Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Blaðsíða 4
Ómakleg aðför Benedikt Sigurðarson var áminntur af prófkjörsnefnd NA-kjördæm-
is fyrir bloggskrif um meðframbjóðendur og aðstoðarmenn þeirra.
Mynd SaMfylking.iS
fimmtudAgur 5. mArS 20094 Fréttir
Benedikt Sigurðarson gerir aðför að meðframbjóðendum á bloggi:
Áminntur fyrir bloggfærslu
Prófkjörsnefnd Samfylkingarinnar í
Norðausturkjördæmi hefur í nógu að
snúast þessa dagana við að áminna
flokksmenn sem gefa kost á sér í
prófkjöri í kjördæminu. Eins og DV
greindi frá í gær var Sigmundur Ern-
ir Rúnarsson áminntur fyrir að brjóta
reglur prófkjörsins þegar hann lét
prenta kynningarrit hjá prentsmiðju
þegar blátt bann hafði verið sett gegn
slíku bruðli frambjóðenda.
Benedikt Sigurðarson, sem gef-
ur kost á sér í 1.-6. sæti í prófkjörinu,
lét þung orð falla á heimasíðu sinni
um prófkjörsbaráttuna í kjördæminu
á mánudaginn var. Prófkjörsnefnd
áminnti hann fyrir færsluna sem ber
fyrirsögnina „Að kaupa sér þingsæti –
kostar...“ Þar fjallar hann um að sumir
frambjóðendur hafi ósanngjarnt for-
skot á aðra. Benedikt segir tvo fram-
bjóðendur sérstaklega, þá Kristján
L. Möller og Einar Má Sigurðsson,
hafa ósanngjarnt forskot. Báðir séu
þeir þingmenn, Kristján þar að auki
ráðherra og báðir hafi þeir aðstoðar-
menn á launum hjá hinu opinbera.
„Og ráðherrann hefur heilt ráðuneyti
til að stjórna dagskrá sinni og vekja
athygli á sér í fjölmiðlum,“ skrifar
Benedikt. „Aðstoðarmenn alþingis-
manna af landsbyggðinni virðast allt
eins starfa að því að afla viðkomandi
þingmanni fylgis og stuðnings og
ekki er að efast um að Einar Már hef-
ur gagn af aðstoðarmanni sínum Ör-
lygi Hnefli Örlygssyni í yfirstandandi
prófkjöri,“ skrifar Benedikt og segir
Örlyg jafnvel geta orðið föður sínum,
Örlygi Hnefli Jónssyni sem einnig gef-
ur kost á sér í prófkjörinu, að liði.
Prófkjörsnefnd átelur skrif Bene-
dikts og vísar til 2. greinar siðareglna
prófkjörsins þar sem frambjóðend-
ur eru minntir á að gæta þess að
beita ekki særandi né móðgandi orð-
um eða ummælum um aðra fram-
bjóðendur í greinaskrifum sínum. Í
umsögn prófkjörsnefndar er aðför
Benedikts að Örlygi Hnefli Örlygs-
syni sérstaklega tilgreind og hún sögð
ómakleg. Örlygur hafi unnið í þágu
allra frambjóðenda.
Mikael@dv.is
Hagar greiða
milljónir
Áfrýjunarnefnd samkeppn-
ismála hefur staðfest úrskurð
Samkeppniseftirlitsins um að
Hagar, sem meðal annars reka
verslunarkeðjuna Bónus, hafi
misnotað markaðsráðandi stöðu
sína með aðgerðum sem beind-
ust gegn keppinautum félags-
ins á matvörumarkaði. Högum
var gert að greiða 315 milljónir
vegna þessa.
Fimm innbrot
Tilkynnt var um fimm innbrot á
höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt
þar af var farið inn í tvo bíla í
miðbænum, tvö fyrirtæki og Val-
húsaskóla á Seltjarnarnesi.
Innbrotin áttu sér stað milli
hálf tvö og þrjú í fyrrinótt.
Óvissustig
Í gær var ákveðið að færa við-
búnað vegna snjóflóðahættu
á Vestfjörðum af hættustigi á
óvissustig. Rýmingu var aflétt og
íbúar fengu leyfi til að snúa til
síns heima. Áfram verða helstu
svæði vöktuð, athuganir gerðar á
snjóalögum og jafnframt verður
fylgst með framvindunni.
Skvettu súrmjólk
Fjórir svartklæddir menn með
álpappír fyrir andlitinu skvettu
grænni súrmjólk á sýningarbás
á Háskólatorgi í gær. Sýningar-
básinn er í tengslum við Græna
daga á Íslandi en básinn not-
uðu starfsmenn frá Orkuveitu
Reykjavíkur, Geysi Green Energy
og Landsvirkjun.
ÍSLENDINGAR REKNIR
EN ENGINN PÓLVERJI
Fimmtán starfsmönnum Steypustöðvarinnar var sagt upp í byrjun febrúar. Helming-
ur starfsmanna Steypustöðvarinnar er Pólverjar en allir fimmtán starfsmennirnir
sem voru reknir eru íslenskir. Starfsmaður sem missti vinnuna segir einkennilegt
að fyrirtæki í eigu ríkisins reki Íslendinga en haldi farandverkamönnum eftir. Fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins segir ekkert óeðlilegt við uppsagnirnar. Forseti ASÍ segir
Íslendinga og útlendinga sitja við sama borð.
Fimmtán starfsmönnum Steypustöðv-
arinnar var sagt upp störfum í byrjun
febrúar. Einn af starfsmönnunum sem
misstu vinnuna segir að allir þessir
starfsmenn séu íslenskir en um helm-
ingur af þeim 72 starfsmönnum sem
vinna nú hjá Steypustöðinni er Pól-
verjar.
Starfsmaðurinn fyrrverandi seg-
ir að það hafi vakið athygli að engum
Pólverja hafi verið sagt upp störfum.
„Fimmtán Íslendingum var sagt upp en
engum Pólverja og ekkert var farið eft-
ir starfsaldri íslensku starfsmannanna
eða öðru slíku,“ segir starfsmaðurinn,
sem vill ekki láta nafn síns getið. Marg-
ir af starfsmönnunum voru með ára-
langa starsreynslu hjá fyrirtækinu en
nokkrir þeirra höfðu unnið hjá fyrir-
tækinu í meira en tíu ár. Hann segir
hins vegar að Pólverjarnir hafi hafið
störf hjá fyrirtækinu eftir árið 2007.
Hann segir að íslensku starfs-
mennirnir hafi verið reknir vegna
þess að þeir hafi verið með hærri
laun en Pólverjarnir sem vinni hjá fyr-
irtækinu. „Við könnuðum réttarstöðu
okkar í kjölfarið og allt er þetta nú lög-
legt því Pólverjarnir eru á launum sem
brjóta ekki í bága við taxta verkalýðs-
félaganna,“ segir starfsmaðurinn fyrr-
verandi sem hafði samband við stétt-
arfélagið Eflingu en fékk þau svör að
uppsagnirnar væru innan ramma lag-
anna.
Ekkert óeðlilegt við upp-
sagnirnar segir forstjórinn
Forstjóri Steypustöðvarinnar, Hannes
Sigurgeirsson, segir að ekkert óeðli-
legt sé við uppsagnirnar á starfsmönn-
unum fimmtán. Hann segir að fækka
hafi þurft fólki í stjórnunarstöðum og í
stýringu á útkeyrslu og að svo hafi vilj-
að til að Íslendingar hafi verið í þess-
um stöðum en ekki Pólverjar. „Það er
ekkert verið að horfa í þjóðerni manna
þegar fækka þarf í fyrirtækjum,“ segir
Hannes.
Hann segir að fyrir áramót hafi
fyrirtækið þurft að segja upp bíl-
stjórum og dælumönnum og þá hafi
tíu Pólverjar misst vinnuna vegna
þess meðal annars að þeir voru með
stystan starfsaldur hjá fyrirtækinu.
„Síðan þurfti ég að fækka á öðrum
stöðum í fyrirtækinu á móti og þá
voru það íslenskir starfsmenn sem
þurftu að fara,“ segir Hannes.
Hann segir fráleitt að Íslendingun-
um hafi verið sagt upp vegna þess að
þeir hafi verið með hærri laun en Pól-
verjarnir.
Steypustöðin er ríkisfyrirtæki
Steypustöðin, sem áður hét steypu-
stöðin MEST, er í eigu Íslandsbanka að
sögn Hannesar. Glitnir, sem nú heitir
Íslandsbanki, tók yfir rekstur félagsins
síðasta sumar en fyrirtækið var mjög
skuldsett. Glitnir er einn af stærstu
kröfuhöfunum í félaginu. Að sögn
Hannesar mun Íslandsbanki ætla að
selja fyrirtækið í náinni framtíð.
Starfsmaðurinn sem missti vinn-
una segir að sér þyki einkennilegt að
fyrirtæki í eigu ríkisins taki ekki mið af
því hvort verið sé að segja upp Íslend-
ingum eða erlendum ríkisborgurum.
Hann segir að í flestum tilfellum búi
erlendu starfsmennirnir aðeins hér á
landi í skamman tíma til að vinna sér
inn laun sem þeir svo taki með sér úr
landi þegar þeir fari héðan. „Menn eru
ósáttir við að þurfa að víkja fyrir far-
andverkamönnum,“ segir starfsmað-
urinn fyrrverandi.
Mismunun eftir þjóðerni ólögleg
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu-
sambands Íslands, segir að ólögmætt
sé að mismuna starfsmönnum á Evr-
ópska efnahagssvæðinu eftir þjóðerni
til að koma í veg fyrir að íslensk fyr-
irtæki reki frekar íslenska starfsmenn
en erlenda. „Innlendir og erlendir
starfsmenn njóta sama réttar; hann
fer ekki eftir þjóðerni. Það er óheim-
ilt að setja slíkar reglur þar sem farið
er í slíkt manngreinarálit eftir þjóð-
erni. Verndarstefna af slíku tagi væri
mjög hættuleg,“ segir Gylfi.
Gylfi segir að eftir efnhagshrun-
ið hafi Alþýðusambandi Íslands ekki
borist margar kvartanir frá Íslend-
ingum sem misst hafa vinnuna í fyr-
irtækjum á meðan erlendir starfs-
menn hafi haldið vinnunni. Hann
segir að ein af ástæðunum fyrir því
kunni að vera sú að slíkt sé ekki al-
gengt þar sem um 8.000 erlendir
starfsmenn hafi yfirgefið landið eftir
efnahagshrunið í haust.
DV sagði frá því í gær að 27 starfs-
mönnum hjá verktakafyrirtækinu Ís-
taki, sem vinna við byggingu Hellis-
heiðarvirkjunar, hafi verið sagt upp
störfum á föstudaginn og að nokkrir
þeirra væru ósáttir við að hafa misst
vinnuna á sama tíma og Ístak hafi
endurráðið hóp af Pólverjum til fyr-
irtækisins.
ingi f. VilhjálMSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Ósáttur við uppsagnirnar fyrrver-
andi starfsmaður Steypustöðvarinnar er
ósáttur við að 15 Íslendingum hafi verið
sagt upp en engum af Pólverjunum 35.
Mismunun ólögleg forseti ASÍ
segir að Íslendingar og erlendir
starfsmenn sem starfi hér á landi hafi
sama rétt..
„Menn eru ósáttir við
að þurfa að víkja fyrir
farandverkamönnum.“