Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Side 13
Þriðjudagur 10. Mars 2009 13Fréttir
Tungan tryggð
Alþjóðlega kaffihúsakeðjan Costa
Coffee hefur tryggt tungu kaffismakk-
ara síns fyrir tæplega fjórtán milljón-
ir bandaríkjadala. Kaffismakkarinn,
Gennaro Pelliccia, bragðar persónu-
lega á hverjum skammti kaffibauna,
í verksmiðju keðjunnar í Lundúnum,
áður en baunirnar eru ristaðar og
sendar í útibúin.
„Átján ára reynsla mín gerir mér
kleift að gera greinarmun á þúsund-
um bragðtegunda,“ segir Pelliccia, en
Costa Coffee selur um eitt hundrað
milljónir kaffibolla á hverju ári um
allan heim og stefnir að því að tvöfalda
fjölda sölustaða sinna.
Tungan dýrmæta var tryggð hjá
Lloyds-tryggingafélaginu í Lundúnum.
inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif-
stofustjóri Íþrótta- og tómstunda-
„Við lítum svo á að börnin séu
að taka þátt í formlegu frístunda-
starfi á frístundaheimilunum en
þar fer fram margs konar starf-
semi sem er sniðin að aldri þeirra
og þörfum. Þá taka ekki öll börn
sem sækja frístundaheimilin þátt
í öðru frístundastarfi og þótti
ástæða til að gefa foreldrum þeirra
möguleika á að nýta kortið til að
greiða niður dægradvölina. Það
skal þó tekið fram að full vistun á
frístundaheimili kostar um 8.000
Fylgdarsveinn og elskhugi Susanne
Klatten, ríkustu konu Þýskalands,
hefur verið dæmdur til sex ára fang-
elsisvistar eftir að hann játaði að hafa
beitt hana og fleiri konur fjárkúgun
þar sem hann krafðist andvirði millj-
óna bandaríkjadala.
Susanne Klatten, erfingi BMW-
bifreiðaveldisins, hafði samband
við lögregluyfirvöld á síðasta ári og
sagði sínar farir ekki sléttar í sam-
skiptum við Helg Sgarbi, fylgdarsvein
sinn. Að sögn Klatten hótaði Helg að
birta ljósmyndir af þeim, nema hún
borgaði honum um sextíu milljónir
bandaríkjadala.
Í skriflegri játningu viðurkenndi
Helg Sgarbi að hafa beitt fórnarlömb
sín fjárkúgun og að hafa logið að
þeim, en upplýsti hvorki hvað hefði
orðið af tólf og hálfri milljón dala sem
hann hafði haft af fórnarlömbum sín-
um né hvar ljósmyndirnar sem hann
hugðist nota væru niðurkomnar.
Ríkissaksóknari Þýskalands, Ant-
on Winkler, sagði að í raun væri að-
eins um hálfa játningu að ræða, af
hálfu Sgarbis. „Við spurðum hann
hvar féð væri, um samverkamenn og
myndbönd... og hann neitaði að tjá
sig um það,“ sagði Winkler.
Susanne Klatten, sem er gift,
þriggja barna móðir, átti í ástarævin-
týri með Sgarbi. Svo fór að hann bað
hana um pening og mun hún hafa
látið hann hafa eitthvert fé í upphafi,
en þegar hún neitaði að láta hann fá
meira fé hótaði Sgarbi að senda vafa-
söm myndbönd til eiginmanns henn-
ar og fjölmiðla.
Í janúar á síðasta ári var Susanne
nóg boðið og hafði samband við
lögregluna, þrátt fyrir vissuna um
að lenda í sviðsljósi fjölmiðla og al-
mennings, og sagðist vera fórnar-
lamb svika og fjárkúgunar.
Susanne Klatten er dóttir Herberts
Quandt heitins, forstjóra BMW, og á
12,5 prósenta hlut í verksmiðjunni.
