Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Síða 4
Fimmtudagur 2. apríl 20094 Fréttir Hluthafar í Exeter Holdings ehf., sem eignast hefur stofnfjárhluti helstu stjórnenda Byrs sparisjóðsins, eru jafnframt stórir hluthafar í MP banka sem nýverið keypti netbanka SPRON. DV greindi frá því á þriðjudag að Fjármálaeftirlitið rannsaki nú við- skipti með stofnfjárbréf í Byr spari- sjóði. Í bréfum og öðrum gögnum sem DV hefur undir höndum ósk- ar FME eftir margvíslegum gögn- um um viðskipti sex yfirmanna Byrs með stofnfjárhluti. Þetta eru Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri, Sig- hvatur Sigfússon, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Gunnar Árnason, yf- irmaður áhættustýringar, Atli Örn Jónsson, framkvæmdastjóri banka- þjónustu- og fyrirtækjasviðs, Auð- ur Arna Eiríksdóttir útibústjóri og Magnús Ægir Magnússon, fyrrver- andi sparisjóðsstjóri. Magnús Ægir segist ekki sæta neinni rannsókn þótt svo nafn hans sé meðal þeirra sem FME rannsak- ar vegna viðskipta með stofnfjárhluti í Byr. „Ég hef aldrei tengst félaginu Exeter Holdings eða félaginu Húna- horn ehf., hvorki sem stjórnandi hjá Byr né eftir að ég lét þar af störfum á síðasta ári. Ég hef enga aðild átt að málum sem tengjast þessum felög- um,“ segir Magnús Ægir í yfirlýsingu sem hann hefur sent DV. Hann segir að það varði miklu að honum verði ekki blandað í umræðu um ákvarð- anir og ráðstafanir sem hann kveðst ekki hafa átt neina aðild að. „Hins vegar er fullkomlega eðlilegt að Fjár- málaeftirlitið fái aðgang að tölvu- póstum starfsmanna fjármalafyrir- tækja, enda hafa þeir fulla heimild til þess,“ segir Magnús ennfremur. Stofnfjárhlutir fara á flakk Gögn málsins benda til að í upphafi bankahrunsins hafi MP banki í eigu Margeirs Péturssonar, Byrs, Sigurðar Gísla Pálmasonar, Jóns Pálmasonar og tengdra félaga, séð sig knúinn til að gjaldfella lánasamninga við félag- ið Húnahorn ehf. í eigu helstu stjórn- enda Byrs, þeirra á meðal Ragnars Z. Guðjónssonar sparisjóðsstjóra. Að samkomulagi varð að MP banki tæki stofnfjárbréf Húnahorns í Byr upp í skuldir þess við bankann. MP banki framseldi síðan bréfin til Exet- er Holding ehf. sem stýrt er af Ágústi Sindra Karlssyni lögfræðingi sem verið hefur í þjónustu MP banka. Skömmu fyrir jól samþykkti síðan stjórn Byrs að veita Exeter Holding ehf. 1,4 milljarða króna yfirfdráttar- heimild. Varla hefur það verið gert nema gegn veðum í stofnfjárhlutun- um sem MP banki hafði framselt til Exeter Holding. Eigendur Exeter Holding eru fleiri en Ágúst Sindri einn, en þetta félag er reist á öðru félagi sem áður hét Tæknisetrið Arkea ehf. og var í raun eignalaust samkvæmt ársreikningi félagsins á síðasta ári. Þar má nefna Dagrenningu ehf. í eigu Sigfúsar B. Ingimundssonar, Dexter Fjárfesting- ar ehf. í eigu Sigurðar Gísla Pálma- sonar, Eindranga ehf. í eigu Þórðar Sverrissonar hjá Nýherja, Fari ehf. í eigu Jóns Pálmasonar og Vað ehf. í eigu Páls Kr. Pálssonar. Krosseignarhald er áberandi. Byr á 13 prósenta hlut í MP banka. Sig- urður Gísli Pálmason á 12,7 prósenta hlut í MP banka og á jafnframt hlut í Exeter. Það á líka við um Jón Pálma- son, sem á því hlut í öllum félögun- um beint og óbeint eins og Sigurður Gísli, bróðir hans. Hlutir í Byr veðsettir Byr Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir aðgangi að