Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Blaðsíða 6
fimmtudagur 5. mars 20096 Fréttir
Lögreglan
nýtur trausts
79 prósent segjast treysta lög-
reglunni samkvæmt nýjum
Þjóðarpúlsi Gallup. Í tilkynningu
frá lögreglunni kemur fram að
spurt hafi verið um traust til tólf
stofnana. Flestir sögðust treysta
Háskóla Íslands, eða 80 prósent,
en lögreglan var í öðru sæti á
listanum.
RÚV kostar
17.200 á mann
Foreldrar með þrjá unglinga,
16 ára og eldri, geta átt von á
innheimtu upp á 86.000 krónur
1. ágúst. Það er hinn svokallaði
nefskattur fyrir RÚV. Frá þessu
segir á heimasíðu Neytenda-
samtakanna, ns.is. Afnotagjöld
Ríkisútvarpsins voru lögð niður
frá og með 1. janúar síðastliðn-
um. Í stað þess kemur gjald sem
er 17.200 krónur fyrir árið 2009.
REI-maður
kaupir Senu
Félagið Garðarshómi, sem er
í eigu Jóns Diðriks Jónsson-
ar og Magnúsar Bjarnason-
ar, hefur keypt öll hlutabréf í
Senu. Jón Diðrik var nokkuð
í fréttunum haustið 2007 er
Bjarni Ármannsson réð hann
til REI. Jón Diðrik var forstjóri
Glitnis á Íslandi en lét af
störfum 1. ágúst 2007.
Vilja keyra
Baug í þrot
Lögmenn Glitnis og Íslands-
banka mótmæltu því í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær að heim-
ild yrði veitt til áframhaldandi
greiðslustöðvunar Baugs Group.
Óskað var eftir framlengingu um
allt að þrjá mánuði. Fari svo að
dómari fallist á beiðni bankanna
fer Baugur í gjaldþrotameðferð.
Tveir óeinkennisklæddir lögreglu-
menn mættu á skólalóð Kvik-
myndaskóla Íslands í gærdag.
Það voru nemendur skólans sem
hringdu á lögregluna þegar þeir
fréttu af illa förnum Toyotu Avens-
is-bíl samnemanda síns en hún
stóð á bílastæði skólans. Það var
blaðamaður DV sem rak augun í
skemmdarverkin og gerði starfs-
fólki skólans viðvart sem gekk strax
í málið og hafði upp á eiganda bíls-
ins.
Eigandinn heitir Axel Ingi Við-
arsson og er hann nemi við Kvik-
myndaskóla Íslands. Axel Inga var
brugðið þegar hann sá skemmdar-
verkin en glerbrot voru allt í kring-
um bílinn auk þess sem rörbútur-
inn, sem var notaður til verksins, lá
við hlið hans.
Hótun á framrúðunni
Þegar blaðamaður DV, ásamt nem-
endum skólans, fór að skoða bílinn
kom í ljós miði á framrúðunni en
á honum stóð „Sjáumst í Hraun-
bæ 44“ en þar býr Axel Ingi ásamt
öðrum.
Forsaga málsins er sú að Axel
Ingi tók að sér að skila kvikmynda-
vél til Saga Film í fyrradag en það
gerði hann fyrir félaga sinn á Sel-
fossi. Sá átti að skila vélinni fyr-
ir Eið Örn Birgisson, skemmtana-
kóng og fyrrverandi framleiðanda,
en komst ekki í það og því hljóp
Axel Ingi í skarðið. Það eina sem
Axel Ingi átti að gera var að skila
kvikmyndavélinni til ákveðins
starfsmanns hjá Saga Film en þeg-
ar hann mætti var sá starfsmaður
vant við látinn. Axel Ingi skildi því
vélina eftir hjá öðrum starfsmanni
sem ætlaði að koma henni á réttan
stað. Þar með hélt Axel Ingi að mál-
inu væri lokið.
Símanúmer Eiðs
„Síðan hringir Eiður í mig í morgun
klukkan tíu þegar ég var í skólanum
og hótaði mér öllu illu. Eiður sagði
að út af því að ég skilaði henni á vit-
lausan stað þá skuldaði hann Saga
Film sextíu þúsund krónur. Hann
sagði að ég væri bara fífl og hálfviti
fyrir að hafa ekki getað skilað henni
á réttan stað,“ segir Axel Ingi.
