Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Side 17
Fimmtudagur 15. janúar 2009 17Sport Drillo tekur við Noregi norska knattspyrnusambandið réð í gær goðsögnina í lif- anda lífi Egil „drillo“ Olsen í starf landsliðsþjálfara. drillo mun því mæta með sína sveit til reykja- víkur á árinu en noregur leikur með Íslandi í riðli í undankeppni heimsmeistaramótsins. drillo starfaði sem þjálfari noregs á árunum 1990-1998 og undir hans stjórn lék liðið í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Bandaríkjunum árið 1994 og í Frakklandi 1998. Á þeim tíma lék norska landsliðið einhverja leiðinlegustu knattspyrnu sem sést hefur þar sem taktíkin var aðein að negla eins langt fram og hægt var, hið svokallaða „kick and run“. drillo þjálfaði einnig Wimbled- on á Englandi og landslið Íraks. noregur er með tvö stig í undankeppninni en Ísland fjögur. „Já, það er óhætt að lofa virkilega góðum þætti í kvöld,“ segir Gunn- ar Jarl Jónsson, höfundur og fram- leiðandi þáttaraðarinnar Atvinnu- mennirnir okkar, sem hefst á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 í kvöld. „Logi er feykilega skemmtilegur karakter og áhorfendur fá heldur betur að kynn- ast því,“ bætir Gunnar við en Logi er viðfangsefnið í fyrsta þætti af alls sjö sem telja ásamt honum okkar helstu stjörnur, eins og Grétar Rafn Steins- son, Hermann Hreiðarsson, Guðjón Val Sigurðsson, sjálfan Eið Smára Guðjohnsen og íþróttamann ársins 2008, Ólaf Stefánsson. Skyggnst er inn í líf atvinnumann- anna okkar frá öllum hliðum. Farið er með þeim á æfingar og á bak við tjöldin á leikdag ásamt því að líta nánar á einkalífið. Upptökur hafa verið í gangi frá því í haust og var fylgst með atvinnumönnunum bæði erlendis og hér heima með landslið- inu. „Allir þessir atvinnumenn lifa eðlilegu lífi eins og annað fólk og eru, að Loga undanskildum, miklir fjöl- skyldumenn. En auðvitað er spenn- andi fyrir áhorfandann að sjá hvern- ig þessir menn lifa og það er þeirra að dæma hvort líf þeirra sé ótrúlegra en fólk ætlar,“ segir Gunnar Jarl Jóns- son. tomas@dv.is Atvinnumennirnir okkar byrja í kvöld: logi ríður á vaðið toppliðiN mætast Efstu lið iceland Express-deildarinn- ar í körfubolta, Kr og grindavík, drógust í gær saman í undanúrslit Subway-bikarsins. Þessi tvö lið hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í vetur og mættust einnig í úrslitum deildarbikarsins. Hinn undanúrslita- leikurinn er ekki síður merkilegur. Stjarnan með teit Örlygsson í brúnni mætir njarðvík á heimavelli. teitur þjálfaði njarðvík í fyrra en yfirgaf Ljónagryfjuna með látum. Hjá konunum mætast Keflavík og Valur í Sláturhúsinu í Keflavík en 1. deildarlið Skallagríms tekur á móti Kr í Fjósinu. Karlar: Kr - grindavík Stjarnan - njarðvík Konur: Keflavík - Valur Skallagrímur - Kr Leikið verður 24. og 25. janúar. Hissa á veðmöNgurum roger Federer var vel úr karakter þegar hann ræddi við fréttamenn á blaðamannafundi um opna ástralska mótið sem hefst á mánudaginn en það er fyrsta slemmumót ársins. Veðmangarar segja Bretann andy murray líklegastan til sigurs á undan bæði efsta manni heimslistans, rafael nadal, og Federer. „Hann hefur aldrei unnið slemmumót. Það er mjög skrýtið að sjá þetta,“ sagði Federer sem sækist eftir sínum fjórtánda slemmusigri í Ástralíu. murray hefur verið sjóðheitur og unnið fyrstu tvö mót ársins, og í báðum rúllað yfir Federer. „murray hefur farið vel af stað á árinu en að vinna slemmumót er allt annað mál. Ekki svo margir menn hafa gert það undanfarin ár. Ég og nadal vinnum þau flest,“ sagði Federer sem er vanalega mun hógværari. umSjón: tómaS Þór ÞórðarSOn, tomas@dv.is / SVEinn WaagE, swaage@dv.is Fyrsti þáttur Áhorfendur fá að skyggnast inn í líf Loga geirssonar í kvöld. mynd Getty