Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Blaðsíða 17
fimmtudagur 5. mars 2009 17Sport Þrír leikir í N1-deildiNNi fram tekur á móti Haukum þegar N1-deild karla í hand- knattleik heldur áfram eftir bikarúrslitahléið í kvöld. framarar voru efstir í deildinni fyrir vetrarhléið en þeim hefur lítið gengið eftir jól. Í fyrsta leik eftir jól rústuðu Haukar frömur- um í safamýri, 30-20, en fram hefur aðeins unnið einn leik af fjórum eftir að deildin fór aft- ur af stað. Haukar hafa hins vegar unnið níu síðustu leiki sína og stefna harðbyri að deild- armeistaratitlinum. sigur hjá fram í kvöld hjálpar Valsmönnum mikið en þeir mæta botnliði Víkings í Vodafone-höllinni klukkan 19.30. með hagstæðum úrslitum geta Valsmenn minnkað muninn á toppnum í eitt stig. Þá eigast einnig við fH og stjarn- an en með sigri fer stjarnan langleiðina með að tryggja sér 7. sætið í deildinni. Eftir sigra Chelsea og Liverpool í gær þurfti Manchester United á sigri að halda gegn Newcastle í gærkvöldi til að endurheimta sjö stiga forskot sitt á toppi ensku úr- valsdeildarinnar. Það blés ekki byr- lega þegar Peter Lovenkrands skor- aði fyrir Newcastle eftir aðeins níu mínútur, fyrsta markið sem Edwin Van der Sar fær á sig í háa herrans tíð. Sjálfur átti Hollendingurinn stóri sök á markinu. Wayne Rooney hafði fyrir leik- inn skorað átta mörk í tíu leikjum gegn Newcastle í United-búningi og hélt áfram þar sem frá var horf- ið með jöfnunarmarkið eftir tut- tugu mínútna leik. Í seinni hálf- leik gerði svo hinn ævintýralélegi varnarmaður Steven Taylos sig sek- an um stór mistök sem leiddu að sigurmarki United en það skoraði Búlgarinn Dimitar Berbatov. Ekki fyrsta sigurmarkið sem hann skor- ar á leiktíðinni. Aftur er komið líf í baráttuna um fjórða sætið en Aston Villa, sem reyndi að endurheimta sex stiga forskot sitt á Arsenal, tapaði fyrir Manchester City, 2-0, í gærkvöldi. Villa hefur verið á niðurtúr und- anfarið og aðeins innbyrt eitt stig af síðustu níu mögulegum en það hefur hleypt Arsenal aftur inn í bar- áttuna. tomas@dv.is Manchester United lagði Newcastle, 2-1, í úrvalsdeildinni: tæpur sigur eN góður inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif- stofustjóri Íþrótta- og tómstunda- „Við lítum svo á að börnin séu að taka þátt í formlegu frístunda- starfi á frístundaheimilunum en þar fer fram margs konar starf- semi sem er sniðin að aldri þeirra og þörfum. Þá taka ekki öll börn sem sækja frístundaheimilin þátt í öðru frístundastarfi og þótti ástæða til að gefa foreldrum þeirra möguleika á að nýta kortið til að greiða niður dægradvölina. Það skal þó tekið fram að full vistun á frístundaheimili kostar um 8.000 umsjóN: tómas Þór ÞórðarsoN, tomas@dv.is eNskA ÚrVAlsdeildiN Stoke - Bolton 2–0 1-0 James Beattie (14.), 2-0 Ricardo Fuller (73.). Wigan - West Ham 0–1 0-1 Carlton Cole (37.). Man. City - Aston Villa 2–0 1-0 Elano (24.), 2-0 Shaun Wright-Phillips (89.). Newcastle - Man. United 1–2 1-0 Peter Lovenkrands (9.), 1-1 Wayne Rooney (20.), 1-2 Dimitar Berbatov (56.). Blackburn - Everton 0–0 Fulham - Hull 0–1 0-1 Manucho (90.) Tottenham - Middlesbrough 4–0 1-0 Robbie Keane (9.), Roman Pavlyuchenko (14.), 3-0 Aaron Lennon (40.), 4-0 Aaron Lennon (79.). Staðan Lið L U J t M St 1. man. utd 27 20 5 2 48:12 65 2. Chelsea 28 17 7 4 48:16 58 3. Liverpool 28 16 10 2 45:20 58 4. aston V. 28 15 7 6 42:29 52 5. arsenal 28 13 10 5 41:26 49 6. Everton 28 12 9 7 36:28 47 7. West H. 28 11 6 11 34:34 39 8. man. C. 28 10 5 13 45:36 35 9. Wigan 27 9 8 10 27:26 35 10. fulham 27 8 10 9 24:23 34 11. Bolton 28 10 3 15 30:40 33 12. Hull 28 8 8 12 34:50 32 13. tottenh. 27 8 7 12 32:32 31 14. sunderl. 27 8 7 12 27:35 31 15. stoke 28 7 8 13 27:44 29 16. Newcas. 28 6 10 12 34:45 28 17. Portsmt. 