Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Blaðsíða 8
Leit lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu og björgunarsveita að Al-
dísi Westergren hefur engan árangur
borið. Leit hefur staðið yfir síðan um
miðja síðustu viku en síðast sást til
Aldísar 24. febrúar. Björgunarsveitir
hafa kafað í Fossvogi, Kópavogshöfn
og Reynisvatni en lögreglunni hef-
ur reynst erfitt um vik síðustu daga
vegna mikils snjóþunga.
Aldís er 37 ára gömul. Hún er á
milli 165 og 170 sentímetrar á hæð
með skollitað axlasítt hár. Aldís er
mögulega klædd í dökkan jakka eða
úlpu, dökkar buxur og með svartan
og hvítan hálsklút.
Hvarf frá barninu
Aldís er búsett í fjölbýlishúsi í
Gvendargeisla í Grafarholti og hvarf
þaðan sporlaust í síðustu viku. Al-
dís býr þar með rúmlega tveggja ára
dóttur sinni sem varð ein eftir í íbúð-
inni. Heimildir DV herma að barn-
ið hafi ekki verið lengi inni í íbúð-
inni þegar það fannst og er málið nú
meðhöndlað af barnaverndaryfir-
völdum. Samkvæmt heimildum DV
glímdi Aldís við andlega erfiðleika.
Nágrannar þekktu hana ekki
Samkvæmt heimildum DV hefur Al-
dís búið afar stutt í Gvendargeisla.
DV hafði samband við nágranna
Aldísar en enginn þeirra hefur átt
nokkur samskipti við hana. Einn
af þeim sem DV hafði samband
við hafði séð hana einu sinni með
barnavagn í anddyri hússins rétt
áður en hún hvarf.
Leitarsvæði stækkað
Leitarhundar leituðu fyrir utan
heimili Aldísar í gær en sú leit bar
engan árangur. Rétt áður en blað-
ið fór í prentun í gærkvöldi fundaði
lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
með björgunarsveitum um áfram-
haldandi leit.
„Við leituðum fram í myrkur með
hundana. Við höfum skoðað svæð-
ið hjá heimili hennar en aðstaða til
leitar hefur ekki verið góð vegna
mikilla snjóa. Núna vinnum við að
því að stækka leitarsvæðið og erum
að spá í framhaldið. Það bendir
ekkert til þess að hvarf hennar hafi
borið að með saknæmum hætti.
Við höldum í vonina að hún sé ein-
hvers staðar á ferðinni,“ segir Ágúst
Svansson, aðalvarðstjóri lögreglu
höfuðborgarsvæðisins.
Fáar vísbendingar
Lögreglunni hafa borist allt of fáar
ábendingar miðað við eftirgrennsl-
an og reynist lögreglu- og björgun-
arsveitarmönnum erfitt að rekja
slóð Aldísar.
„Við höfum ekki fengið margar
ábendingar. Það var kafað í Foss-
vogi og Kópavogshöfn út af ábend-
ingum sem okkur bárust en það bar
ekki árangur. Við erum að fara yfir
gögn og reyna að fylla upp í eyð-
urnar og afla frekari gagna til að
halda áfram með leit,“ segir Ágúst
sem hvetur fólk til að hafa augun
vel opin.
„Ég vil ítreka það að fólk í kring-
um byggingarsvæði og mannlausar
blokkir líti vel í kringum sig.“
Þeir sem geta veitt upplýsingar
um Aldísi eru beðnir um að hafa
samband við lögregluna í síma 444
1100.
fimmtudagur 5. mars 20098 Fréttir
Krúnukúgarinn Paul Einar Aðalsteinsson segir loksins sögu sína:
Ætlaði að afhjúpa nauðgara
„Ásetningur minn var aldrei að koma
höggi á Linley markgreifa, heldur
vildi ég afhjúpa aðstoðarmann hans
sem hefur byrlað fólki, sem ég þekki
vel, svefnlyfinu Rohypnol og nauðg-
að því. Þessi maður gengur laus og
nýtur verndar bresku konungsfjöl-
skyldunnar,“ segir Paul Einar Aðal-
steinsson, betur þekktur sem krúnu-
kúgarinn, í viðtali við DV.
