Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Qupperneq 16
fimmtudagur 5. mars 200916 Ættfræði
Óskar Magnússon
hrl. og stjórnarformaður
Óskar Magnússon hrl. fer fyrir hópi
fjárfesta sem nú eru að taka við
rekstri Morgunblaðsins.
Óskar fæddist á Sauðárkróki 13.4.
1954 en ólst upp í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi frá MT 1974, lauk
embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1983,
stundaði framhaldsnám og lauk
meistaraprófi í alþjóðlegum við-
skiptalögum frá Georg Washington
University í Bandaríkjunum 1986 og
öðlaðist hrl.-réttindi 1993.
Óskar rak eigin innflutnings-
verslun 1975-83, var blaðamaður á
Vísi 1978-80, dagskrárgerðarmað-
ur við RÚV 1980-81, fréttastjóri DV
1982-87, rak eigin lögfræðiskrif-
stofu ásamt Ásgeiri Þór Árnasyni
hrl. 1987-93, var forstjóri Hagkaupa
1993-98, starfandi stjórnarformað-
ur Baugs hf. 1998-2000, stjórnar-
formaður Þyrpingar 2000-2001, for-
stjóri Íslandssíma, síðar Vodafone
2001-2004, og forstjóri Trygginga-
miðstöðvarinnar 2004-2008.
Óskar sat í stjórn Heimdallar
1971-76, var formaður málfundafé-
lags MT 1973, sat í fræðslu- og út-
breiðslunefnd Sjálfstæðisflokksins
frá 1988-95, í stjórn handknattleiks-
deildar Stjörnunnar 1990-91, í stjórn
fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna
í Garðabæ 1994-97, í stjórn Lög-
mannafélags Íslands 1989-91 og var
varaformaður þess 1992-93, í stjórn
Listasjóðs atvinnulífsins frá 1995,
í stjórn Umhverfissjóðs verslunar-
innar 1996-2001, í stjórn Hollvina-
samtaka lagadeildar HÍ 1997-99, í
framkvæmdastjórn VSÍ 1998-2000
og situr í stjórn Happdrættis Há-
skóla Íslands.
Óskar hefur setið í stjórn fjölda
fyrirtækja og félaga, s.s. Samherja
hf.; Bensínorkunnar hf.; Kringlunn-
ar; Midt Factoring á Íslandi; Land-
mats International hf; Pennans hf.,
Húsasmiðjunnar hf. og ferðaskrif-
stofunnar Sólar hf. Hann var stjórn-
arformaður Olís hf. 1991-93; Bens-
ínorkunnar hf. 1995-2005; Simons
Agentur A/S í Danmörku 1996-
2000, hjá Ferskum kjötvörum hf.
1998-2000, Íslensks markaðar hf.
2000-2001, útgerðarfélagsins Eskju
á Eskifirði og útgerðarfélagsins Vísis
í Grindavík.
Fjölskylda
Eiginkona Óskars er Hrafnhildur
Inga Sigurðardóttir, f. 19.3. 1946,
listmálari. Hún er dóttir Sigurð-
ar Árnasonar, f. 14.7. 1900, d. 10.9.
2000, bónda á Sámsstöðum í Fljóts-
hlíð, og k.h., Hildar Odu Árnason, f.
25.5. 1913, d. 23.1. 2003, húsfreyju.
Sonur Óskars og Hrafnhildar er
Magnús, f. 14.4. 1983, hdl. hjá Ás-
geiri Árnasyni, en kona Magnúsar er
Anna Þórdís Rafnsdóttir laganemi.
Dóttir Hrafnhildar og stjúpdótt-
ir Óskars er Andrea Magdalena
Jónsdóttir, f. 21.7. 1969, BA í mann-
fræði, búsett í Kjós, en maður henn-
ar er Haraldur Ólafsson læknir og
eru synir þeirra Kári, Hrafnkell og
Gunnar.