Auk þess á hún 51,1 prósents hlut í
efnaverksmiðjunni Altana. Susanne
er í 55. sæti á lista Forbes yfir ríkasta
fólk heims og er metin á 13,2 millj-
arða bandaríkjadala. kolbeinn@dv.is
Fór flatt á tilraun til fjárkúgunar:
Gamlir feður eignast verr gefin börn
Ástralskir vísindamenn hafa kom-
ist að því að eldri menn eignast verr
gefin börn en yngri karlmenn. Eftir
að hafa greint rannsóknargögn yfir
33.000 bandarískra barna, átta mán-
aða, fjögurra ára og sjö ára, komust
vísindamennirnir að því að börnin
sem áttu gamla feður komu verst út úr
greindarvísitöluprófum. Í prófunum
reyndi á einbeitingu, minni, rökvísi og
lestrargetu.
Leiða vísindamennirnir að því lík r
að erfðagallar þeirra frumna sem
framleiða sæði versni eð aldrin-
um. Þá skýringu á einnig heimfæra
upp á þá staðreynd að börnum eldri
karlmanna er hættara við geðklofa
og einhverfu, segir í tímaritinu New
Scientist.
KOMDU Í ÁSKRIFT
Hringdu í síma 515 5555 eða
sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is
eða farðu inn á www.birtingur.is
Fórnarlambið og fjárkúgarinn Helg sgarbi játaði að hafa beitt susanne Klatten og
fleiri konur fjárkúgun.
Fylgdarsveinn og
fjárkúgari dæmdur
Þó nokkuð er nú liðið síðan upp komst
um það sem álitið er vera versti glæp-
ur í sögu landsins eftir að heimsstyrj-
öldinni síðari lauk. Um er að ræða mál
Jósefs Fritzl, Austurríkismannsins sem
hélt dóttur sinni fanginni í kjallaraholu
í tæpan aldarfjórðung og eignaðist með
henni sjö börn. Jósef Fritzl mun mæta
fyrir rétt um miðjan mánuð.
Vitnisburður Elísabetar Fritzl, nú 43
ára, dóttur Jósefs hefur verið tekinn upp
á myndband og þar mun hún meðal
annars lýsa því hvernig hún reyndi „að
þóknast honum“ til að vernda dóttur
sína og syni fyrir ofbeldi af hans hálfu.
Vitnisburður Elísabetar tekur um ellefu
klukkustundir og er þess eðlis að kvið-
dómendum verður ekki gert að hlýða á
vitnisburðinn í heild sinni, því það er
ekki talið á þá leggjandi.
Í grein á vefsíðu breska dagblaðs-
ins The Times er vitnað í ónafngreind-
an heimildarmann sem stendur nærri
rannsókninni. Að sögn hans mun
Elísabet segja frá því þegar faðir henn-
ar réðst gegn henni í fyrsta skipti þeg-
ar hún var ellefu ára, þegar hún reyndi
að verjast nauðgun með „spörkum og
öskrum“.
Óþægilegar spurningar
Nokkuð víst er talið að réttarhöldin veki
upp óþægilegar spurningar um austur-
rískt samfélag þar sem horft verður til
mistaka af hálfu lögreglunnar og ótrú-
legrar blindu íbúa Amstetten gagnvart
því sem virðist hafa átt sér stað fyrir
framan nefið á þeim, við eina aðalgötu
bæjarins, þar sem Jósef hélt Elísabetu
sem kynlífsþræli í tuttugu og fjögur ár
í gluggalausri, hljóðeinangraðri kjall-
arakytru.
Á meðal þess sem talið er að komi
fram í vörn Jósefs er að dóttir hans hafi
vart verið komin á táningsaldur þegar
hún var byrjuð að stunda kynlíf og að
hún hafi reykt og neytt eiturlyfja. Jósef
Fritzl hefur áður haldið því fram að fyr-
ir honum hafi einungis vakað að bjarga
dóttur sinni. „Hann er ekki skrímsli,“
sagði Rudolf Mayer, verjandi Jósefs, í
síðustu viku. „Hann elskaði dóttur sína
á sinn hátt.“
Svipur og handjárn
Að mati lögreglunnar fæddist hugmynd
Jósefs um að gera dóttur sína að band-
ingja nokkrum árum áður en prísund
hennar hófst. Hann hafði komið sér
upp sérhönnuðum kjallara og þegar
hann hafði lokað hana þar inni neyddi
hann hana til að skrifa bréf þar sem
sagði að hún hefði hlaupist að heiman
og gengið sértrúarsöfnuði á hönd.