Paul Einar hlaut á síðasta ári fimm
ára fangelsisdóm fyrir að reyna að
kúga samtals 8 milljónir króna út úr
David Linley, markgreifa og náfrænda
Elísabetar Bretadrottningar. Hann
heldur fram sakleysi sínu og segist
aldrei hafa ætlað að kúga fé út úr kon-
ungsfjölskyldunni og engin sönnun-
argögn séu til sem styðji það. Hans
tilgangur hafi fyrst og fremst verið
að varpa ljósi á glæpamanninn sem
vinnur fyrir konungsfjölskylduna.
Paul Einar verður í ítarlegu viðtali
við helgarblað DV sem kemur út á
morgun. Þar segir hann í fyrsta skipti
frá því hvernig hann fór úr því að vera
frægur í samkvæmislífinu í London til
þess að deila fangaklefa með morð-
ingjum í hámarks öryggisfangelsi.
Hann er nú laus úr öryggisfangels-
inu og situr aðeins hluta mánaðarins
í fangelsi. Þrátt fyrir að öryggisfang-
elsið væri fjarri samkvæmislífi ríka
og fræga fólksins í London, sem hann
hafði lifað og hrærst í, ber hann sig
vel. „Í sannleika sagt kom mér vel
saman við alla þarna inni. Ég átti
aldrei í neinum vandræðum. Maður
verður að passa vel upp á sjálfan sig
og sýna engin merki um veikleika, en
ég komst ágætlega af,“ segir hann um
fangavistina.
Paul Einar ætlar sér að snúa heim
til Íslands að lokinni afplánun og
hefur lögmaður hans, Giovanni de
Stefano, sett sig í samband við dóms-
málaráðuneytið hér á landi.
valgeir@dv.is
Paul Einar Aðalsteinsson Paul
Einar verður í ítarlegu viðtali við
helgarblað dV sem kemur út á
morgun. Þar segir hann sögu sína í
fyrsta skipti.
MyNd/ BErgur FiNNBogAsoN
Ökumenn til
fyrirmyndar
Allir ökumenn voru til fyrir-
myndar þegar lögreglan var
við umferðar- og hraðaeftirlit
á Elliðabraut í Norðlingaholti í
Reykjavík í gær. Á einni klukku-
stund, fyrir hádegi, fóru 18 öku-
tæki suður Elliðabraut en engu
þeirra var ekið of hratt eða yfir
afskiptahraða en þarna er 50 km
hámarkshraði.
Sagði sig úr
stjórn
Fyrrverandi stjórnarformaður
Kaupþings, Sigurður Einars-
son, hefur sagt sig úr stjórn
norska tryggingafyrirtækisins
Storebrand að því er fyrirtækið
greindi frá í gær. Sigurður fór í
stjórn Storebrand í janúar árið
2008 eftir að Kaupþing varð
stærsti hluthafi fyrirtækisins.
Reknir vegna
taps
Stjórn Ísfélags Vestmannaeyja
hefur sagt upp Ægi Páli Frið-
bertssyni, framkvæmdastjóra
félagsins, og Baldvini John-
sen, fjárreiðustjóra félagsins.
Þeir hafa þegar látið af störfum.
Ástæða uppsagnarinnar er tap
félagsins af afleiðusamningum
við íslenska banka.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur leitað sleitulaust að Aldísi Westergren síð-
an um miðja síðustu viku. Aldís hvarf sporlaust af heimili sínu í Grafarholti frá
tveggja ára dóttur sinni sem varð eftir í íbúðinni. Að sögn lögreglu bendir ekkert til
þess að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti.
„Við hÖldum
í Vonina“
„Við leituðum fram í
myrkur með hundana.“
LiLjA KAtríN guNNArsdóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
Hvarf sporlaust aldís er búsett í
gvendargeisla en nokkrir nágrannar
hennar sögðust í samtali við dV aldrei
hafa séð hana.
MyNd AtLi Már gyLFAsoN
Vikuleit án árangurs
Lögreglan hefur leitað án
árangurs að aldísi síðan
um miðja síðustu viku.
Snjóflóð féll
Snjóflóð féll að Grænagarði úr
Eyrarhlíð á Ísafirði á fjórða tím-
anum í gær. Að sögn varðstjóra
hjá lögreglunni á Vestfjörðum
féll flóðið niður að Skutulsfjarð-
arbraut en þó ekki á eða yfir
brautina.
Á þriðjudag var atvinnuhús-
næði rýmt á svæðinu en þar eru
meðal annars Netagerðin og
Eyrarsteypa til húsa. Veður er
með ágætu móti á Vestfjörðum
þessa stundina að sögn varð-
stjóra.