Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Blaðsíða 2
fimmtudagur 5. mars 20092 Fréttir Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Ég ræddi við Sigurjón Árnason, bankastjóra Landsbankans, seint um kvöldið og síðast klukkan þrjú um nóttina,“ segir Tryggvi Þór Her- bertsson hagfræðingur um sam- skipti sín við Landsbankamenn að- faranótt 6. október síðastliðins áður en Landsbankinn var yfirtekinn af ríkinu og Bretar beittu hryðjuverka- lögum gegn Íslendingum. Tryggvi var á þessum tíma efna- hagsráðgjafi Geirs H. Haarde, þá- verandi forsætisráðherra, og hafði alla helgina unnið með ráðherrum, bankamönnum og embættismönn- um að því að ráða fram úr aðsteðj- andi vanda Landsbankans og Kaup- þings. Á þessum tíma var ríkið búið að taka yfir 75 prósent Glitnis sem margir telja að hafi orsakað keðju- verkun. Sjálfur var Tryggvi ósam- mála þeirri aðgerð eins og hann hef- ur áður sagt opinberlega. sagði frá daginn eftir Tryggvi segir að Sigurjón hafi lýst því að Landsbankamenn væru að vinna að því að fá 200 milljóna punda lán hjá Seðlabankanum. „Ég skildi Sigur- jón þannig að þetta væru samskipti á milli Landsbankans og Seðlabank- ans og þetta væri viðleitni þeirra til að fá 200 milljóna punda lán hjá Seðlabankanum til þess að tryggja að þeir fengju hraða afgreiðslu Ic- esave-reikninganna yfir í breska lög- sögu. Þetta var ekki þannig að verið væri að biðja mig um eitt eða neitt heldur halda okkur upplýstum. Eins og Sigurjón sagði mér frá þessu var frestur gefinn fyrst til klukkan sex um morguninn.“ Tryggvi segir að Geir Haarde hafi ekki verið kunnugt um þessi sam- skipti eða um þá afgreiðslu sem Landsbankamenn virtust hafa sam- ið um við breska fjármálaeftirlit- ið um að flytja Icesave-reikningana inn í breska lögsögu á fimm virkum dögum. „Ég sagði honum frá þessu daginn eftir.“ Seðlabankinn lánaði aldrei 200 milljónir punda, eða jafnvirði um 35 milljarða króna, í þær trygging- ar sem krafist var af hálfu Breta og Landsbankinn gat ekki lagt út fyrir. Beðið var fram eftir morgni 6. októb- er og ítrekað leitað eftir svari Seðla- bankans. Í fyrstu bárust engin svör en laust upp úr hádegi þennan dag barst afsvar; ekkert yrði af lánveit- ingu af hálfu Seðlabankans. Málin skýrast Hvorki breska fjármálaráðuneyt- ið né breska fjármálaeftirlitið eiga nein skjöl í sínum fórum sem gefa til kynna að samningar af þessum toga hafi verið í undirbúningi eins og fram kom í Kastljósþætti síðastliðið mánudagskvöld. DV spurði breska fjármáleftirlitið (FSA) í vikunni um samskipti þess eða Hector Sants, forstjóra FSA, við forsvarsmenn Landsbankans eða talsmenn stjórnvalda sunnudaginn 5. október síðastliðinn. Beðið var um viðtal við Sants eða skrifleg svör um samskiptin við Björgólf Thor Björg- ólfsson þennan dag. Kirsty Clay hjá FSA svaraði spurningunni á þann veg að ekki væri venja að ræða málefni ein- stakra aðila sem væru undir eftirliti FSA „þannig að okkur er ekki kleift að tjá okkur um nein samtöl sem við eigum“. „Hið rétta er að svör FSA og breska fjármálaráðuneytisins segja ekkert til um hvort orð mín standist eður ei,“ segir í yfirlýsingu Björgólfs Thors til Kastljóssmanna. Fréttavefurinn visir.is kvaðst í gær hafa fengið það staðfest hjá breska fjármálaeftirlitinu að viðræður hefðu raunverulega átt sér stað milli FSA og Landsbankans um að koma Icesave-reikningunum í breska lög- sögu umrædda helgi í byrjun októb- er. FSA segir aftur á móti að þessar viðræður hafi ekki leitt til neins sam- komulags og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið með sömu rökum og Clay beitir. kastljósi beint að Icesave á ný Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, neitaði því afdrátt- arlaust með skriflegu svari á Al- þingi 22. desember að hann hefði vitað um kúvendingu breskra yfir- valda og tilboð um skyndilausn á Icesave-málinu. Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, spurði Geir eft- irfarandi spurningar: „Hafði ráð- herra, fyrir yfirtöku íslenska ríkis- ins á Landsbanka Íslands, vitneskju um tilboð breska fjármálaeftirlits- ins (FSA) um að gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu væri FSA tilbú- ið að færa reikninga Icesave yfir í breska lögsögu?“ Skriflegt svar Geirs 22. desember var stutt: „Nei.“ Siv spurði einnig hvort embættis- menn eða ráðgjafar ráðherra hefðu haft slíka vitneskju. Skriflegt svar Geirs var: „Ekki svo ráðherra hafi verið kunnugt.“ Þetta virðist stangast á við það að Tryggvi Þór Herbertsson efna- hagsráðgjafi kveðst hafa sagt Geir frá samskiptum sínum fram á nótt við Sigurjón Árnason, bankastjóra Landsbankans, mánudaginn 6. okt- óber síðastliðinn. hverju leynir Fjármálaeftirlit- ið? Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur með skrif- legu svari við spurningum Sivjar vitnað um að sunnudaginn 5. októ- ber hafi Fjármálaeftirlitið verið í sambandi við breska fjármálaeftirlit- ið. Björgólfur Thor sagði í Kompás- þætti 27. október að svo mikið hefði legið við að Hector Sants, forstjóri FSA, hefði verið kallaður út þennan sunnudag vegna málsins. Siv spurði Björgvin einnig eft- irfarandi spurningar: „Hafði Fjár- málaeftirlitið, eða forstjóri þess, fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á Lands- banka Íslands, vitneskju um fram- angreint tilboð FSA...?“ Svar Björgvins var á þessa leið: „Leitað hefur verið eftir afstöðu Fjármálaeftirlitsins vegna spurn- ingarinnar. Í svari stofnunarinn- ar kemur fram að Fjármálaeftirlit- ið geti ekki tjáð sig opinberlega um efni samskipta við aðra eftirlitsaðila þar sem það er bundið trúnaði um slíkt,“ og er vísað til lagaákvæða í því sambandi. Torkennilegur ókunnugleiki ráðherra Í fréttum Stöðvar 2 27. október síðast- liðinn var greint frá málinu í tengsl- um við umrætt viðtal við Björgólf Thor í Kompásþættinum: „Forsæt- isráðherra og Seðlabankinn segjast ekki hafa vitað af tilboði breskra fjár- málayfirvalda um að færa Icesave- reikninga undir breska ábyrgð með hraði. Forsætisráðherra segist ekki hafa vitað um tvö hundruð milljarða punda lánsósk Landsbankans því til tryggingar. Björgólfur Thor Björg- ólfsson segir bæði forsætisráðherra og Seðlabankann hafa vitað af þessu og fara því með rangt mál,“ segir í umræddri frétt. Svör Árna Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, við spurningum Sivjar voru á sömu lund: „Hafi ver- ið um einhverjar aðrar 200 millj- óna punda beiðnir að ræða veit ég ekki um þær en veit ekki til þess að tenging hafi verið á milli þeirrar 200 milljóna punda beiðni sem ég var að vísa til og þess að hægt væri að flýta tilflutningi á Icesave.“ Ljóst er nú að Björgólfur Thor og Landsbankamenn áttu í viðræðum við Hector Sants og FSA. Í því ljósi verður ókunnugleiki íslenskra ráða- manna æ torkennilegri. Var Landsbankinn í ónáð hjá stjórnvöldum? Ingimundur Friðriksson, fyrrver- andi seðlabankastjóri, birti grein um aðdraganda bankahrunsins á vef Seðlabankans 6. febrúar síðast- liðinn. Hann minnist ekkert á 200 milljóna punda lánsbeiðni Lands- bankans en segir: „Á þessum dög- um var jafnframt mikið útstreymi af innlánsreikningum Landsbankans í Lundúnum auk þess sem breska fjármálaeftirlitið herti jafnt og þétt kröfur sínar á hendur bankanum. Þar kom að lausafjárvandi bankans varð óviðráðanlegur sem kunnugt er og augljóst að gjaldeyrisforða Seðla- bankans yrði ekki vel varið ef á hann yrði gengið til varnar Landsbankan- um. Þar var einfaldlega um of stórar fjárhæðir að tefla.