Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Blaðsíða 19
Nýja fólkið Michael Steger, Shenae Grimes og Ryan Eggold. FiMMtudaGuR 15. janúaR 2009 19Sviðsljós AukAkílóin VAndræðAlegur hittingur Freida Pinto úr Slumdog Millionaire: Indverska leikkonan Freida Pinto hefur vakið mikla athygli í mynd- inni Slumdog Millionaire sem hefur sópað að sér verðlaunum undanfar- ið. Pinto leikur eitt af aðalhlutverk- um myndarinnar en þetta er henn- ar fyrsta hlutverk. Myndin vann til verðlauna á alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Toronto og fern verðlaun á Golden Globe-hátíðinni síðasta sunnudag. Freida Pinto, sem er 24 ára gömul, situr fyrir í nýjasta tölublaði tímarits- ins Complex og þykir afar glæsileg. Það er Danny Boyle sem leikstýrir Slumdog en hann er þekktastur fyrir myndirnar Trainspotting, The Beach og 28 Days Later. Það er ekki slæmt að byrja leik- ferilinn á svo sterkri mynd og getur Freida eflasut valið úr góðum hlut- verkum til þess að taka fyrir næst. Stjarna er fædd. StjArnA er fædd Freida Pinto Stórglæsileg og á örugglega eftir að láta meira að sér kveða á hvíta tjaldinu. Gullfalleg Freida situr fyrir í nýajsta tölublaði tímaritsins Complex. Rísandi stjarna Slumdog er fyrsta mynd Freidu. Eins og aðdáendur Beverly Hills 90210 vita eru þættirnir komnir á fullt aftur og sýnir Skjár Einn þá um þessar mundir. Nýju þættirnir hafa nýja og unga að- alleikara en gömlu brýnin eru ekki langt undan og leika nú full- orðna fólkið sem skildi þau ekki á sínum tíma. Þær Shenae Grimes og Anna- lynne McCord eru aðalstjörnur þáttanna núna en þær leika Ann- ie og Naomi. Það fór mikið fyrir þeim í samkvæmi sem var haldið í upphafi vikunnar þar sem nýju leikararnir og gömlu stjörnurnar blönduðu geði. Stjörnurnar úr Beverly Hills hittust: PArtí í BeVerly hillS Annalynne McCord Leikur „tíkina“ í nýju þáttunum. Jennie Garth og Jason Priestly jennie leikur í nýjuþáttunum en jason ekki. Leikarahjónin Ben Affleck og Jennifer Garner sem nýlega eignuðust sína aðra dóttur hafa nú nefnt stúlkuna. Stúlkan sem fæddist þann 6. janúar síðastliðinn hlaut nafnið Seraphina Rose Elizabeth. Hjónin gáfu enga skýringu á nafninu sem tekið er úr hebresku. Fyrir eiga þau Ben og Jennifer dótturina Violet Affleck. Fyrir fæðingu Seraphinu Rose hafði Ben sagt frá því að hann og Jennifer hygðust velja klassískt nafn á yngri dótt- ur sína þar sem sú eldri bæri mun frum- legra nafn. Völdu klASSíSkt nAfn „Þátturinn hefur runnið sitt skeið á enda,“ segir Kevin Reilly forstjóri Fox- sjónvarpsstöðvarinnar. „Prison Break hefur átt frábærar stundir, en þetta mun verða síðasta þáttaröð- in sem er í gangi núna.“ Verið er að sýna fjórðu seríu af Prison Break í Bandaríkj- unum. Lokaþætt- irnir munu koma til með að verða sýnd- ir í kringum 17. apr- íl næstkomandi. „Við ætlum að sýna þá þætti sem við eigum til, en í bígerð eru hugsan- lega fleiri þættir.“ AflýSt PriSon BreAk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.