Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Blaðsíða 10
fimmtudagur 5. mars 200910 Neytendur
Jökull Sólberg Auðunsson leitar sér að tannlækni:
Gefðu „tannsa“ einkunn
„Í gærmorgun var ég í umferðinni
og var einhverra hluta vegna minnt-
ur á að það eru fjögur ár síðan ég
fór síðast til tannlæknis,“ segir Jök-
ull Sólberg Auðunsson internetsér-
fræðingur. Hann hefur sett á fót síðu
þar sem fólki gefst kostur á að gefa
öllum tannlæknum á landinu ein-
kunn. „Ég sá að það er ekki auðvelt
að finna upplýsingar um hvar besti
tannlæknirinn er. Ég ákvað því að
spyrja alla í einu hver væri bestur og
ætla svo að fara þangað,“ segir Jökull
sem vonast til þess að þessar upp-
lýsingarnar muni gagnast fleirum.
Á síðunni http://tannsi.solberg.
is má finna nöfn allra tannlækna á
Íslandi, flokkuð eftir póstnúmerum.
Hægt er að smella á þann tannlækni
sem viðkomandi hefur reynslu af
og gefa honum góða einkunn, hlut-
lausa eða slæma. Fyrir neðan er svo
hægt að gera grein fyrir atkvæði sínu
en fólki er í sjálfsvald sett hvort það
kvittar undir með nafni. Stigagjöf-
in er sjálkrafa lögð saman en þegar
þetta var skrifað höfðu um 70 greitt
atkvæði á þeim eina sólarhring sem
liðinn var frá því síðan var opnuð.
Sá tannlæknir sem flest jákvæð at-
kvæði hafði fengið var Ögmund-
ur M. Ögmundsson, í póstnúmer-
inu 101. Hann hafði fjögur atkvæði
í plús.
Óbundnir
samninGar
„Ef samið er við börn (undir 18
ára) eða aðra ófjárráða aðila
verður samningurinn ekki bind-
andi, nema foreldrar eða fjár-
haldsmaður samþykki samning-
inn. Kaup sem kosta ekki meira
en unglingar hafa yfirleitt handa
á milli myndu þó ekki teljast
ógild.“ Frá þessu segir í leiðarkerfi
neytenda á vefsíðunni talsmadur.
is. Þar er að finna margvíslegar
upplýsingar um skyldur og rétt-
indi neytenda.
ræktaðu
eiGin jurtir
Nú er tíminn til að sá fræjum.
Ef þú vilt eiga ferskar kryddjurt-
ir í sumar er nú tímabært að sá
þeim. Knippi af jurtum á borð
við rósmarín, basilliku, kóríand-
er og oregano kostar víða á fjórða
hundrað krónur í verslunum.
Hægt er að spara nokkur hundr-
uð eða þúsund krónur með því
að kaupa einn bakka í Blómavali
eða sambærilegri verslun, dulitla
mold og fræ sem ekki kosta mik-
ið. Þannig geturðu slegið um þig í
grillveislum sumarsins með sára-
litlum kostnaði.
n Par sem fór í
Háskólabíó síðastlið-
inn föstudag hafði
samband við DV og
vildi koma óánægju
sinni á framfæri. Parið
þurfti, ásamt fjölmörgum
öðrum, að standa úti á meðan
það beið eftir því að geta keypt
miða. Úti var mígandi rigning
og var parið að því komið að
hætta við
þegar það
loksins fékk
afgreiðslu.
n Nóatún selur ljúffenga djúpsteikta
kjúklingabita á 150 krónur
stykkið. Sá sem borðar þrjá
bita getur því fengið dýrindis
máltíð á undir 500 krónum.
Það þykir lítið árið 2009 enda
setti ánægður viðskiptavinur
Nóatúns sig í
samband við DV og
kom þessu á
framfæri.
sENdiÐ LOf EÐa Last Á NEYtENdur@dV.is
Dísilolía
Grafarvogi verð á lítra 144,4 kr. verð á lítra 156,6 kr.
skeifunni verð á lítra 142,8 kr. verð á lítra 154,6 kr.
akranesi verð á lítra 144,4 kr. verð á lítra 156,6 kr.
bensín
dalvegi verð á lítra 142,7 kr. verð á lítra 154,5 kr.
fjarðarkaupum verð á lítra 137,4 kr. verð á lítra 152,3 kr.
skógarseli verð á lítra 144,4 kr. verð á lítra 156,6 kr.
umsjóN: BaLdur guÐmuNdssON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
el
d
sn
ey
t
i
Jökull Sólberg leitar að besta
tannlækninum Hefur ekki farið til
tannlæknis í fjögur ár.
„Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með
að ekki sé tekið rösklega á málum.
Ég geri þá kröfu til ríkisstjórnarinn-
ar að hún komi með varanleg úr-
ræði til bjargar heimilunum,“ seg-
ir Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, aðspurður
hvernig honum finnist ný ríkisstjórn
hafa staðið sig það sem af er valda-
tíma hennar.
Við myndun nýrrar ríkisstjórnar
sagði Jóhannes að nauðsynlegt væri
að meta greiðslugetu hvers heimilis
fyrir sig. Það sem út af stæði yrði að
fella niður.
Tvær leiðir færar
„Það eru tvær leiðir í stöðunni. Það er
annars vegar flöt niðurfelling skulda,
til dæmis um 20 prósent eins og fram-
sóknarmenn hafa lagt til. Hins vegar
væri hægt að skoða stöðu hvers ein-
staks heimilis,“ segir Jóhannes sem
hugnast fremur síðari leiðin. „Við vit-
um að staða heimilanna er mjög mis-
jöfn. Það er hópur heimila sem getur
staðið við greiðslubyrði sína en ann-
ar hópur sem á í ákveðnum vanda-
málum með að standa í skilum. Síð-
an er stór hluti heimila, eins og kom
fram í skýslu ASÍ, sem stendur afar
illa. Það er helst fólk á aldrinum 30 til
40 ára,“ útskýrir hann.
Keppast um greiðsluaðlögun
Jóhannes segir að flatur niðurskurður
skulda, eins og framsóknarmenn hafi
lagt til, komi ekki til með að duga þeim
hópi sem verst er settur. Þess utan sé
slík aðferð mjög kostnaðarsöm. Þann
kostnað sem af því hlyti þyrftu skatt-
greiðendur að taka á sig. „Ég vil að
á það verði látið reyna hvort ekki sé
hægt að keyra í gegn greiðsluaðlögun,
þar sem hægt væri að koma til móts
við skuldsettustu heimilin. Það þarf
að hjálpa fólki sem er á brúninni, eða
jafnvel öfugum megin við brúnina,
við að standa í skilum,“ segir Jóhann-
es og lýsir vonbrigðum sín-
um með þá þingflokka
sem kepptust við að
setja fram frumvörp
um greiðsluaðlög-
un. Síðan hafi ekk-
ert gerst. Heimilin
geti ekki beðið mik-
ið lengur.
Sanngjörn leið
ekki til
Í umræðum um nið-
urfellingu skulda hafa
sjónarmið óréttlætis
verið hátt á lofti.
Skiptar
skoðanir
eru um
það
hvers
vegna
þeir sem hugsanlega hafa farið óvar-
lega eigi skilið að fá niðurfellingu
skulda á meðan þeir sem varlegar hafa
farið fái engan afslátt. Jóhannes segir
afar erfitt að finna leið sem er að öllu
leyti sanngjörn miðað við þann vanda
sem þjóðin stendur frammi fyr-
ir. Hann segir að endalaust
megi velta því fyrir sér
hvað sé réttlátt og hvað
ekki. „Ég minni bara á þá
staðreynd að flatur niður-
skurður, eins og sá sem
framsókn boðar, kostar
um 280 milljarða. Er þá
rétt að íþyngja buddu
almennings enn meira
með því að grípa til að-
stoðar við heimili
sem ekki þurfa hjálp?“ spyr hann.
Jóhannes segir enn fremur að rík-
isstjórnin hafi hingað til lagt áherslu
á að frysta afborgun lána og fresta
nauðungarsölum, svo dæmi séu tek-
in. Það hafi verið nauðsynlegar að-
gerðir á meðan fundið væri út hvern-
ig mætti leysa vandamál heimilanna.
Nú þurfi hins vegar að grípa til róttæk-
ari aðgerða.
Bíða í ofvæni
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra sagði í viðtali við DV í lok
febrúar að honum hugnaðist ekki sú
leið sem framsóknarmenn vilja fara,
sagði framkvæmdina óhemju dýra
auk þess sem ekki væri sýnt að hún
leysti vanda þeirra sem verst standa.
Steingrímur hefur einnig sagt að rík-
isstjórnin bíði nú í ofvæni eftir ítar-
legri skýrslu Seðlabanka Íslands
um stöðu heimilanna. Þegar DV
náði tali af fjármálaráðherra í gær
sagði hann að skýrslan yrði að
líkindum kynnt ríkisstjórninni
síðar um kvöldið.
„Ég minni bara á þá
staðreynd að flat-
ur niðurskurður, eins
og sá sem framsókn
boðar, kostar um 280
milljarða. Er þá rétt að
íþyngja buddu almenn-
ings enn meira með
því að grípa til aðstoð-
ar við heimili sem ekki
þurfa hjálp?“
krefst varan-
legra úrræða
Ríkisstjórnin hefur valdið Jóhannesi Gunnarssyni, formanni Neytendasamtakanna,
vonbrigðum. Hann gerir þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún komi með varanleg
úrræði til bjargar heimilunum. Hann vill að öll illa stæð heimili verði sett í greiðslu-
aðlögun.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Þúsundir bíða átekta formaður Neytendasamtakanna segir að nú þurfi ríkisstjórn-
in að taka stórar ákvarðanir. Ekki dugi lengur að fresta afborgunum.
Vill lög um greiðsluaðlögun
jóhannes gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, vill
tafarlausar aðgerðir stjórnvalda.