Systkini Óskars eru Þorbjörn Jón,
f. 14.7. 1952, stýrimaður; Hildur, f.
19.12. 1957, hjúkrunarfræðingur;
Haukur, f. 12.1. 1964, viðskiptafræð-
ingur og framkvæmdastjóri Ávaxta-
bílsins en kona hans er Soffía Mart-
einsdóttir.
Foreldrar Óskars: Magnús Ósk-
arsson, f. 10.6. 1930, d. 23.1. 1999,
borgarlögmaður, og Ólína Ragn-
heiður Jónsdóttir, f. 7.10. 1929, hús-
móðir.
Ætt
Magnús var sonur Óskars kaup-
manns á Akureyri Sæmundssonar,
sjómanns í Bolungarvík Benedikts-
sonar, b. á Finnbogastöðum Sæ-
mundssonar, b. á Gautshamri á Sel-
strönd, bróður Ólafar, langömmu
Sæmundar, afa Sighvats Björgvins-
sonar, forstöðumanns Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands. Sæmundur
var sonur Björns, pr. í Tröllatungu,
bróður Jóns, langafa Jóns á Grund,
langafa Gunnlaugs Sævars Gunn-
laugssonar, lögfræðings og stjórn-
arformanns. Björn var sonur Hjálm-
ars, ættföður Tröllatunguættar
Þorsteinssonar. Móðir Óskars var
Sigríður Ólafsdóttir, b. á Minna-
hrauni í Bolungarvík Guðmunds-
sonar.
Móðir Magnúsar Óskarsson-
ar var Guðrún, dóttir Magnúsar,
b. í Kjörvogi Guðmundssonar, b.
á Finnbogastöðum Magnússonar,
b. þar Guðmundssonar, ættföður
Finnbogastaðaættar Bjarnasonar.
Móðir Guðmundar Magnússonar
var Guðrún Jónsdóttir, b. á Látrum á
Látraströnd Ketilssonar og Karítasar
Pétursdóttur, systur Jóns prófasts
á Steinnesi, langafa Sveins Björns-
sonar forseta, Jóns Þorlákssonar for-
sætisráðherra og Þórunnar, móður
Jóhanns Hafstein forsætisráðherra,
föður Péturs, fyrrv. hæstaréttardóm-
ara. Móðir Guðrúnar var Guðrún,
systir Jóns, afa Hannibals Valdi-
marssonar ráðherra, föður Jóns
Baldvins, fyrrv. formanns Alþýðu-
flokksins. Guðrún var dóttir Jóns, b.
í Stóru-Ávík í Víkursveit Péturssonar
og Hallfríðar Jónsdóttur.
Meðal systkina Ólínu Ragn-
heiðar má nefna Þorbjörgu skóla-
stjóra og Jóhannes Geir myndlist-
armann. Ólína Ragnheiður er dóttir
Jóns, skólastjóra og heiðursborgara
á Sauðárkróki, bróður Haralds leik-
ara, föður Stefáns yfirlæknis og Jóns
arkitekts. Systir Jóns var Björg, móð-
ir Baldurs, hreppstjóra í Vigur, Sig-
urðar, ritstjóra Morgunblaðsins og
fyrrv. alþm. og Sigurlaugar, fyrrv.
alþm. Bjarnabarna en Sigurlaug er
móðir Bjargar Thorarensen laga-
prófessors. Jón var sonur Björns,
hreppstjóra og ættföður Veðramóta-
ættar Jónssonar. Móðir Jóns skóla-
stjóra var Þorbjörg, systir Sigurðar,
pr. í Vigur, og Stefáns skólameist-
ara, föður Valtýs, ritstjóra Morgun-
blaðsins, föður Helgu leikkonu og
Huldu blaðamanns en systir Valtýs
var Hulda skólastjóri, móðir Guð-
rúnar Jónsdóttur arkitekts. Þorbjörg
var dóttir Stefáns, b. á Heiði Stefáns-
sonar.