“ Hvergi minnist Ingimundur á viðræður við Hector Sants og FSA um hraðvirka dótturfélagavæðingu Icesave-reikninganna sem fram fóru þessa helgi. Ingimundur víkur hins vegar orðum að stöðu Kaupþings á þess- um tíma: „Þá stóð eftir Kaupþing af stóru bönkunum. Talið var með hlið- sjón af horfum um lausafjárstöðu bankans að hann gæti staðið af sér stórviðrin og meðal annars á grund- velli þess og með samþykki ráðherra veitti Seðlabankinn honum lán gegn veði til fjögurra daga sem átti að duga eins og þá horfði. Atburðir í Lundúnum réðu því hins vegar að þróunin varð önnur. Bresk yfirvöld lokuðu dótturfyrirtæki Kaupþings banka í Lundúnum.“ Athyglisvert er að Ingimundur segir að lánið til Kaupþings hafi ver- ið borið undir ríkisstjórnina og feng- ið samþykki ráðherra. Þannig virð- ist Seðlabankinn hafa á sjálfstæðan hátt hafnað 200 milljóna punda (jafnvirði um 35 milljarða króna) lánsbeiðni Landsbankans en borið 500 milljóna evru lán til Kaupþings (jafnvirði um 80 milljarða króna) undir ríkisstjórnina og fengið sam- þykki forsætisráðherra. Fullljóst er að forsvarsmenn Landsbankans voru þennan ör- lagaríka sunnudag 5. október í sam- skiptum við æðstráðendur Seðla- bankans fram á nótt og fengu afsvar frá bankanum á hádegi daginn eftir. Til eru bréf sem færa sönnur á þetta. Þannig benda gögn málsins til þess að Landsbankinn og Kaupþing hafi fengið mismunandi afgreiðslu; í til- viki Kaupþings komu Seðlabank- inn og forsætisráðherra að málinu í það minnsta – í tilviki Landsbank- ans kom aðeins Seðlabankinn að málinu, enda hafa ráðherrar keppst við að neita því skriflega á Alþingi að hafa vitað um viðræðurnar við Hect- or Sants og FSA um hraðvirku dótt- urfélagavæðinguna vegna Icesa- ve. Spurningar vakna um það hvort Seðlabankinn hafi vísvitandi haldið málinu leyndu fyrir ríkisstjórninni. seðlabankinn sagði ósatt Seðlabankinn sá ástæðu til að mót- mæla yfirlýsingum Björgólfs Thors með yfirlýsingu 27. október síðastlið- inn. Þar er staðfest að mánudaginn 6. október hafi Landsbankinn beðið um 200 miljónir punda vegna vand- ans í Bretlandi: „Tilefni beiðninn- ar í bréfi Landsbankans 6. október var útstreymið af innlánsreikning- um. Ekki var minnst á flýtiafgreiðslu breska fjármálaeftirlitsins. Af framangreindum ástæðum er SÖGÐU ÓSATT UM ICESAVE Svarta mánudaginn 6. október sagði efnahagsráðgjafi Geirs h. haarde forsætisráðherra honum frá samskiptum þá um nóttina við Landsbankamenn vegna möguleika á flýtimeðferð Icesave- reikninganna inn í breska lögsögu. Geir hefur aftur á móti neit- að því afdráttarlaust að hafa vitað nokkuð um málið. Breska fjármálaeftirlitið hefur nú staðfest að viðræður um flýtimeferð vegna Icesave-reikninganna fóru fram með þátttöku forstjóra eftirlitsins. seðlabankastjórinn og forsætisráðherrann davíð Oddsson gaf til kynna í Kastljósviðtali að 400 til 800 milljónir sterlingspunda hefðu runnið út úr Kaupþingi singer friedland- er-bankanum dagana fyrir hrun bankans. sú hefði verið ástæða þess að Bretar beittu hryðjuverkalögunum gegn Íslandi. „Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilegan hnekki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.