27 7 7 13 29:44 28 18. Blackb. 27 6 9 12 30:43 27 19. m. Boro. 28 6 8 14 20:40 26 20. WBa 28 6 4 18 25:54 22 stórlið í Audi-bikArNum Það verða engin smálið sem leika í audi-bikarnum, nýju sumarmóti Bayern münchen, sem haldið verður í fyrsta skiptið í júlí. Þýska liðið heldur mótið í tilefni af aldarafmæli samstarfsins milli bílaframleiðandans og Bayern münchen. Ásamt Þjóðverj- unum munu aC milan, Boca juniors og manchester united leika á mótinu. dregið hefur verið í undanúrslit mótsins en þar mætast Bayern og milan annars vegar og united og argentínska liðið Boca juniors hins vegar. undanúrslitaleik- irnir fara fram 29. júlí en leikið verður á allianz arena, leikvangi Bayern münchen. „Við höfum ekki unnið landslið sem er svona hátt á heimslistanum [6. sæti, innsk. blm] áður þannig að þetta var alveg frábært fyrir okkur,“ sagði glaðbeittur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, þegar DV náði í hann í gær eftir frábæran 3-1 sigur Íslands á Noregi á Algarve-mótinu í Portúgal. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Ísland en það síðasta var sjálfsmark. Íslenska liðið vann sér eins og frægt er orðið inn sæti á lokakeppni Evrópumótsins í Finnlandi í sumar og leikur því í fyrsta skiptið á meðal bestu þjóðanna á þessu árlega móti. „Þetta var mjög gott þar sem Nor- egur er með okkur í riðli í lokamót- inu þannig að það gefur okkur aukið sjálfstraust fyrir undirbúninginn hjá okkur,“ sagði Sigurður Ragnar. Sara pakkaði Ingvild saman Leikurinn var sigur liðsheildarinn- ar sagði Sigurður og var hann mjög ánægður með framlag allra leik- manna og varamanna. Hin unga Sara Björk Gunnarsdóttir stal þó sviðsljósinu með tveimur mörkum. „Sara átti líklega sinn besta leik fyrir Ísland. Hún var að leika á móti ein- um besta miðjumanni í heimi, Ing- vild Isaksen, og pakkaði henni sam- an. Það er alveg ótrúlegur árangur hjá átján ára stelpu að vera orðin svona góð,“ sagði Sigurður Ragn- ar sem spilaði á sínu sterkasta liði í dag. „Við erum náttúrlega komin með ákveðinn kjarna í liðið sem hefur spilað mjög vel og ég hef lítið breytt honum. Þær sem byrjuðu inn á í dag munu samt ekki leika níutíu mínút- ur alla fjóra leikina. Í dag fékk Guð- björg markvörður tækifæri til dæmis og stóð sig mjög vel. Það munu fleiri fá sín tækifæri og það er vonandi að þær nýti þau jafnvel og Guðbjörg gerði í þessum leik,“ sagði Sigurður Ragnar. Vildum senda skilaboð Ísland mun, eins og áður segir, leika í fyrsta skiptið á meðal bestu þjóð- anna á Algarve-mótinu. Vöktu úrslit- in í gær athygli á svæðinu? „Ég held að þau muni gera það. Við erum að komast á kortið gegn þessum sterku þjóðum núna. En við vildum senda skilaboð til Noregs og norska þjálf- arans með þessum leik. Við ætlum okkur ekki að vera eitthvað litla Ís- land í þessum dauðariðli á EM. Við ætlum okkur upp úr riðlinum,“ sagði Sigurður sem vill frekar mæta sem þekkt stærð á Evrópumótið en ein- hver „X-factor“ og treysta á vanmat annarra liða. „Ef hin liðin vilja vanmeta okkur er það hið besta mál en það eru litl- ar líkur á að Noregur vanmeti okkur allavega eftir þennan sannfærandi sigur,“ sagði Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson. Ísland hóf leik á Algarve-mótinu í gær með frábærum 3-1 sigri á Noregi sem er í dag skráð sem sjötta besta þjóð heims. Sara Björk Gunnarsdóttir, átján ára Hafnarfjarð- armær, lék sinn besta leik með landsliðinu og skoraði tvö mörk. „Hún pakkaði einum besta miðjumanni heims saman,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. „Vildum seNdA NOregi skilAbOð“ tÓMaS ÞÓR ÞÓRðaRSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Fögnuður stelpurnar okkar unnu frábæran sigur á Noregi í gær. Wayne Rooney Elskar að spila gegn Newcastle.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.