Móðir Ólínu Ragnheiðar var
Geirlaug Jóhannesdóttir, b. á Jökli
Randverssonar og Ólínu Ragn-
heiðar, systur Jóns, b. á Vatnsenda
í Saurbæjarhreppi, langafa Odds
Helgasonar æviskrárritara. Ólína
Ragnheiður var dóttir Jóns, b. í
Hólum Ólafssonar, og Geirlaugar
Þórarinsdóttur, systur Margrétar,
ömmu Vilhjálms Þórs, kaupfélags-
stjóra, bankastjóra og ráðherra.
Jón ólst upp á Tannstöðum í Hrúta-
firði. Hann lauk stúdentsprófi frá
MA 1970, stundaði nám í sögu og
bókasafnsfræði við HÍ 1975-77 og
nám við háskólann í Stokkhólmi
1980-83.
Jón kenndi eftir stúdentspróf,
m.a. á Hjalteyri, Akureyri og í
Reykjavík og var eitt ár skólastjóri
á Borgarfirði eystra, var vagnstjóri
og leigubílstjóri í Stokkhólmi 1977-
83, blaðamaður á NT 1984-85 og
starfaði við Alþýðublaðið, Press-
una, Helgarpóstinn, Bændablaðið
og fleiri blöð og tímarit, ýmist sem
blaðamaður, fréttastjóri, ritstjóri,
útlitsteiknari eða umbrotsmaður,
og gaf út, ásamt fleirum, skoptíma-
ritið Óðs manns æði 1996. Hann
hefur haft þýðingar að aðalstarfi sl.
fimmtán ár, þýðir m.a. fyrir tíma-
ritið Lifandi vísindi og hefur þýtt á
annað hundrað bækur.
Jón hlaut þýðingarverðlaun
Barnabókaráðs Reykjavíkur 1995.
Jón var formaður Alþýðubanda-
lagsfélagsins á Akureyri 1974-75,
ritstjóri Alþýðubandalagsblaðs-
ins, formaður Íslendingafélagsins
í Stokkhólmi 1981-82, átti sæti í
stjórn Íslenska landssambands-
ins í Svíþjóð 1981-83 og var rit-
stjóri Íslandspósts. Hann tekur nú
þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar
í Reykjavík.
Fjölskylda
Jón kvæntist 31.12. 1993 Marion
McGreevy hársnyrtimeistara.
Sonur Jóns og Marion er Vil-
hjálmur Séamus, f. 15.7. 1994.
Börn Jóns og Jónínu Rannveig-
ar Snorradóttur eru Daníel Snorri,
f. 21.3. 1971, og Sigurbjörg, f. 23.3.
1975.
Dóttir Jóns og Ásdísar Baldvins-
dóttur er Sara, f. 18.2. 1977.
Sonur Jóns og Steinunnar Al-
dísar Helgadóttur er Börkur Ingi, f.
22.12. 1980.
Systkini Jóns eru Sigurður, f.
7.11. 1950, d. 9.9. 1995; Ingibjörg,
f. 5.6. 1953, starfsmaður Vegagerð-
arinnar á Ísafirði; Daníel Sveinn,
f. 26.6. 1957, trésmiður í Reykja-
vík; Þorgrímur Gunnar, f. 7.1. 1964,
sóknarprestur á Grenjaðarstað.
Foreldrar Jóns eru Daníel Daní-
elsson, f. 23.11. 1914, d. 30.7. 2003,
bóndi á Tannstöðum í Hrútafirði,
og k.h., Konkordía Sigurbjörg Þor-
grímsdóttir, f. 2.6. 1922, d. 21.10.
2005, húsfreyja.
