Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Síða 14
Umliðin helgi einkennd-ist af heljarstökkum eða risafalli fólks í prófkjör-um. Það gladdi hjarta
Svarthöfða að sjá vestfirsku valkyrj-
una Ólínu Þorvarðardóttur skjótast
hátt á himin Samfylkingar í Norð-
vesturkjördæmi og hreppa annað
sætið á framboðslista flokksins. Það
er til marks um jafnræði hjóna að
hún ýtti Sigurði Péturssyni, eigin-
manni sínum, til hliðar og tók sæti
hans. Rétt er að halda því til haga
að hann hvarf sjálfviljugur frá fram-
boði í stað þess að verða lagður af
eiginkonu sinni.
Þessi mikla kjarnakona á eftir að láta mikið að sér kveða á Alþingi og von-andi fær hún ráðherra-
stól. En það eru ekki allir sam-
mála um ágæti þessa fyrrverandi
skólameistara frá Íslafirði. Á sínum
tíma reyndi Ólína eftir mætti að
halda uppi aga meðal kennara ekki
síður en nemenda. Það tókst ekki
betur en svo að uppreisn brast á í
skólanum og á endanum hrökklað-
ist skólameistarinn úr starfi. Þann
dag bugaðist Svarthöfði af leiða
yfir skammsýni þeirra sem ekki
bera skynbragð á stóra einstakl-
inga. Fæstir skilja ástæður þess að
hún yfirgaf Menntaskólann, en sjálf
er Ólína með það á hreinu að hún
sætti innri ofsóknum enskukennara
og fleiri öfundarmanna. Hún var
misskilin af vitsmunaverum sem
þekkja ekki taðköggla frá eplum.
Um tíma var Ólína dómari í hinum alræmda sjón-varpsþætti Gettu betur. Þar fengu gáfur hennar
og hárprýði svo sannarlega að njóta
sín. Það hvessti að vísu á stundum í
samskiptum dómara og keppenda
sem skyldu ekki að orð dómarans
eru eins konar lög. Og Ólína gaf sig
hvergi í þeim slag og stóð á sínu
eins og ævinlega.
Allt frá því að Ólína gekk hnarreist út úr Mennta-skólanum á Ísafirði hefur hún verið áberandi í um-
ræðunni. Geislandi gáfur og innsæi
hefur einkennt ræðu hennar og rit.
Hún hefur undirstrikað rækilega
hversu mikið tjón Menntaskólans
var við brotthvarfið.
Ólína stóð í vetur fyrir sam-tökum óháðra sem vildu beita sér fyrir endur-skoðun stjórnarskrárinn-
ar. Áréttað var þar að þau sem að
þessu stóðu stefndu ekki á þing og
væru ópólitísk með tilliti til hefð-
bundinna stjórnmálaflokka. Þetta
var hópur sem af eindrægni barðist
fyrir stjórnlagaþingi og hafði að
markmiði að leiðrétta lýðræðishall-
ann. Óljóst er hvað gerðist í fram-
haldinu en væntanlega hafa augu
Ólínu opnast fyrir því að fjórflokk-
urinn er hjarta íslenska lýðveldis-
ins. Í framhaldinu hefur hún ákveð-
ið að fara í framboð. Samfylkingin
var þá rökréttur farvegur fyrir hana.
Á þeim örlagatímum sem nú eru á Íslandi er nauðsyn-legt að fá til verka kjarna-fólk. Svarthöfði er sann-
færður um að Ólína er af þeirri sort
sem dugir til að draga þjóðina upp
úr feninu. Þegar fyrir liggur að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir er að hætta
í stjórnmálum og Jóhanna Sigurð-
ardóttir vill ekki taka við kaleik for-
manns Samfylkingar er lausn for-
mannskreppunnar augljós. Ólína er
auðvitað best til þess fallin að stýra
flokknum milli skerja. Þá er víst að
hún mun lúskra á þeim sem ekki
fylgja stefnu hennar. Öllu skiptir
að nú er Ísland að komast í réttar
hendur. Þjóðin mun að sjálfsögðu
fylkja sér að baki vestfirsku val-
kyrjunni sem mætt er til að bjarga
þjóðinni.
Þriðjudagur 10. Mars 200914 Umræða
Vestfirska Valkyrjan
svarthöfði
spurningin
„Já. Talan 2 virðist
ætla að loða við mig.“
Fjölmiðlamaðurinn
Sigmundur Ernir
Rúnarsson náði
takmarki sínu, 2.
sæti, í netprófkjöri
samfylkingarinnar í
Norðausturkjör-
dæmi um helgina.
Eins og flestir vita var sigmundur
forstöðumaður fréttasviðs stöðvar 2
en var sagt upp störfum fyrr á árinu.
er allt þegar
tVennt er?
sandkorn
n Sú ákvörðun Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur að hverfa
úr stjórnmálum kom samherj-
um hennar, sem öðrum, mjög
á óvart. Staðan er grafalvarleg
fyrir flokkinn þar sem örstutt er
til kosninga.
Dagur B.
Eggertsson
er af mörg-
um talinn
framtíðar-
leiðtogi
en vand-
inn felst í
reynsluleysi
hans. Samfylkingarmenn leggja
því ofuráherslu á að fá Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráð-
herra til að skipta um skoðun
og gefa kost á sér til að brúa bil-
ið þar til nýr leiðtogi finnst.
n Takist ekki að snúa Jóhönnu
Sigurðardóttur beinast augu
sumra að Össuri Skarphéð-
inssyni iðnaðarráðherra sem
sloppið hefur í gegnum banka-
hrunið með óskaddaða ímynd.
Össur skildi við flokkinn á sín-
um í tíma í 32 prósenta fylgi og
hefur yfir að ráða mikilli póli-
tískri reynslu. Þá skemmir vafa-
laust ekki fyrir honum að vera,
ásamt Ögmundi Jónassyni
heilbrigðisráðherra, guðfaðir
núverandi ríkisstjórnar. Vand-
inn er hins vegar áhugaleysi
Össurar á því að takast á hendur
verkefnið.
n Slagur Illuga Gunnarsson-
ar og Guðlaugs Þórs Þórðar-
sonar um fyrsta sætið á lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
fer stöðugt
harðn-
andi og
muna elstu
menn ekki
önnur eins
vígaferli.
Baráttan er
grimmust
í myrkvið-
um netsins þar sem tíðkast hin
breiðu spjótin. Guðlaugur Þór
þótti eiga góðan leik í stöðunni
um helgina þegar haldið var
pólskt kvöld á kosningaskrif-
stofu hans undir handleiðslu
frambjóðandans Grazyna Mar
Okuniewska. Reiknað er með
að í framhaldinu flykkist Pól-
verjarnir í Sjálfstæðisflokkinn.
n Framsóknarflokkurinn gengur
í gegnum mikla endurnýjun
þessa dagana, eins og Sjálfstæð-
isflokkurinn. Athygli vakti þó
að við uppstillingu í Reykja-
vík var for-
maðurinn,
Sigmund-
ur Davíð
Gunnlaugs-
son, gerður
afturreka
með þá til-
lögu sína að
vinur hans,
Magnús Árni Skúlason, yrði
í öðru sæti í Reykjavík norð-
ur. Vefritið Pressan greindi frá
því að þá hefði sá gamli refur,
Alfreð Þorsteinsson, risið upp
og mótmælt. Taldi hann ófært
að Magnús Árni, samherji Guð-
laugs Þórs Þórðarsonar, fengi
sætið. Sagði hann óþarft að
flytja spillingu inn í Framsókn.
