráð-
herra með
formönnum bankaráðanna
breytti afstöðu hans og Elín
mun hætta störfum. Hermt er
að Björgvin ráðherra hafi látið
vilja sinn skýrt í ljós og banka-
ráðsformaðurinn á endanum
látið undan síga.
n Mikla athygli vekur hve frétta-
stofa Ríkisútvarpsins fylgir fast
eftir málum Tryggva Jónsson-
ar, fyrrum starfsmanns Lands-
bankans og fyrrum aðstoðar-
forstjóra Baugs. Tryggvi hvarf
úr starfi sínu eftir að upplýst
var um að-
komu hans
að sölu BT
úr þrotabúi
til Baugs.
Og nú hef-
ur Elín Sig-
fúsdóttir
bankastjóri
upplýst að
hún hafi vitað af afskiptunum
en hyggist ekki sækja um starf
sitt að nýju. Ríkisútvarpið held-
ur áfram að leita að fleiri söku-
dólgum í Landsbankanum en
spyr lítið um þá sem komu að
Icesave og öðrum skuggalegum
málum í bankanum.
n Beðið er tíðinda úr Hádegis-
móum þar sem hinn ríkisstyrkti
Moggi fær daglega um fimm
milljónir króna frá almenningi
til að halda áfram taprekstri
sínum í samkeppni við ónið-
urgreidd dagblöð. Ranghermt
var í Sandkorni DV í gær að
Jón Kaldal ritstjóri hefði boðað
stórsókn Fréttablaðsins sam-
hliða fækkun útgáfudaga. Jón
talaði um að pakka í vörn. Þá
sagði hann að síðum myndi
ekki fækka og að laugardagsút-
gáfan yrði styrkt.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dV á netinu: dV.is
aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriFtarsÍmi: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50.
Umbrot: dV. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Ég er ekki
með síðu á
Facebook.“
n Árni Mathiesen,
fjármálaráðherra
Íslands, en sett var á
laggirnar fölsk Facebook-síða í
hans nafni. - DV
„Ég er veiði-
maður.“
n Ólafur Þór
Hauksson,
nýskipaður saksóknari,
sem rannsaka mun
tildrög bankahrunsins. - DV
„Ég fíla ekki
of mikla
athygli,
að vera
mið-
punktur
athygli, hrós,
hól og svo framvegis.“
n Þorgrímur Þráinsson sem hélt ekki upp á
fimmtugsafmælið því honum líkar ekki athyglin. -
Séð og heyrt.
„Þetta er söngleikurinn
sem neitar að deyja.“
n Orð að sönnu hjá Bjarna Hauki Þórssyni sem
setur upp Grease í sumar. Þetta er í þriðja skipti á
rúmum tíu árum sem það er gert. - Fréttablaðið
„Hún er svo geggjuð.“
n Halla Vilhjálms um að hún hafi verið hissa á
að Aðalheiður Ólafsdóttir komst ekki áfram í
Söngvakeppni Sjónvarpsins. - Morgunblaðið
Á barmi siðrofs
Leiðari
reynir traustason ritstjóri skrifar. Þeir sem gera árásir úr felum eru gungur.
bókstafLega
Íslenskt samfélag er á barmi siðrofs þar sem allt er að verða leyfilegt í nafni mál-staðarins. Sjálfsagt þykir að nafnlaus-ir einstaklingar fjalli með subbulegum
hætti um nafnkennt fólk inni á vefsíðum sem
gefnar eru út fyrir að vera siðvæddar. Ótal
dæmi eru um beinan óhróður þar sem nafn-
leysingjar láta vaða á súðum og bera nafn-
greint fólk sökum. Einelti þykir sjálfsagt. Og
ákveðnir aðilar eru tilbúnir til þess að hýsa
ófögnuðinn og veita honum farveg und-
ir því yfirskyni að nauðsynlegt sé að fá allt
fram í dagsljósið. Þetta er dæmi um siðrof
sem orðið er að veruleika. Annað dæmi um
slíkt er þegar grímuklætt fólk veitist að hin-
um grímulausu með ofbeldishótunum eða
skemma eigur annarra. En þetta ástand á sér
ástæður. Siðrofið er vegna þess að stjórnvöld
telja sér ekki skylt að fara að lögum eða regl-
um samfélagsins. Sá boðskapur sem felst í
því að ráðherra brýtur eða sveigir lög án þess
að axla ábyrgð nær út í allt samfélagið sem
smám saman fer að fyrirlíta flest sem snýr
að stoðum réttarríkisins. Almenningur fellst
þannig á það að dómstöll götunnar sé nauð-
synlegur. Það sé ærin ástæða til að setja upp
grímur og hefja skemmdarverk og jafnvel að
beita ofbeldi svo sem sést hefur undanfarið.
En þarna liggja mörk. Þeir sem gera árásir úr
felum eru gungur. Grímulaus mótmælandi á
aftur á móti alla virðingu skilið. Hann stend-
ur fast við sinn málstað. Hinir þora ekki að
standa við eigin orð eða gjörðir. Nafnleyndin
á netinu lýtur sömu siðalögmálum en und-
antekningarnar eru nauðsynlegar. Stundum
er engin leið fyrir fólk til að koma fram nauð-
synlegum upplýsingum í eigin nafni. Það
yrði þeim og fjölskyldum þeirra of dýrkeypt.
Hin eðlilega leynd á við um allt annað en
persónulegt níð sem sett er fram af einstakl-
ingum sem burðast með óeðli heigulsins. Ís-
lensk þjóð hlýtur að fordæma slíkt hyski.