Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Blaðsíða 13
fimmtudagur 5. mars 2009 12Fréttir
Klámleikarar handteknir
Lögreglan í Íran hefur handtekið
hóp fólks sem vann að gerð klám-
myndar, en það er glæpur sem varð-
ar dauðarefsingu samkvæmt lögum
landsins. Á Fararu, vefsíðu endur-
bótasinna, sagði að handtökurnar
hefðu átt sér stað í húsi í miðstéttar-
hverfi í austurhluta Teheran og voru
flestir hinna handteknu konur. Ekki
fylgdi sögunni hve margir leikar-
ar voru handteknir, en sagt var að
flestir hefðu verið „fallegar ungar
konur“.
Þrátt fyrir að klám hafi þrifist á neð-
anjarðarmörkuðum er sjaldgæft
að lögreglan veki á því athygli með
áberandi handtökum.
Austurrískur karlmaður eyðir hveitibrauðsdögunum í fangelsi:
Rændi fyrir brúðkaupinu
Örvæntingafullur brúðgumi frá Aust-
urríki rændi fjóra banka í heima-
landinu eftir að hann sá fram á að
verðandi eiginkona hans stefndi hrað-
byri í að setja hann á hausinn með
draumabrúðkaupi sínu.
Maðurinn, sem heitir Ahmed Boy-
er og er 36 ára, komst undan með rúm-
ar 48 milljónir króna. Ahmed hafði
hins vegar ekki heppnina með sér því
hann var gómaður af lögreglumanni
á frívakt. Ahmed var í þann mund að
flýja ránsvettvang í Vínarborg þar sem
hann hafði endað við að ræna banka
þegar lögreglan gómaði hann.
En kröfurnar sem verðandi eigin-
kona hans setti voru býsna miklar fyrir
venjulegan launþega. Meðal þess sem
konan heimtaði var 500 manna brúð-
kaupsveisla. Þá krafðist hún þess að fá
fokdýran Chanel-brúðarkjól og nýj-
an lúxusbíl til að aka til og frá athöfn-
inni. Rúsínan í pylsuendanum var síð-
an brúðkaupsferð í Karíbahafinu. Í
stað þess að uppfylla kröfur konunnar
mun Ahmed að öllum líkindum eyða
hveitbrauðsdögum sínum í fangelsi
fyrir athæfið.
Breskum krám fækkar
Síðan Alasdair Darling, fjármálaráð-
herra Bretlands, hækkaði skatta á bjór í
fjárlögum 2008 hafa tvö þúsund knæp-
ur í Bretlandi lagt upp laupana og er
um met að ræða í því tilliti. Með lokun
knæpnanna töpuðust um 20.000 störf.
Þessar tölur voru gerðar opinberar
samfara spá Oxford Economics um að
75.000 störf til viðbótar væru í hættu í
drykkjarvörugeiranum. Spá Oxford Ec-
onomics byggist meðal annars á áhrif-
um átján prósenta hækkunar vöru-
gjalds á síðasta ári.
Rob Hayward, framkvæmdastjóri
breska kráasambandsins, sagði að
þessar tölur opinberuðu umfang þeirra
þrenginga sem bjór- og kráageirinn
stæði frammi fyrir.
Í gær gaf alþjóðlegi glæpadómstólinn
í Haag út handtökuheimild á Omar
al-Bashirm, forseta Súdan, og er hann
fyrsti sitjandi þjóðarleiðtoginn sem nýt-
ur þess vafasama heiðurs. Dómstóllinn
fór að beiðni Luis Moreno-Ocampo yf-
irsaksóknara um að leggja fram kærur
á hendur Bashir vegna stríðsglæpa og
glæpa gegn mannkyninu í Darfúr-hér-
aði í vesturhluta Súdans. Þar hafa yfir
200.000 manns misst lífið síðan 2003.
Í handtökuheimildinni var ekki
minnst á umdeilda ákæru um þjóðar-
morð vegna meintrar tilraunar til að
þurrka út þrjú þjóðarbrot sem ekki eru
af arabísku bergi brotin.
Kokhraustur forseti
Mannréttindasamtök fögnuðu þeirri
ákvörðun dómstólsins að reyna að
koma lögum yfir Omar al-Bashir sem
er sakaður um að vera heilinn á bak
við aðgerðir stjórnarhersins gegn upp-
reisnarmönnum; aðgerðir sem fólu í
sér fjöldamorð, nauðganir og pynting-
ar í Darfúr.
„Þetta sendir sterk skilaboð um að
alþjóðasamfélagið líði ekki lengur frið-
helgi manna í valdastöðum sem brjóta
með alvarlegum hætti á mannréttind-
um,“ sagði Twanda Hondora, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Afríkudeildar
mannréttindasamtakanna Amnesty
International.
Súdan viðurkennir ekki alþjóðlega
glæpadómstólinn í Haag og í fyrradag
sagði Bashir að dómstóllinn gæti „étið“
handtökuheimildina, sem hann sagði
vera samsæri Vesturlanda til að koma
í veg fyrir þróun í Súdan
Þrátt fyrir að Bashir sé kokhraust-
ur er talið að ákvörðun dómstólsins
muni hafa áhrif á stjórnmálalega fram-
tíð hans og að hann muni eiga erfitt um
vik að ferðast út fyrir landsteina Súdans
án þess að eiga á hættu að vera hand-
tekinn.
Glæpadómstóllinn hóf störf sem
sjálfstæð stofnun árið 2003 og þetta
mál er talið það stærsta og umdeildasta
sem hann hefur tekist á við.
Vitnisburður fyrr-
verandi hermanns
Fréttamaður BBC tók viðtal við einn
fyrrverandi liðsmann stjórnarhersins.
Ríkisstjórn landsins hefur ávallt fullyrt
að allar ásakanir um mannréttindabrot
og óhæfuverk væru af pólitískum toga,
en Khalid, eins og hermaðurinn kallar
sig, hefur ófagra sögu að segja.
„Samkvæmt skipunum áttum við
að brenna þorpin til ösku,“ segir Khal-
id. „Við áttum jafnvel að eitra í brunn-
ana. Og okkur var skipað að drepa allar
konur og nauðga stúlkum undir þrett-
án og fjórtán ára aldri.“
Khalid segist hafa verið ófús til að
taka þátt í óhæfuverkunum, en hann
hefði verið drepinn ef hann hefði
óhlýðnast. Að eigin sögn reyndi hann
að skjóta yfir fólkið, en hann hefði ekki
komist hjá því að bera eld að húsunum.
„Þeir sögðu okkur að hlífa engum,
drepið alla,“ segir Khalif í viðtalinu.
„Jafnvel börnin, ef þau urðu eftir í kof-
unum, við urðum að drepa þau.“
Khalif segir að Omar al-Bashir beri
ábyrgðina. „Hann er fyrst og fremst
ábyrgur fyrir þjóðarmorðinu, drápun-
um á börnunum, öllu. Hann ætti aldrei
að segja „Ég drap ekki og veit ekkert“,“
sagði Khalif, sem barðist við tárin á
meðan á viðtalinu stóð.
Fáir efast um ábyrgð forsetans
Bashir, sextíu og fimm ára, hefur verið
við völd í Súdan í tuttugu ár og slæst nú
í hóp Charles Taylor, fyrrverandi forseta
Líberíu, og Slobodan Milósevitsj, for-
seta Serbíu, en þeir sættu báðir ákæru
sérstakra dómstóla þegar þeir voru
enn í embætti. Báðum var síðar komið
frá völdum og í kjölfarið var réttað yfir
þeim í Haag.
Það eru ekki margir óháðir aðil-
ar sem efast um að Bashir beri stór-
an hluta ábyrgðar á hinum mannlega
harmleik sem átt hefur sér stað í Darf-
úr.
Í kjölfar uppreisnar í febrúar 2003,
sem menn af öðru bergi en arabísku
brotnir stóðu að vegna misréttis, þjálf-
aði ríkisstjórnin og vopnaði og fjár-
magnaði hersveitir skipaðar aröbum
til að ráðast á þorp í Darfúr. Í slóð þess-
ara hersveita voru þorp í rústum, fórn-
arlömb morða, nauðgana og rána. Her
landsins veitti stuðning í lofti og á láði.
Moreno-Ocampo segir að aðgerð-
irnar hafi kostað 35.000 mannslíf og
fullyrðir að ætlun Bashirs hafi verið að
útrýma þjóðarbrotunum Fur, Marsa-
lit og Zaghawa sem hann áleit hliðholl
uppreisnarmönnum.
En margir sérfræðingar í málefnum
Súdans eru efins um að ákæra um þjóð-
armorð stæðist auk þess sem ákvörð-
unin um að saksækja Bashir á meðan
hann er enn leiðtogi óútreiknanlegrar
ríkisstjórnar í óstöðugu ríki er umdeild.
Beðið um frest
Bandaríkin, Bretland og Frakkland
voru hlynnt handtökuheimildinni og
standa vonir þeirra til að ríkisstjórn
Súdans láti undan þrýstingi um endur-
bætur og lok átakanna sem staðið hafa
í sex ár.
Arabaríkin og Afríkusambandið
höfðu hins vegar farið fram á frest til að
gefa Omar al-Bashir síðasta tækifærið
til að binda enda á átökin í Darfúr, án
þess að vera undir þrýstingi.
Sameinuðu þjóðirnar geta lagt
fram ályktun um að málshöfðun verði
frestað um tólf mánuði en ekki er tal-
ið að sú verði raunin vegna stuðnings
leiðandi vestrænna ríkja við ákvörðun
dómstólsins.
Sameinuðu þjóðirnar, hjálparstofn-
anir og vestræn sendiráð hafa gert var-
úðarráðstafanir ef svo skyldi fara að
ákvörðun dómstólsins ylli ofbeldi í garð
útlendinga í Súdan. Einnig telja sumir
sérfræðingar ekki loku fyrir það skotið
að Bashir beini spjótum sínum að sam-
tökum andstæðinga sinna á komandi
mánuðum ef honum sýnist sem hann
sé að missa völdin.
HandtöKuHeimild á forseta
„Og okkur var skipað
að drepa allar konur og
nauðga stúlkum undir
þrettán og fjórtán ára
aldri.“
Omar al-Bashir
sagði dómstólnum í Haag
að „éta“ handtökuheimildina.
Flóttafólk í Darfúr
forseti súdans er ákærður
fyrir glæpi gegn mannkyni.
Dýr unnusta ahmed rændi
fjóra banka til að uppfylla
kröfur unnustunnar.