Kynlíf þeirra var með „samþykki“
hennar að sögn Jósefs, en sú fullyrðing
gengur í bága við lýsingar Elísabetar á
því hvernig hún var hlekkjuð við vegg
þegar hann nauðgaði henni.
Þó Elísabet hafi ekki farið út í smá-
atriði hvað varðar líkamlegt ofbeldi af
hálfu föður síns kemur fram í vitnis-
burði hennar að slíkt hafi átt sér stað
og við leit í kjallaranum fann lögreglan
svipur og handjárn.
Sjö börn á tuttugu
og fjórum árum
Í kjallaranum eignaðist Elísabet sjö
börn með föður sínum, án nokkurr-
ar læknisaðstoðar. Eitt barnanna mun
hafa dáið skömmu eftir fæðingu og
Fritzl losaði sig við lík þess í brennslu-
ofni í kjallara húss síns. Dauði þess
barns verður lagður til grundvallar
ákæru um manndráp af gáleysi á hend-
ur Jósef, því saksóknari heldur því fram
að Jósef hefði getað bjargað barninu ef
hann hefði kallað til lækni.
Þrjú barnanna voru tekin inn í fjöl-
skyldu Jósefs, á efri hæðum hússins, og
opinberlega ættleidd af Jósef og Rose-
marie, eiginkonu hans. Jósef hélt því
fram að börnin hefðu fundist á útidyra-
tröppunum og neyddi Elísabetu til
að skrifa bréf sem studdu þann upp-
spuna.
Heimkoma undirbúin
Jósef Fritzl hefur ávallt haldið því fram
að honum hafi verið annt um fanga
sína og hafi fært þeim matvæli, bækur
og leikföng. Meðal þess sem hann gaf
þeim var samkvæmispáfi, smávaxinn
páfagaukur, og sú staðreynd að hann
lifði af í kjallaranum staðfestir, sam-
kvæmt fullyrðingu Jósefs, að gæði and-
rúmsloftsins í kjallaranum hafi verið
næg fyrir manneskjur.
Að sögn heimildarmanns The
Times minnist Elísabet þess að stórar
rottur áttu það til að birtast og henni
tókst að bana einni þeirra með því að
berja hana með fötu. Einnig kom Jós-
ef endrum og sinnum með ljósmynd-
ir af „börnunum uppi“ og setti Elísabet
myndirnar í albúm.
Jósef fullyrðir að hann hafa ávallt
ætlað að gefa Elísabetu og börnun-
um þremur frelsi á ákveðnum tíma.
Að hans sögn hafði hann þegar hafið
breytingar á hluta hússins með það fyr-
ir augum að Elísabet og börnin hefð-
ust þar við og sagt Elísabetu að skrifa
bréf og útskýra að hún hefði ákveðið að
koma heim.
Ef rétt reynist að Jósef hafi íhugað
frelsi til handa bandingjum sínum þá
settu alvarleg veikindi Kristen, dótt-
ur hans og Elísabetar, í apríl á síðasta
ári strik í reikninginn. Elísabetu tókst
að telja Jósef á að koma dóttur þeirra
á sjúkrahús og starfsfólk þar gerði sér
grein fyrir að ekki var allt með felldu og
hafði samband við lögreglu.
Sálræn vandamál
og þyngdartap
Í myndbandsframburði Elísabetar seg-
ir hún að þolraunin vegna misnotk-
unar Jósefs hafi hafist þegar hún var á
barnsaldri þegar hann setti klámblöð
undir koddann hennar. Eftir það þjáð-
ist hún af sálrænum vandamálum, hún
veitti sér skurði og var 36 kíló að þyngd
þegar fangavist hennar hófst þegar hún
var átján ára.
Lögfróðir menn telja ekki loku fyr-
ir það skotið að Jósef kunni að verða
frjáls maður fyrr en almenningur ætlar.
Að þeirra mati er nánast ómögulegt að
fá hann sakfelldan fyrir morð af gáleysi.
