Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15. janúar 2009 15Umræða
Hver er maðurinn? „Herbert
Sveinbjörnsson ríkisstarfsmaður.“
Hvað drífur þig áfram? „Fjölskyld-
an og samfélagið.“
Hvar ertu uppalinn? „Á akureyri
skástrik noregi.“
Hvaða bók last þú síðast?
„ritgerð um stjórnvöld eftir john
Locke.“
Ef ekki Ísland, hvaða land þá?
„Kanada held ég. Þeir eru með gott
og heilbrigt samfélag.“
Hvert var inntak ræðu þinnar á
borgarafundinum? „Hún var um
samfélagssáttmálann sem ég tel vera
rofinn af stjórnvöldum.“
Hvað er samfélagssáttmálinn?
„Hann er í hnotskurn að almenning-
ur veitir stjórnvöldum tímabundið
umboð til að sitja og setja lög og
reglur. almenningur heitir því að
fylgja þeim lögum og reglum svo
lengi sem stjórnvöld verndi eigur og
líf þegna sinna.“
Hvernig finnst þér viðbrögð
Íslendinga hafa verið við
efnahagshamförunum? „Ég hefði
viljað sjá mun meiri viðbrögð. mér
finnst eins og allir séu að bíða eftir
einhverju.“
Vorum við svikin? „já.“
Hver hefur helst brugðist
íslenskum almenningi? „Stjórn-
völd. með aðgerðaleysi og stefnu-
leysi.“
Telur þú að ástandið muni
versna? „já.“
Mun betra Ísland rísa úr
öskunni? „Ég er alveg sannfærður
um það. annars væri ég farinn.“
Ertu mEð FacEbook-síðu?
„já, ég er með Facebook. Það er gaman
að vita hvað fólk er að gera, bæði
hérna heima og erlendis.“
BirgiTTa KarEn guðjónsdóTTir
28 Ára SöLuKona
„já, ég er með Facebook. Ég nota það
helst til þess að finna gamla vini úr
grunnskóla til dæmis.“
guðBjörg EsTHEr grÍMsdóTTir
25 Ára nemi við HÁSKóLa ÍSLandS
„já, ég er með Facebook til þess að
vera eins og hinir.“
KrisTján snær Þórsson
20 Ára Sjómaður Í aFLeySingum
„já, auðvitað. Ég er mest þarna til þess
að kíkja á vinina.“
guðMundur Már Karlsson
23 Ára StarFSmaður Á pLani
Dómstóll götunnar
HErBErT sVEinBjörnsson sló
í gegn á borgarafundinum í
Háskólabíói á þriðjudag. Hann segir
stjórnvöld hafa svikið samfélagssátt-
málann og tóku fundargestir vel
undir þegar hann flutti ræðu sína.
Herbert trúir því að betra Ísland muni
rísa úr öskunni annars væri hann
farinn af landi brott.
Allir Að bíðA eftir
einhverju
„já, ég nota Facebook til afþreyingar,
og til að finna gamla vini hér og úti í
löndum.“
Björn sigÞór sKúlason
23 Ára nemi
maður Dagsins
Þær þjóðir sem sýna sveigjanleika
og hæfni til aðlögunar að breytt-
um aðstæðum eru yfirleitt betur í
stakk búnar en aðrar þjóðir til þess
að búa þegnum sínum góð lífskjör.
Jafnframt telst það styrkur þjóðar-
menningar ef hún getur meðtek-
ið ytri áhrif og fært sér þau í nyt án
þess að bogna og liðast í sundur.
Þannig má halda því fram að veiði-
mannamenning Inúíta á Grænlandi
hafi verið svo sérhæfð að hún hafi
illa tekið við utanaðkomandi áhrif-
um og bognað undan þeim með al-
varlegum afleiðingum.
Íslensk menning er að mörgu
leyti sterk og hefur löngum tekið
við áhrifum að utan án þess að glata
sérkennum sínum og tungumáli.
Það er styrkleikamerki.
Hefur íslensk menning sýnt
menningarleg eða pólitísk veik-
leikamerki á síðari árum?
Hverfum um stundarsakir til
vina okkar í Þýskalandi. Josef Ack-
ermann, aðalbankastjóri Deutsche
Bank, ritar grein í sérblað The Econ-
omist sem kom út um áramótin. Þar
er horft fram á veginn út árið sem
nú er gengið í garð.
Ackermann gerir fjármálakrepp-
una í veröldinni að umtalsefni og
spyr hvað af henni megi læra. Hann
veit að núverandi fjármálakerfi hef-
ur brugðist. Hann viðurkennir að
þekkingu skorti á hegðan fjármála-
kerfisins í lausafjárþrengingum.
Hann veit að breytinga er þörf. Mik-
ilvægast af öllu er að mati Acker-
manns að aðgerðir til að auka stöð-
ugleika kerfisins verði samræmdar.
„Illa samhæfð úrræði, þar sem not-
ast er við gnótt mismunandi að-
gerða, munu aðeins skapa meiri
óvissu, dreifa veirunni eins og far-
sótt og skekkja samkeppni.“
Einangrunarstefna er ekki
kostur
Þetta á alveg sérstaklega við um Evr-
ópusambandið segir Ackermann.
