Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Side 21
Þriðjudagur 10. Mars 2009 21Fókus
á þ r i ð j u d e g i
aniston efst
Myndin Marley and Me með Jennifer Aniston og Owen Wilson í
aðalhlutverkum var aðsóknarmesta mynd helgarinnar. Myndin var
frumsýnd á föstudag en hún sló við gamla brýninu Clint Eastwood
en myndin hans Gran Torino var einnig frumsýnd þá. 2684 manns
sáu Marley and Me sem þénaði rúmar 2,5 milljónir en 2264 sáu
Gran Torino sem þénaði rúmar 2 milljónir.
Kvenhatur
í Kilju
Metsölubókin Karlar sem hata kon-
ur er komin út í kilju hjá bókafor-
laginu Bjarti. Halla Kjartansdóttir
þýddi bókina sem er eftir Stieg Lars-
son en hann lést árið 2004. Bókin
hefur náð miklum vinsældum hér
heima sem og úti en hún sat með-
al annars á metsölulista New York
Times. Bókin fjallar um ævintýri
blaðamannsins Mikaels Blomkvist
en sjálfur var Larsson blaðamaður
og starfaði á sænsku fréttastofunni
TT. Þá stofnaði hann og ritstýrði
tímaritinu Expo.
Ábyrgð lista-
mannsins
Leiklistarsamband Íslands stend-
ur fyrir fundaröð í Nýlistasafninu
sem hefst í kvöld. Yfirskrift fund-
anna er Á hverfanda hveli og er
undirtitillinn Ábyrgð listamanns-
ins. Fulltrúum fjögurra fagfélaga
innan sviðslista hefur verið falið
að sjá um eitt kvöld hverjum og
fimmta kvöldið verður tileinkað
hlutverki listamanna í endurreisn
Íslands. Fundurinn í kvöld hefst
klukkan 20.00 og er það Kristín
Eysteinsdóttir leikstjóri sem er
umsjónarmaður.
Ég bauð kærustunni minn út að
borða á veitingastaðinn Orange við
Reykjavíkurhöfn í tilefni af konudeg-
inum. Það er kvöldstund sem ég mun
seint gleyma enda ekki frá því að ég
hafi orðið fyrir því sem kalla mætti
matarupplifun.
Staðurinn sjálfur er líflegur en fág-
aður í útliti og býður upp á einn allra
flottasta bar landsins. Ekki bara fyrir
útlitið heldur er hægt að panta mik-
ið magn af frumlegum, fjölbreytt-
um og skemmtilegum drykkjum. Við
settumst inn á barinn þar sem við
fengum okkur Chuck Berry og Tony
Montana.
Við ákváðum að panta óvissu-
matseðil staðarins þar sem mat-
reiðslumennirnir ráða ferðinni. Á
matseðlinum er lofað minnst fimm
réttum en þeir geta orðið fleiri.
Fyrsti rétturinn sem við feng-
um kom fljúgandi til okkar í orðs-
ins fyllstu merkingu. Djúpsteiktur
smokkfiskur var borinn fram í lítilli
fötu sem hékk í stórri helíumblöðru.
Með því fengum við líka hægeld-
aðan þorsk sem var borinn fram á
skemmtilegan hátt í trékörfu sem
þurrísreyk lagði upp úr. Forréttur-
inn var frábær en kvöldið var rétt að
byrja. Eftir það settumst við inn í sal
og þangað héldu kræsingarnar áfram
að koma. Lax, humarvaffla, villi-
fuglapate, kokkapasta og skötuselur,
ungnaut og svo eftirréttur. Við keypt-
um svo vín með óvissumatseðlinum
þannig að mismunandi vín var borið
fram með hinum ýmsu réttum.
Humarvafflan er eitt það besta
sem ég hef bragðað á ævi minni. Þar
er humar borinn fram á vöfflu með
tómatsultu og humarrjóma. Við lit-
um hvort á annað og fórum að hlæja.
Einfaldlega vegna þess að þetta var
of gott. Þá var ungnautið svo lunga-
mjúkt að ég hefði ekki trúað því nema
smakka það.
Það er ekki bara maturinn á Or-
ange sem er frábær heldur einnig
þjónustan og andrúmsloftið. Enda er
þema staðarins „fun and fine dining“.
Til dæmis bjóða þeir upp á magnað-
an eftirrétt sem vakti mikla lukku í
salnum í hvert skipti sem hann var
borinn fram. Þar er rjóma sprautað
í fljótandi köfnunarefni þannig að úr
verður eins konar rjómapoppkorn.
Þetta er allt gert frammi í salnum
með tilheyrandi athöfn. Þegar mað-
ur stingur því svo upp í sig og blæs
frá sér spúir maður köldum reyk.
Til þess að fullkomna þetta ótrú-
lega kvöld vann ég kampavínsflösku
í bingó sem staðurinn stóð fyrir. Að
matnum loknum settumst við því
aftur inn á bar og skáluðum í kampa-
víni. Fullkomið kvöld.
Það er erfitt að tala um hraða á
svona stað en tímasetningar þjón-
anna með mat og vín voru til fyrir-
myndar. Maturinn var eins og áður
sagði ótrúlegur og viðmótið frábært.
Umhverfið er einnig með því glæsi-
legra í borginni. Eins og búast má við
kostar sitt að borða á svona stað en
þú ert líka að borga fyrir einstakan
mat, frábæra þjónustu og skemmti-
lega upplifun. Ef þú ætlar fínt út að
borða er Orange alveg málið.
Ásgeir Jónsson
einstöK
upplifun
Orange geirsgötu 9
Hraði:
Veitingar:
Viðmót:
Umhverfi:
Verð:
í skyndi
Orange gullmoli
við höfnina.
Frumleg framsetning „Til þess að fullkomna þetta ótrúlega kvöld vann ég
kampavínsflösku í bingó.“
Nýr kostur í DV eru
þjónustuauglýsingar.
Það borgar sig að
auglýsa í DV!
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR
Hringdu í síma 515 5550
og byrjaðu strax í dag!