Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Side 8
Þriðjudagur 10. Mars 20098 Fréttir
Formlegri leit lögreglu höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveita að Aldísi Westergren
hefur verið hætt. Aldís hvarf sporlaust af heimili sínu í Grafarholti þann 24. febrúar.
Lögregla og björgunarsveitir hafa leitað að henni síðan en leit hefur engan árangur
borið. Vigdís Rafnsdóttir, náskyld frænka Aldísar, segir að fjölskyldan vonist eftir að
fá einhver svör og er afar þakklát lögreglunni og björgunarsveitum fyrir gott starf.
„Vonum að Við fáum
einhVer sVör“ „Þetta er alltaf erf-itt og verður alltaf erfitt.“
Formlegri leit lögreglu höfuðborg-
arsvæðisins og björgunarsveita að
Aldísi Westergren hefur verið hætt.
Aldís hvarf sporlaust af heimili
sínu í Grafarholti 24. febrúar síð-
astliðinn og hefur leit að henni
ekki borið árangur. Björgunar-
sveitir hafa kafað í Fossvogi, Kópa-
vogshöfn og Reynisvatni og fyrir
helgi leituðu leitarhundar að Aldísi
út frá heimili hennar í Gvendar-
geisla 17 í Grafarholti. Þá tóku yfir
hundrað björgunarsveitarmenn
þátt í leit að Aldísi en ekkert fannst
sem gat varpað ljósi á hvarf henn-
ar. Að sögn lögreglu hafa alltof fáar
ábendingar borist um hvarf Aldís-
ar miðað við eftirgrennslan.
Formlegri leit hætt
Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri lög-
reglu höfuðborgarsvæðisins, segir
að þó leit sé hætt sé vinnsla máls-
ins í fullum gangi hjá rannsóknar-
deild lögreglunnar.
„Við erum að horfa yfir víðara
svæði, taka fleiri skýrslur og horfa
vel í kringum okkur. Formlegri
leit björgunarsveita er hætt nema
aðrar vísbendingar berist okk-
ur. Rannsóknardeildin er komin
miklu meira inn í málið. Þeir eru
að vinna með vísbendingar og fara
yfir stöðuna og athuga hvort það
sé fleira sem má gera betur. Þetta
er nýr mannskapur sem kemur að
málinu og kannski sér hann aðra
vinkla. Vinnsla málsins er enn í
fullum gangi hjá okkur,“ segir Ág-
úst.
Mál Aldísar er rannsakað sem
mannshvarf og að sögn lögregl-
unnar er ekki talið að hvarf hennar
tengist einhverju saknæmu.
Halda í vonina
Vigdís Rafnsdóttir, náskyld frænka
Aldísar, er búsett í Vestmannaeyj-
um og segir alla fjölskylduna vinna
mjög náið með Ágústi Svanssyni
og lögreglu höfuðborgarsvæðisins.
„Við vitum að það er ekki hægt
að leita nema vitað sé hvar á að
leita. Lögreglan er að vinna mikið
og gott starf í þessu máli þó form-
legri leit sé hætt,“ segir Vigdís en
sporlaust hvarf Aldísar fær mikið á
ættingja hennar og aðstandendur.
„Þetta er alltaf erfitt og verður
alltaf erfitt. Auðvitað vonum við að
hún finnist og að við fáum einhver
svör. Við vitum að allir eru að gera
allt sem þeir geta til að leysa úr
þessu. Við erum rosalega þakklát
fyrir alla þá hjálp sem við fáum.“
Hefur þú séð Aldísi?
Aldís er 37 ára gömul. Hún er á
milli 165 og 170 sentímetrar á hæð
með skollitað axlarsítt hár. Aldís er
mögulega klædd í dökkan jakka
eða úlpu, dökkar buxur og með
svartan og hvítan hálsklút. Þeir
sem geta veitt upplýsingar um Al-
dísi eru beðnir um að hringja í 444-
1100.
liljA KAtRín gunnARsdóttiR
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
leitað í skurðum Yfir hundrað björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að
aldísi fyrir helgi en skilyrði voru slæm vegna mikilla snjóa.
Fáar vísbendingar
Lögreglan hefur fengið
alltof fáar vísbendingar
um hvarf aldísar miðað
við eftirgrennslan.
Uppselt er í þrjár vélar Icelandair í golfferðir til Spánar í apríl:
Kreppan drepur ekki golfbakteríuna
„Málið er mjög einfalt. Við erum með
þrjár leiguflugvélar frá Icelandair til
Sevilla á Spáni núna í vor. Í hverri vél
eru 183 sæti og okkur tókst að fylla
þessar þrjár vélar á innan við tveim-
ur mánuðum. Þetta eru þá eitthvað
um fimm hundruð sæti. Okkur finnst
þetta vera ótrúlegur árangur,“ seg-
ir Peter Salmon, framkvæmdastjóri
golfdeildar ferðaskrifstofunnar Vita.