Hámarksrefsing fyrir nauðgun, sem er
næstalvarlegasta ákæran, er fangelsis-
vist í allt að fimmtán ár og með góðri
hegðun gæti Jósef Fritzl losnað úr fang-
elsi eftir fimm eða tíu ár.
Lögfræðingurinn Raoul Wagner í
Vín hefur barist fyrir breytingum á kerfi
sem „verndar glæpamenn“ frekar en
fórnarlömb. „Um er að ræða stórbrot-
inn glæp, en ekki með tilliti til þeirra
refsinga sem okkar forna refsilöggjöf
heimilar,“ sagði Wagner. Að hans mati
er engin trygging fyrir því að konum
standi ekki ógn af Jósef Fritzl, ef hann
nær háum aldri.
„Sópa undir teppið“
Þar til nýlega var skýrslum um dæmda
glæpamenn eytt tíu árum eftir að við-
komandi glæpamaður hafði lokið af-
plánun. Jósef Fritzl var dæmdur fyrir
nauðgun 1967 og sat inni í átján mán-
uði. Ef lögreglan hefði haft aðgang að
skrám um Jósef hefði mögulega verið
hægt að grípa inn í glæpsamlegt athæfi
hans fyrr.
En annað hefur vakið meiri furðu
og það er þáttur almennings, nágranna
Fritzl og félagsmálaeftirlitsins.
Vitað er að félagsmálaeftirlitið sótti
Fritzl-hjónin heim, en fyrir einhverra
hluta sakir fannst starfmönnum eftir-
litsins ekkert athugavert við heimilis-
haldið. Slíkt hið sama er að segja um ná-
grannana, en samt hefur Fritzl fullyrt að
flest það sem hann gerði hafi hann gert
fyrir framan allra augu. Hvort sem um
var að ræða byggingu kjallarans eða að-
föng til fanganna sem þar bjuggu. Jafn-
vel Rosemarie, eiginkona Jósefs, kom af
fjöllum, að eigin sögn.
Fyrir skömmu síðan setti Hubsi
Kramar upp umdeilt leikrit sem byggir
á máli Fritzl og er hann ómyrkur í máli
um landa sína. „Við höfum óheppilega
tilhneigingu í þessu landi til að sópa
hlutum undir teppið. Við kjósum að
horfa ekki. Að sjá ekki,“ sagði Kramar.
Fjölmiðlafár undirbúið
Réttarhöldin fara fram í Sankti Pölten og
þar er unnið hörðum höndum við und-
irbúning fyrir innrás fjölmiðla víða að úr
heiminum. Sölubásar verða settir upp á
torginu þar sem hægt verður að kaupa
snarl.
Orðrómur hefur kviknað um að sækj-
andi og verjandi hafi náð samkomulagi
um að dómi réttarins muni, þegar þar
að kemur, ekki verða áfrýjað. Fyrir vik-
ið, samkvæmt orðrómnum, býðst Jósef
að velja sér fangelsi og segir sagan að
hann hafi gert það nú þegar og um sé
að ræða fangelsi sem taki mörgum hót-
elum fram þegar kemur að frístundaað-
stöðu fanganna.
Réttarhöldin hefjast mánudaginn
16. mars og víst er að augu alþjóða-
samfélagsins munu enn á ný beinast að
manninum sem þekktur er sem austur-
ríska „sifjaspellaskrímslið“.
„SifjaSpellaSkrímSlið“
fyrir dóm
Tæp vika er þar til réttarhöld hefjast yfir Jósef Fritzl, austurríska „sifjaspellaskrímslinu“
sem hélt dóttur sinni fanginni í tuttugu og fjögur ár og eignaðist með henni sjö börn.
Vitnisburður Elísabetar, dóttur Jósefs og fórnarlambs, var tekinn upp á myndband og lýsir
hún þar þolraun sinni sem, í raun, hófst þegar hún var ellefu ára
og er sennilega ekki enn lokið. Talið er að Jósef geti orðið
frjáls maður fyrr en marga grunar.
Jósef Fritzl réttarhöld yfir einum alræmdasta austurríkismanni frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar.