Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Page 16
þriðjudagur 10. mars 200916 Ættfræði Davíð Baldursson prófastur austfjarðaprófastsdæmis Davíð fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám í horn- leik, lauk stúdentsprófi frá MA 1970, lauk embættisprófi í guðfræði við HÍ 1976 og stundaði framhalds- nám í safnaðar- og stjórnunarfræði í guðfræðideild guðfræðiháskólans í Pittsburgh í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum 1986-87. Davíð var rannsóknarlögreglumað- ur 1976-77, hefur verið prestur á Eskifirði og Reyðarfirði frá 1977, var skólastjóri Tónlistarskólans á Eskifirði og Reyðarfirði frá 1977-90, kennari við Grunnskóla Eskifjarðar frá 1977 og er prófastur Austfjarða- prófastsdæmis frá 1994. Davíð lék með Lúðrasveit Keflavík- ur 1960-64, var formaður Styrktar- félags vangefinna á Austurlandi frá 1981-87, var formaður Prestafélags Austurlands 1982-86, var ritstjóri Kirkjulífs á Austurlandi 1984-2000, hefur verið í stjórn Kirkjumiðstöðv- ar Austurlands frá stofnun 1985 og formaður stjórnar frá 1987, sit- ur í Menningarráði Austurlands frá stofnun, 2000, var forstöðumaður Kirkju- og menningarmiðstöðvar Fjarðabyggðar á Eskifirði 2000-2007 og er stjórnarformaður hennar. Fjölskylda Davíð kvæntist 6.9. 1971 Inger Lindu Jónsdóttur, f. 7.2. 1950, sýslumanni á Eskifirði. Hún er dóttir Jóns Elliða Þorsteinssonar, f. 3.8. 1928, d. 2.5. 2003, skrifstofustjóra hjá Varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli, og Eddu Pétursdóttur, f. 23.10. 1931, d. 28.5. 1995, matráðskonu í Eyjafirði. Börn Davíðs og Ingerar eru Drífa Kristjana, f. 28.6. 1974, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík; Margrét Hlín, f. 5.12. 1982, kvikmyndafræðingur á sviði teiknimynda, búsett í Skot- landi; Þorvaldur Örn, f. 11.10. 1990, nemi við MA. Systkini Davíðs eru Elínborg, f. 26.9. 1950, skrifstofustjóri við Þjóðminja- safn Íslands; Guðmundur Friðrik, f. 22.1. 1953, byggingatæknifræðingur Hveragerðisbæjar; Hannes, f. 22.6. 1955, tónmenntakennari og organ- isti, búsettur í Garðabæ. Foreldrar Davíðs: Baldur Guð- mundsson, f. 26.4. 1924, d. 19.3. 1994, skipstjóri og birgðavörður hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, og k.h., Margrét Þuríður Friðriks- dóttir, f. 14.3. 1920, fyrrv. póstfulltrúi í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Ætt Baldur var sonur Guðmundar, kaupfélagsstjóra á Þórshöfn og odd- vita á Syðra-Lóni á Langanesi, bróð- ur Aðalbjargar, ömmu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Guð- mundur var sonur Vilhjálms, b. á Ytri-Brekkum á Langanesi Guð- mundssonar, og Sigríðar, systur Árna, langafa Steingríms J. Sigfús- sonar. Sigríður var dóttir Davíðs, b. á Heiði á Langanesi Jónssonar, b. á Lundarbrekku Sigurðssonar. Móðir Jóns var Sigríður Ketilsdóttir, systir Sigurðar, föður Ketils, afa Hallgríms og Sigurðar Kristinssona, forstjóra SÍS. Móðir Sigríðar var Þuríður, systir Jóns, langafa Þórs Vilhjálms- sonar hæstaréttadómara, Jónas- ar Jónssonar búnaðarmálastjóra og Hjálmars H. Ragnarssonar tón- skálds. Þuríður var dóttir Árna, b. á Sveinsströnd Arasonar, b. á Skútu- stöðum Ólafssonar, föður Kristjönu, móður Jóns Sigurðssonar alþingis- forseta á Gautlöndum, langafa Jóns Sigurðssonar, fyrrv. viðskiptaráð- herra. Móðir Baldurs var Herborg Friðriksdóttir, smiðs á Syðri-Brekk- um í Sauðaneshreppi Erlendssonar, alþm. og skálds á Ási í Kelduhverfi Gottskálkssonar, b. í Nýja-Bæ í Kelduhverfi Pálssonar, föður Magn- úsar, langafa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Móðurbróðir Davíðs er Helgi Selj- an, fyrrv alþm., afi Helga Seljan í Kastljósinu. Margrét er dóttir Frið- riks, hreppstjóra á Eskifirði, bróður Guðrúnar, móður Árna Helgason- ar, fyrrv. póst- og símstöðvarstjóra í Stykkishólmi. Friðrik var sonur Árna, útgerðarmanns á Eskifirði Halldórssonar, b. á Högnastöðum í Helgustaðahreppi. Móðir Frið- riks var Guðný Sigurðardóttir, b. í Tunguhaga Péturssonar, og Hall- gerðar Bjarnadóttur, b. á Hallbjarn- arstöðum Ásmundssonar, b. í Stóra Sandfelli Jónssonar, bróður Hjörleifs læknis, langafa Árnýjar, ömmu Sig- urbjörns biskups, föður Karls bisk- ups. Móðir Hallgerðar var Guðný, ljósmóðir Árnadóttir, b. á Kappeyri í Fáskrúðsfirði Stefánssonar, ættföður Sandfellsættar Magnússonar. Móðir Margrétar var Elínborg, systir Helga, föður Árna í Stykkishólmi, föður Helga, skólastjóra Rimaskóla. Elín- borg er dóttir Þorláks, b. á Kárastöð- um í Austur-Húnavatnssýslu Odds- sonar og Ingigerðar Helgadóttur. Davíð býður Austfirðingum upp á tónleika í tilefni afmælisins í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggð- ar á afmælisdaginn milli kl. 19.00 og 21.00. Brynhildur ólst upp í Keflavík, var í Myllubakkaskóla, Holtaskóla í Keflavík, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1999, stundaði nám við Myndlistarskól- ann á Akureyri 1999-2001, lauk BA-próf í textíl- og fatahönnun frá Listaháskóla Íslands 2004 og MSc.- prófi í tæknilegum textíl og atgerv- isfatnaði frá University of Leeds í Bretlandi 2006. Brynhildur var þjónustufulltrúi í sparisjóðum á sumrin, var að- stoðarmaður Hrannar Vilhelms- dóttur um skeið, hefur starfað sjálfstætt sem hönnuður á vegum ýmissa fyrirtækja, s.s. hjá Zo On, starfrækti Gallerý Box á Akureyri ásamt þremur öðrum myndlist- armönnum og starfrækir nú eigið fyrirtæki og systur sinnar, Lúka Art & Designe, en þær systur sérhæfa sig í prjónafatnaði. Brynhildur hefur tekið þátt í fjölda samsýninga en þær systur héldu einkasýningu á Þjóðminja- safninu í fyrra sem hét Prjóna- heimur Lúka. Þá er Brynhildur aðstoðarforstöðumaður við félags- miðstöðina Garðalund í Garðabæ. Fjölskylda Eiginmaður Brynhildar er Rúnar Leifsson, f. 6.11. 1978, fornleifa- fræðingur, dýrabeinafræðingur og kennari við HÍ. Systkini Brynhildar eru Kristín Andrea Þórðardóttir, f. 6.9. 1976, kvikmyndaframleiðandi, fram- kvæmdastjóri Poppoli Pictures og starfrækir Jaðarmyndir; Gunn- hildur Þórðardóttir, f. 10.3. 1979, myndlistarmaður og hönnuður og upplýsingafulltrúi Hafnarborgar; Hörður Þórðarson, f. 27.1. 1986, nemi við Iðnskólann í Reykjavík; Kjartan Þórðarson, f. 27.1. 1986, starfsmaður hjá DHL. Foreldrar Brynhildar eru Þórð- ur Kristinn Magnússon, f. 21.12. 1951, skipasmíða- og húsasmíða- meistari og starfsmaður Fríhafn- arinnar, og Guðný Húnbogadótt- ir, f. 11.5. 1955, launafulltrúi hjá Reykjanesbæ. Brynhildur og Gunnhildur, tví- burasystir hennar, halda upp á af- mælið með pomp og prakt í félags- heimilinu Garðaholti í Garðabæ föstudaginn 13.3. frá kl. 20.00. Þar verður m.a. tískusýning og opnun á vefsíðu þeirra. Gunnhildur ólst upp í Keflavík. Hún var í Myllubakkaskóla, Holta- skóla í Keflavík, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1999, stundaði nám í kvennafræð- um við Cambridge University, lauk BA-prófi í listasögu og fagurlistum við Listaháskólann í Cambridge 2003 og lauk síðan MA-prófi í list- stjórnun við sama skóla árið 2006. Gunnhildur var læknaritari í mörg ár, þjónustustúlka við ýmis veitingahús og kaffihús í Cam- bridge á námsárunum þar, starf- aði hjá Listasafni Reykjanesbæjar 2004-2006 og hefur verið upplýs- ingafulltrúi Hafnarborgar frá 2007. Gunnhildur söng í kvennakór Fjölbrautaskóla Suðurnesja og var umsjónarmaður kórsins, starfaði í leikráði skólans og listráði hans, sat í listráði Listaháskólans í Cam- bridge á námsárunum þar, er fé- lagi í Íslenskri grafík og í SÍM, Sam- bandi íslenskra myndlistarmanna. Þá situr hún í sýningarnefnd og stjórn Íslenskrar grafíkur. Fjölskylda Eiginmaður Gunnhildar er Doug- las Arthur Place, f. í Bretlandi 16.12. 1973, rafeindatæknifræð- ingur. Synir Gunnhildar og Dou- glas Arthurs eru Ísak Þór Place, f. 24.11. 2004; Tómas Orri Place, f. 9.8. 2006. Systkini Gunnhildar eru Krist- ín Andrea Þórðardóttir, f. 6.9. 1976, kvikmyndaframleiðandi, fram- kvæmdastjóri Poppoli Pictures og starfrækir Jaðarmyndir; Brynhildur Þórðardóttir, f. 10.3. 1979, textíl- og fatahönnuður í Reykjavík; Hörður Þórðarson, f. 27.1. 1986, nemi við Iðnskólann í Reykjavík; Kjartan Þórðarson, f. 27.1. 1986, starfsmað- ur hjá DHL. Foreldrar Brynhildar eru Þórður Kristinn Magnússon, f. 21.12. 1951, skipasmíða- og húsasmíðameist- ari og starfsmaður Fríhafnarinnar, og Guðný Húnbogadóttir, f. 11.5. 1955, launafulltrúi hjá Reykjanes- bæ. Gunnhildur og Brynhildur, tví- burasystir hennar, halda upp á af- mælið með pomp og prakt í félags- heimilinu Garðaholti í Garðabæ föstudaginn 13.3. frá kl. 20.00. Þar verður m.a. tískusýning og opnun á vefsíðu þeirra. Brynhildur Þórðardóttir textÍl- og fatahönnuður Í reykjavÍk Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður og hönnuður Í hafnarfirði 30 ára í dag 30 ára í dag 30 ára n Joanna Matyszczyk Kirkjuvegi 11b, Hafnarfirði n Búi Bendtsen Vindakór 9, Kópavogi n Anna Katrín Ragnarsdóttir Jöklafold 43, Reykjavík n Jónína Ósk Ingólfsdóttir Eskivöllum 9a, Hafn- arfirði n Vaka Dóra Róbertsdóttir Furugrund 64, Kópa- vogi n Gyða Hlín Björnsdóttir Tröllateigi 32, Mosfellsbæ n Rakel Bergmann Rúnarsdóttir Úthaga 9, Selfossi n Ása Margrét Birgisdóttir Stórholti 5, Akureyri n Svava Ástudóttir Bræðraborgarstíg 23, Reykjavík n Guðrún Ingólfsdóttir Mánabraut 6, Höfn n Benedikt Þór Kristjánsson Holtsflöt 6, Akranesi n Árni Jökull Þorsteinsson Torfufelli 50, Reykjavík 40 ára n Mark Richard Eldred Ljósalandi 22, Reykjavík n Wieslaw Dariusz Stawiski Melgerði 13, Reyð- arfirði n Jón Gestur Ólafsson Njörvasundi 22, Reykjavík n Anna Ágústa Bjarnadóttir Dalbraut 3, Grindavík n Þráinn Jónsson Pálsbúð 1, Þorlákshöfn n Anna Sigurbjörg Sævarsdóttir Bifröst Sjónar- hóli, Borgarnesi n Guðjón Sigurður Guðjónsson Jakaseli 10, Reykjavík n Hrafnhildur Sverrisdóttir Laugarvegi 39, Siglufirði n Magnea Tómasdóttir Sólvallagötu 64, Reykjavík n Hjördís D Vilhjálmsdóttir Seilugranda 5, Reykjavík n Ásgeir Salberg Jónsson Blönduhlíð, Búðardal 50 ára n Arndís Gísladóttir Sævangi 32, Hafnarfirði n Anna Lísa Kristjánsdóttir Kringlunni 35, Reykjavík n Jón William Andrésson Hrauntungu 11, Kópavogi n Árni Þór Jónsson Garðhúsum 1, Reykjavík n Ágústína Guðrún Pálmarsdóttir Neðstaleiti 28, Reykjavík n Ragnheiður Katrín Thorarensen Bæjarbrekku 10, Álftanesi n Margrét Rögnvaldsdóttir Fellsási 9, Mosfellsbæ n Ingibjörg Ólafsdóttir Hvammshlíð 3, Akureyri n Rakel Katrín Guðjónsdóttir Bólstaðarhlíð 5, Reykjavík n Rebekka Jóhanna Pálsdóttir Hafraholti 6, Ísafirði 60 ára n Sigríður Gestrún Halldórsdóttir Lindarseli 1, Reykjavík n Þráinn Eyjólfsson Hlíðarvegi 45, Ísafirði n Emil Páll Jónsson Suðurgötu 36, Reykjanesbæ n Sigurjóna Óskarsdóttir Hlíðargerði 16, Reykjavík n Gísli R Sveinsson Kambahrauni 39, Hveragerði 70 ára n Árni Björgvinsson Laufbrekku 15, Kópavogi n Árný Þórðardóttir Suðurhvammi 13, Hafnarfirði n Inga Magnúsdóttir Miðholti 6, Hafnarfirði n Haukur Brynjólfsson Jórufelli 2, Reykjavík n Magnús Einarsson Sóleyjarima 17, Reykjavík 75 ára n Jóna Torfhildur Þórarinsdóttir Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði n Sigríður Jónsdóttir Keilugranda 8, Reykjavík n Kjartan Gunnarsson Borgarbraut 10, Grund- arfirði n Þórdís Gunnarsdóttir Hrannarstíg 30, Grundarfirði 80 ára n Flosi Kristinsson Höfða 1, Akureyri n Ásta Sigríður Hannesdóttir Dalbraut 14, Reykjavík n Katrín K Thors Eiðistorgi 5, Seltjarnarnesi n Bolli Ólason Skeiðarvogi 63, Reykjavík n Hjördís Elinorsdóttir Bröttuhlíð 13, Hveragerði n Jón Páll Pálsson Hraunbæ 64, Reykjavík 85 ára n Kristín B Björnsdóttir Bláhömrum 2, Reykjavík 90 ára n Jón Guðmundsson Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík 95 ára n Magnús Sigurjónsson Dvalarheimilinu Lundi, Hellu Til hamingju með afmælið! 60 ára í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.