„Um það bil klukkutíma síðar
hringir hann aftur og hótar öllu illu.
Ég bjóst engan veginn við þessu,“
segir Axel Ingi en starfsmaður skól-
ans sótti hann í tíma seinni part-
inn í gær til þess að sýna honum
skemmdirnar. Engin vitni voru að
skemmdarverkunum en lögregl-
an á höfuðborgarsvæðinu fer með
rannsókn málsins.
Símanúmerið sem hringt var úr
í síma Axels Inga er sama númer og
Eiður Örn notar og skráir sig fyrir,
meðal annars á vefsíðu 800BAR.
Vildi ekkert tjá sig
DV hafði samband við Eið Örn
Birgisson en hann vildi ekkert tjá
sig um málið. Þegar DV spurði Eið
Örn hvort Axel Ingi hafi skilað kvik-
myndavél fyrir hann sagðist hann
ekkert vita hvað blaðamaðurinn
væri að tala um.
„Ég hef ekkert um þetta að segja,
ég veit ekkert um hvað þú ert að
tala,“ sagði Eiður Örn og lagði á.
Þegar blaðamaður DV hafði
samband aftur endurtók Eiður
Örn: „Eins og ég segi og sagði áðan
veit ég ekkert um hvað þú ert að
tala, hvorki þessa myndavél sem þú
ert alltaf að tala um eða þessa
rúðu.“
DV fékk það staðfest frá
framkvæmdastjóra Saga
Film að Eiður Örn hefði
tekið kvikmyndavél á
leigu hjá fyrirtækinu og
að henni hefði verið
skilað í gær. Leigan var
sett á reikning Eiðs Arn-
ar sem honum ber að
greiða.
Eiður Örn var töluvert í fjölmiðl-
um í október á síðasta ári en þá stóð
hann fyrir Dirty Night
eða „sóðakvöldi“
á skemmtistað
sínum 800BAR
á Selfossi.
Þá var Eið-
ur Örn um
tíma í starfi
hjá Saga
Film þar sem
hann fram-
leiddi meðal
annars tónlist-
armyndband við
eitt af lög-
um Qu-
arashi.
Sefur ekki heima
Eins og áður segir var Axel Inga
töluvert brugðið vegna atviksins og
þá sérstaklega hótanablaðsins sem
var skilið eftir á framrúðunni.
Hann sagðist ekki ætla að sofa
heima hjá sér heldur gista
hjá ættingjum. Vegna hót-
ananna fór Axel Ingi ásamt
óeinkennisklæddum lög-
reglumönnum heim til sín í
dag til að ganga úr skugga um
að ekki hafi verið brotist inn
til hans. Það hafði ekki ver-
ið gert og fóru því lögreglu-
mennirnir en Axel Ingi hélt
aftur í skólann þar sem hann
fundaði með yfirmönnum
Kvikmyndaskóla Íslands.
Samkvæmt heimildum
DV er bæði nem-
endum og starfs-
fólki skólans
brugðið enda
er þetta í
fyrsta skiptið
sem eitthvað
líkt þessu
gerist á lóð
skólans.
BÍLLINN SKEMMDUR
Í KJÖLFAR HÓTANA
Lögreglan var kölluð að Kvikmyndaskóla Íslands í gærdag en bíll nemanda þar,
Axels Inga Viðarssonar, var illa leikinn eftir rörbarefli. Hliðar- og framrúður bif-
reiðarinnar voru mölvaðar. Axel Ingi segist hafa fengið hótanir fyrr um daginn frá
Eiði Erni Birgissyni, fyrrverandi framleiðanda Saga Film og einum af eigendum
skemmtistaðarins 800BAR. Axel Ingi segir hótanirnar hafa komið í kjölfar þess að
hann skilaði kvikmyndavél frá Saga Film á vitlausan stað.
AtlI Már GylfASon
blaðamaður skrifar: atli@dv.is
Illa farinn rúður bílsins voru illa
farnar og lágu glerbrot allt í kring.
rörbúturinn Notast var við rörbút
en hann lá við hliðina á bílnum.
Skellti á Eiður Örn Birgisson sagðist
ekkert vita um neina kvikmyndavél
en framkvæmdastjóri saga film
staðfesti að Eiður Örn hefði leigt vél.
Hótunin Hér heldur axel ingi á mið-
anum sem var skilinn eftir á framrúðu
bílsins. „sjáumst í Hraunbæ 44.“