LyNgháLs 5, 110 rEykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Þótt henni sé
það óljúft.“
n Jónas Kristjánsson,
fyrrverandi ritstjóri og blaðamaður, um að
Jóhanna Sigurðardóttir neyðist til þess að taka við
formannssæti Samfylkingarinnar hvort sem henni
líki það betur eða verr. - jonas.is
„Þar eiga helst
allir hlutir að
gerast í gær.“
n Björn Bjarnason alþingismað-
ur um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann
segir óðagot stjórnarinnar endurspegla pólitískt
skapferli hennar. - bjorn.is
„Hættan á raunverulegu
þjóðargjaldþroti hefur
færst nær.“
n Thomas Haugaard, hagfræðingur hjá Svenska
Handelsbanken í Kaupmannahöfn, í samtali við
Bloomberg-fréttaveituna um þjóðnýtingu
fjárfestingabankans Straums. - DV.is
„Economy Comfort er
almennur fargjaldaflokk-
ur þar sem farþegum er
boðið upp á meiri þjón-
ustu.“
n Segir í lýsingu Icelandair en Vísir greinir frá því
að Jón Ásgeir Jóhannesson, sem er vanur að
fljúga með einkaþotum, hafi flogið á Economy
Comfort til Englands. - visir.is
„Ég held að við
hefðum ekki getað
fengið betri gest
en hana.“
n Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra um Evu
Joly sem er komin til
landsins til þess að
hjálpa til við rannsókn
bankahrunsins. - mbl.is
Formannskreppa
Leiðari
Með þeirri síðbúnu ákvörðun sinni að hætta í stjórnmálum setur Ingibjörg Sólrún Gísladótt-ir Samfylkinguna í gríðarlega
erfiða stöðu. Þar ríkir nú formannskreppa
með tilheyrandi óróleika innanflokks. Ingi-
björg var um tíma sterkur leiðtogi en fjarvist-
ir vegna veikinda hafa veikt stöðu hennar
svo að líklega var bakland hennar brostið. Þá
voru þær raddir sífellt háværari sem kröfð-
ust þess að hún axlaði sinn hluta ábyrgðar
á bankahruninu og eftirleik þess. Eina færa
leiðin fyrir hana var því að hætta. Hinn aug-
ljósi arftaki væri Jóhanna Sigurðardóttir sem
fleytt gæti flokknum í gegnum einar kosn-
ingar. En forsætisráðherrann hefur enn sem
komið er þvertekið fyrir að vilja formanns-
stólinn. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrr-
verandi formaður Alþýðuflokksins, hefur
lýst áhuga sínum á því að verða formaður.
Jón Baldvin er afskaplega umdeildur innan
Samfylkingarinnar og því engar líkur á því
að sátt yrði um hann í það embætti. Dagur
B. Eggertsson, leiðtogi borgarstjórnarflokks
Samfylkingar, hefur lýst yfir framboði sínu til
varaformanns. Nafn hans hefur nú dúkkað
upp í tengslum við formennskuna. Dagur er
óskrifað blað í landsmálum og mikil áhætta
fólgin í því að fela honum æðsta embætti
flokksins.
Það gæti haft í för með sér fylgishrun
Samfylkingar ef illa velst í formannsstól-
inn. Minnsta áhættan felst í því að fá Jó-
hönnu til að fallast á það að verða formaður
í skamman tíma. Ef hún felst ekki á það ligg-
ur í augum uppi að næstbesti kosturinn fyr-
ir Samfylkinguna er Össur Skarphéðinsson,
fyrrverandi formaður. Hann hefur reynslu
af embættinu og myndi geta brúað það bil
sem myndast við skyndilegt brotthvarf Ingi-
bjargar Sólrúnar. Össur hefur líka þann
nauðsynlega eiginleika stjórnmálamanns að
geta stappað stálinu í fólk á erfiðleikatímum
án þess að vera í beinni afneitun varðandi
ástandið. Aðalatriðið fyrir þjóðina er að fá
til leiks leiðtoga sem trúa á framtíð velferð-
arríkisins og geta vakið upp jákvæðni meðal
landsmanna.
reynir traustason ritstjóri skrifar: Næstbesti kosturinn fyrir Samfylkinguna er Össur Skarphéðinsson
bókstafLega