Ætt
Daníel er sonur Daníels, b. á
Tannstöðum Jónssonar, frá
Bálkastöðum Brandssonar, bróð-
ur Ólafs á Vatni, forföður Trausta
veðurfræðings og Aðalsteins
Jónssonar listfræðings. Móð-
ir Daníels Jónssonar var Ólína,
systir Björns, afa dr. Björns Guð-
finnssonar prófessors. Ólína
var dóttir Ólafs, b. í Hlaðvarpa
Björnssonar.
Móðir Daniels var Sveinsína
Sigríður, systir Solveigar, móður
Kristins á Dröngum. Sveinsína var
dóttir Benjamíns Jóhannesson-
ar, farmanns Jónassonar, frá Litlu-
Ávík, lífvarðar hjá Jörundi hunda-
dagakonungi. Móðir Benjamíns
var Jensína Óladóttir Viborg Óla-
sonar, í Ófeigsfirði, þess er átti við
Seljanes-Móra Jenssonar Olesen
Viborg. Móðir Sveinsínu var Rósa
Solveig Daníelsdóttir. Móðir Rósu
var Sigríður, dóttir Ólafs Ásmunds-
sonar og Vatnsenda-Rósu Guð-
mundsdóttur.
Konkordía Sigurbjörg var dótt-
ir Þorgríms Jónasar, b. í Syðra-
Tungukoti í Blöndudal Stefánsson-
ar, b. í Rugludal Árnasonar. Móðir
Stefáns var Konkordía, frá Grund
í Þorvaldsdal Jónsdóttir. Móðir
Konkordíu á Grund var Þórunn,
systir Hallgríms pr. á Hrauni, föður
Jónasar skálds. Annar bróðir Þór-
unnar var Kristján, pr. á Stærra-
Árskógi, langafi Þórarins á Tjörn,
föður Kristjáns Eldjárn forseta.
Þórunn var dóttir Þorsteins, pr. á
Stærra-Árskógi Hallgrímssonar.
Móðir Þorgríms Jónasar var Guð-
rún Bjarnadóttir frá Syðsta-Vatni,
systir Þorgríms, afa Þorgríms Starra
í Garði.
Móðir Konkordíu Sigurbjargar
var Guðrún Björnsdóttir.
Jón Daníelsson
þýðandi og blaðamaður
60 ára í dag
30 ára
n Margaryta Sanina Yrsufelli 5, Reykjavík
n Oliver Schneider Þverholti 32, Reykjavík
n Hörður Hafliði Tryggvason Svartárkoti 2,
Fosshóli
n Kaja Ósk Skarphéðinsdóttir Greniteigi 7,
Reykjanesbæ
n Sveinbjörn Geir Hlöðversson Jörundarholti
218, Akranesi
n Garðar Sveinn Hannesson Hrísrima 9, Reykjavík
n Ingi Björn Björnsson Auðsholti, Grindavík
n Elías Þór Þórðarson Síðuseli 7, Reykjavík
n Bjarni Elvar Hannesson Kríuási 5, Hafnarfirði
n Hlynur Guðlaugsson Eskivöllum 9a, Hafnarfirði
n Þorbjörn Emil Kjærbo Bollagötu 5, Reykjavík
n Gunnar Örn Tynes Laugavegi 80, Reykjavík
n Bjarki Þórir Kjartansson Brattholti 3, Hafn-
arfirði
n Daði Halldórsson Álfkonuhvarfi 33, Kópavogi
n Ellen Dröfn Björnsdóttir Lækjasmára 5, Kópa-
vogi
n Ingunn Berglind Arnardóttir Litluskógum 9,
Egilsstöðum
n Nína Björg Steinarsdóttir Þverspyrnu 2, Flúðum
n Ingvar Pétur Guðbjörnsson Kornbrekkum, Hellu
n Orri Helgason Bragagötu 26a, Reykjavík
n Herdís Unnur Valsdóttir Múlalandi 14, Ísafirði
40 ára
n Christian Diethard Grenimel 36, Reykjavík
n Zdenek Chytil Ferjubakka 8, Reykjavík
n Guðrún Andrésdóttir Njarðvíkurbraut 50a,
Njarðvík
n Þorsteinn Snævar Erlendsson Vesturgötu 81,
Akranesi
n Guðrún Linda Sverrisdóttir Seilugranda 8,
Reykjavík
n Jakob Ástmar Jóhannsson Húnabraut 6,
Hvammstanga
n Sigrún Harpa Sigurðardóttir Kleifarseli 57,
Reykjavík
n Haraldur Rafn Ingvason Barðastöðum 13,
Reykjavík
n Ingunn Hildur Hauksdóttir Krosseyrarvegi 5b,
Hafnarfirði
50 ára
n Dagný Elsa Einarsdóttir Túngötu 40, Reykjavík
n Atli Sævar Grétarsson Sjávargötu 6, Álftanesi
n Sigurður Valur Sveinsson Eikjuvogi 1, Reykjavík
n Gunnlaugur Valtýsson Þórustíg 28, Njarðvík
n Jóhann Júlíus Sigvaldason Lynghólum 22,
Garðabæ
n Þorlákur Ástmar Helgason Lindasmára 77,
Kópavogi
n Ingólfur Vopni Ingvason Hrísbraut 2a, Höfn
n Guðrún Sólveig Högnadóttir Goðaborgum 10,
Reykjavík
60 ára
n Jóhannes Bjarnason Holtateigi 10, Akureyri
n Margrét Lóa Guðjónsdóttir Heiðarási 17,
Reykjavík
n Eyþór Gunnþórsson Huldugili 11, Akureyri
n Jóhann Pálsson Smiðjuhóli, Borgarnesi
n Guðmundur Gunnarsson Eyrartúni 10, Sauð-
árkróki
n Guðný Ársælsdóttir Jaðarsbraut 25, Akranesi
n Friðrik Magnús Gíslason Dverghamri 21, Vest-
mannaeyjum
n Virgar Wardum Sóltúni 11, Reykjanesbæ
n Bjarni Sigmar Kjartansson Hafnarbraut 4,
Kópavogi
70 ára
Skafti Skúlason Samtúni 10, Reykjavík
Guðmundur Matthíasson Grænagarði 10, Reykja-
nesbæ
n Óttar Magnús G. Yngvason Birkigrund 23,
Kópavogi
n Hulda Eiríksdóttir Hellulandi 17, Reykjavík
n Sigurður J. Sigurðsson Bogahlíð 2, Reykjavík
n Sigurgeir Þorkelsson Ásakór 7, Kópavogi
n Marsibil Katrín Guðmundsdóttir Aratúni 16,
Garðabæ
n Ragnheiður Eggertsdóttir Háteigsvegi 28,
Reykjavík
n Pálína Gunnmarsdóttir Strýtuseli 1, Reykjavík
n Hanna S. Olgeirsdóttir Forsæti 8a, Sauðárkróki
75 ára
n Bryndís Beatrice Aðalsteinsson Sólvallagötu
18, Reykjavík
n Hafsteinn Eyjólfsson Tjarnabraut 18, Njarðvík
n Þráinn Þorleifsson Kópavogsbraut 1b, Kópavogi
n Sigurást Erla Jónsdóttir Dalatúni 5, Sauðárkróki
n Guðrún Ansnes Kleppsvegi 34, Reykjavík
n Jón Pétur Pétursson Boðahlein 27, Garðabæ
80 ára
n Arnheiður Klausen Strandgötu 21a, Eskifirði
85 ára
n Sigurbjörn Kristinsson Naustahlein 21, Garða-
bæ
n Aðalbjörg Þorkelsdóttir Hraunbúðum, Vest-
mannaeyjum
n Aðalheiður Valdemarsdóttir Nónvörðu 6,
Reykjanesbæ
95 ára
n Anna Magnúsdóttir Steinahlíð, Flúðum
Til
hamingju
með
afmælið!
fólk í fréTTum