ImaGes Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, stillti upp stórskotaliði gegn Wigan á Old Trafford í gær. Fimm breytingar voru gerðar frá Chelsea- leiknum. Scholes og Carrick komu inn á miðjuna og Nani bættist í hóp með Rooney, Ronaldo og Berbatov. Eftir stórsigurinn síðustu helgi og jafntefli Liverpool og Stoke blasti sá möguleiki við að hægt yrði að kom- ast stigi fram fyrir Liverpool ef tveir frestaðir leikir yrðu nýttir. Sú staða hlyti að verða mikil hvatning fyrir heimamenn að klára þennan leik. Steve Bruce gat valið úr fullfrísk- um leikhópi sína bestu menn enda Wigan eina liðið í Úrvalsdeildinni sem ekki er með leikmenn á sjúkra- lista. Wigan var fyrir leikinn búið að sigra fjóra af síðustu fimm leikjum og hafði verið að spila traustan og góð- an fótbolta. Emile Heskey og Zaki voru fremstu menn, Valencia á kant- inum og Titus Bramble og Melchiot voru klárir í hjarta varnarinnar. mark um leið Leikurinn hófst og leikmenn Wigan virtust enn vera að virða fyrir sér troð- fullt Leikhús draumanna þegar ný- kjörinn besti leikmaður heims braust upp hægri kantinn og sendi fyrir á Wa- yne Rooney sem skoraði örugglega af markteig. Staðan orðin 1-0 eftir aðeins 50 sekúndur. Það er ekkert sem vekur menn eins hressilega og ísköld blaut gólftuska í andlitið og í forundran var Wigan komið undir á heimavelli Eng- landsmeistaranna. Rooney var líklega ekki orðinn nógu heitur þegar hann skoraði því hann þurfti að fara út af 5 mínútum síðar og Carlos Teves kom inn á fyrir markaskorarann. skothríð upp í stúku Wigan þurfti smá tíma til að jafna sig og var komið vel inn í leikinn eftir 10 mínútna leik. Gestirnir reyndu sig í frumlegum markskotum án þess að ógna Van der Sar nokkuð. Á 25. mín- útu komst varamaðurinn Teves einn í gegn eftir hræðileg mistök í vörn Wig- an en Titus Bramble náði að þjarma að Argentínumanninum og hindra mark. United gaf í og eftir hálftíma- leik voru heimamenn komnir með undirtökin aftur. Gestirnir fengu þó kjörið færi í hraðaupphlaupi, fjórir á móti þremur, en skot úr upplögðu færi hafnaði í stúkunni. 0-1 í hálfleik og Wigan enn inni í leiknum. Baráttuglaðir gestir Gestirnir mættu ákveðnir til seinni hálfleiks og fullákveðnir fyrir Ste- ve Bennet dómara sem gaf Titus Bramble, Scharner og Zaki gul spjöld á stuttum tíma á fyrstu 7 mínútum hálfleiksins. Heimamenn virtust hálfáhugalausir og Wigan sterkari aðilinn þegar Ryan Taylor brenndi af upplögðu færi. Baráttuglaðir leik- menn Wigan héldu áfram að sækja og Valencia fór ítrekað illa með O‘Shea á hægri kantinum. Valencia þrumaði boltanum rétt yfir þegar 10 mínútur lifðu leiks en Berbatov fékk skömmu síðar upplagt tækifæri til að klára leikinn en gott skot lak fram- hjá stönginni. Í uppbótartíma mun- aði minnstu að Emile Heskey næði að tryggja Wigan verðskuldað stig en skalli hans hitti ekki markið. Þrjú stig í hús Niðurstaðan var mikilvægur en tæp- ur sigur hjá United sem getur þakkað Wayne Rooney og 54. markinu hans stigin þrjú. Steve Bruce getur ver- ið rígmontinn af frábærri frammi- stöðu sinna manna og það er deg- inum ljósara að hann er að gera góða hluti með þetta hörku Wigan- lið. Manchester United er nú aðeins tvemur stigum á eftir Liverpool og á leik til góða. Liðið hefur ekki fengið á sig mark í níu leikjum og á því aðeins einn leik til að jafna Chelsea sem hélt hreinu í tíu leikjum. sveInn waaGe blaðamaður skrifar: swaage@dv.is næsta stopp: toppsætið manchester United er farið að eygja toppsæti ensku Úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á baráttuglöðu wigan á Old Trafford. Með sigri á laugardaginn kemst Un- ited á toppinn, tímabundið hið minnsta. sá besti ronaldo lagði upp markið á fyrstu mínútunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.