Vita flýgur til Sevilla og þaðan er
keyrt í um einn og hálfan tíma á mjög
virt golfsvæði sem eru þekkt meðal Ís-
lendinga. Þar ber að nefna Islantilla
Golf Resort, El Rompido og Monteca-
stillo. Á hverjum stað er gist á glæsi-
legum hótelum og geta þeir sem vilja
bæta golfsveifluna sótt sér kennslu.
„Á hverjum stað eru sjötíu til áttatíu
manns með flottum fararstjórum og
góðri stemningu. Þetta er yndislegt,“
segir Peter.
Að sögn Peters er aðsókn í ferðirn-
ar ögn minni en á sama tíma í fyrra en
samt sem áður kom það starfsmönn-
um Vita skemmtilega á óvart hve vel
gekk að selja í ferðirnar í ár.
„Þetta sýnir okkur kannski að
kreppan hefur ekki áhrif. Fólk lang-
ar út í sitt golf og getur ekki beðið eft-
ir að fara. Fólk getur ekki horft á frost
og snjó lengur. Við skipuleggjum ferð-
irnar almennilega og fólk kann vel að
meta það,“ segir Peter sem hefur sjálf-
ur mjög gaman af golfi. „Ég hef spilað
golf í hátt í fjörutíu ár. En ég fer ekki
með í ferðirnar núna. Ég hef nóg að
gera við að skipuleggja lúxusferðir
fyrir næsta ár.“
Vegna gríðarlegrar aðsóknar í
ferðirnar hefur ferðaskrifstofan Vita
bætt við golfferðum í apríl og maí en
ekki bara til Spánar. Vita flýgur líka til
Knightsbrook á Írlandi þar sem gist
er á fjögurra stjörnu hóteli og spilað á
skemmtilegum átján holu velli.
lilja@dv.is
tveir golfvellir El rompido er fimm stjörnu hótel þar sem eru tveir átján holu golfvellir. ótrúlegur árangur Peter salmon hefur
verið í ferðabransanum í fjöldamörg ár
og það kom honum á óvart hve vel gekk
að selja í golfferðirnar hjá Vita.
Vill ekki
glæsibifreið
Lúðvík Lúðvíksson frambjóð-
andi til formanns VR segir að
sitt fyrsta verk nái hann kjöri
á morgun verði að lækka laun
formannsins ásamt því að selja
glæsibifreið VR sem borguð er
af félagsmönnum VR. Hann
segir að glæsibifreiðin fari beint
í sölu nái hann kjöri, það sé á
hreinu. Þá muni hann fara ofan
í bækur VR með hæfustu aðilum
og leggja fjárfestingarstefnu VR
fram til félagsmanna. Félags-
menn VR þurfi að læra af mis-
tökum stjórnenda sem hafi farið
mikinn með eigur þeirra í VR.
Fótbrot í
Klambragili
Rétt eftir hádegi á laugardag
barst lögreglunni á Selfossi
hjálparbeiðni vegna konu
sem talin var fótbrotin í
Klambragili sem er norðvest-
ur af Hveragerði. Þarna hafði
par verið á göngu er konan
missteig sig og fótbrotnaði.
Björgunarsveitarmenn gengu
með konuna upp úr gilinu að
Bitru þar sem aðrir björgun-
arsveitarmenn tóku við og
komu konunni til byggða.
Svo óheppilega vildi til á leið-
inni að samferðamaður kon-
unnar steig niður í hveravilpu
og brenndist á fæti og hlaut
annars stigs bruna.
Tekjuafgangur-
inn horfinn
Ein af hverjum fimm krónum
sem hið opinbera hefur í tekjur
í ár og á næsta ári fer í að greiða
vexti af lánum. Fjármálaráðu-
neytið reiknar með því að tekju-
afkoma hins opinbera verði nei-
kvæð um 201 milljarð króna í ár.
Þetta er viðlíka fjárhæð og allur
uppsafnaður tekjuafgangur hins
opinbera á þensluárunum 2004
til 2007 þegar hann nam 195
milljörðum króna. Þetta kemur
fram á vef Greiningar Íslands-
banka. Í nýjum tölum Hagstof-
unnar kemur fram að tekjuhalli
hins opinbera árið 2008 hafi ver-
ið 17,2 milljarðar króna, eða 1,2
prósent af landsframleiðslu.