Aðildarríkin standa frammi fyr-
ir þeirri mikilvægu ákvörðun hvort
þau vilji samræma aðgerðir sínar og
móta sameiginlegt eftirlitskerfi og
regluverk fyrir fjármálastarfsemina,
sem hæfi sameiginlegum fjármála-
markaði, eða hverfa aftur til fyrir-
komulags þjóðlegrar fjármálastarf-
semi á grunni þjóðríkjanna.
Ackermann segir að fjármála-
kreppan verði öllum dýrkeypt. Fjár-
málafyrirtækin beri ábyrgð á henni
rétt eins og stjórnvöld og stofnanir
sem annast eiga framkvæmd pen-
ingamálastefnu. Í stuttu máli varar
hann við því að menn safnist í gaml-
ar skotgrafir þjóðríkjanna. „Að snúa
aftur til brotakenndra og ofstýrðra
fjármálamarkaða, sem reknir eru á
þjóðlegum grunni, er ekki svarið við
kreppunni. Við eigum að auka þan-
þolið með vönduðum þátttakend-
um á markaði og með því að bæta
innri gerð markaðrins og alþjóðlegt
eftirlit og yfirumsjón með alþjóða-
fjármálakerfinu.“
lærdómurinn sem draga má
Aftur heim. Fyrir um sex vikum hélt
Jón Baldvin Hannibalsson, hagfræð-
ingur og fyrrverandi ráðherra, er-
indi á málþingi um heimskreppuna
sem haldið var við Friedrich Schill-
er-háskólann í Jena í Þýskalandi.
Hann spurði hvað læra mætti af ís-
lenska bankahruninu. Hann svar-
aði á þá leið að á tímum óbeislaðra
alþjóðlegra fjármagnsflutninga yfir
landamæri væri engin leið til þess
lengur að halda lífi í örmynt eins og
íslensku krónunni.
Ef Ísland hefði gengið í ESB 1995
og þannig fylgt fyrrum félögum sín-
um í EFTA – Svíþjóð, Austurríki og
Finnlandi – hefði í öðru lagi banka-
kreppa engu að síður skollið á en af-
stýra hefði mátt hrikalegri gjaldeyr-
iskreppunni. Í þriðja lagi telur Jón
Baldvin að aðrar smáþjóðir í Evrópu
geti dregið þann lærdóm af íslenska
hruninu að það borgi sig að hraða
því sem mest að fullnægja Maastr-
icht-skilyrðum ESB um vexti, verð-
bólgu og ríkisfjármál til þess að geta
flýtt upptöku evru. Í fjórða lagi tel-
ur Jón Baldvin, líkt og Ackermann,
að ESB verði að endurskoða yfir-
umsjón og regluverk fjármálaeft-
irlits. Auk þess þurfi að samræma
tryggingakerfi bankainnistæðna.
Þá þurfi að herða eftirlit með gráð-
ugum og ófyrirleitnum leikendum
á alþjóðafjármálamörkuðum og að
tími sé kominn til að stemma stigu
við skattaparadísum og leyndri auð-
söfnun á fjarlægum stöðum sem al-
þjóðalög og reglur ná ekki til.
Betur sjá augu en auga
Það er gott að finna samhljóm með
málefnalegri rökræðu hér heima og
vina okkar á meginlandi Evrópu.
Það vekur von um að enn búi hæfi-
leiki með þjóðinni til þess að aðlag-
ast öðrum þjóðum og tengjast þeim
nánum böndum án þess að hún
glati sérkennum sínum. Við megum
aldrei aftur greiða það háa verð fyr-
ir skammsýna sérhagsmunagæslu
einangrunarsinna sem þeir hafa nú
lagt á herðar þjóðarinnar.
Skaðleg einangrunarhyggja
kjallari
svona er íslanD
1 „Ég hef aldrei tryllst við hana“
guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráð-
herra hafnar ásökunum Sigurbjargar
Sigurgeirsdóttur um að hann hafi öskrað
á hana.
2 leynihlutur í lúxemborg
rakinn til BYgg
Leynihlutur í verktakafyrirtækinu
Klæðningu í Kópavogi var í eigu
verktakafyrirtækisins Bygg, samkvæmt
framkvæmdastjóranum.
3 sophia véfengir undirskrift
rúnu
Sophia Hansen ver sig fyrir 20 milljóna
króna kröfu Sigurðar péturs Harðarsonar
með því að undirskrift dóttur hennar,
rúnu, sé fölsuð.
4 segist hafa rænt sigmar
Helgi Seljan, sjónvarpsmaður í Kastljósinu,
bar fram falska játningu á Facebook um
að hann hefði brotið rúðu í bifreið kollega
síns, Sigmars guðmundssonar.
5 skipað að drekka sitt eigið
þvag
58 ára kínverskum karlmanni var brugðið
þegar starfsfólk pudong-flugvallarins í
Sjanghæ bað hann um að drekka sitt
eigið þvag.
6 sýnir bossann í bikiníi
Leikkonan Kate Hudson spókaði sig um á
óþekktri strönd á dögunum og sýndi
ljósmyndurum bossann
7 gaf 14 ára syni sínum stera
Faðir unglings hefur verið handtekinn
fyrir að gefa syni sínum stera. pilturinn
gekk síðan í skrokk á móður sinni.
mest lesið á dv.is
jóHann
HauKsson
útvarpsmaður skrifar
„Að snúa aftur til
brotakenndra og ofs-
týrðra fjármálamark-
aða, sem reknir eru
á þjóðlegum grunni,
er ekki svarið við
kreppunni.“