öllum tölvupóstum áður- greindra yfirmanna Byrs vegna við- skipta með stofnfjárhlutina, en þar telst væntanlega Magnús Ægir vænt- anlega undanskilinn, en honum var sagt upp störfum hjá Byr síðla árs í fyrra. Exeter Holding hafði engin við- skipti og átti ekkert fyrr en seint á síðasta ári, en skömmu fyrir áramót hafði Byr veitt félaginu áðurgreinda yfirdráttarheimild að upphæð 1,4 milljarðar króna. Í svari Ragnars sparisjóðsstjóra til FME 10. mars síð- astliðinn segir hann að tryggingar gegn slíkri fyrirgreiðslu séu fólgnar í veðum í stofnfjárbréfunum í Byr sem stjórnendurnir neyddust til að láta af hendi til MP banka í október síðast- liðnum. DV er ekki kunnugt um hvort FME hefur séð ástæðu til þess að afla gagna varðandi málið hjá MP banka og tengdum félögum. Byr á 13 prósenta hlut í MP banka. Sigurð- ur Gísli Pálmason á 12,7 prósenta hlut í MP banka og á jafnframt hlut í Exeter. Það á líka við um Jón Pálmason sem á því hlut í öllum félögunum beint og óbeint eins og Sigurður Gísli, bróðir hans. HRINGEKJA UM EIGNARHLUTINA Náin eignatengsl eru milli Byrs sparisjóðs og MP banka og skyldra félaga sem átt hafa í viðskiptum með stofnfjárbréf í Byr sem Fjármálaeftirlitið hefur nú til rannsóknar. Stjórn Byrs ákvað í lok síðasta árs að veita félagi nátengdu MP banka 1,4 milljarða króna yfirdráttarlán gegn veði í stofnfjárbréfum sem MP banki hafði tekið af stjórn- endum Byrs upp í skuld. JóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Hagkaupsbræður Sigurður gísli og Jón pálmasynir, kenndir eitt sinn við Hagkaup, eiga hlut að hringekjunni með stofnfjárhlutina í Byr. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Kaupþings, segir að það sé regla í bankanum að þeir sem ekki eru viðskiptamenn hans séu rukkaðir um þjónustugjald upp á 65 krónur á mínútuna ef þeir þurfa að sækja sér þjónustu hjá gjaldkerum bankans, meðal annars láta telja fyr- ir sig klink. Fólk sem er í föstum við- skiptum við bankann þarf hins vegar ekki að greiða fyrir slíka þjónustu seg- ir Berghildur. DV birti í gær frétt um Kópavogs- búann Harald Hafstein Pétursson sem var krafinn um 65 króna mín- útugjald af gjaldkera í útibúi Kaup- þings í Hamraborg fyrir að láta telja smápeninga úr sparibauk átta ára gamals frænda hans. Berghildur segir að börn séu hins vegar ekki krafin um slíkt þjónustugjald þeg- ar þau vilja nýta sér þjónustu bank- ans. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum greiða viðskiptavin- ir Landsbankans ekki fyrir það þeg- ar mynt er skipt yfir í seðla, hvort svo sem viðskiptavinurinn fær peningana beint í hendurnar eða leggur þá inn á reikning. Ef viðkomandi er hins veg- ar ekki viðskiptavinur bankans þarf hann að greiða 3 prósent þóknun til bankans af heildarupphæðinni fyrir að láta skipta myntinni í seðla, hvort svo sem hann fær upphæðina aft- ur í peningum eða leggur hana inn á bankareikning. Már Másson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að bankinn rukki yfirleitt ekki þjónustugjald fyrir að skipta mynt í seðla fyrir fólk, hvort svo sem um sé að ræða fullorðna eða börn sem vilja skipta myntinni. Hann segir að afgreiðslugjald sé eingöngu inn- heimt eftir hefðbundinn afgreiðslu- tíma, eftir klukkan fjögur, í útibúi bankans í Kringlunni á fimmtudög- um og laugardögum, en að allir við- skiptavinir þess útibús þurfi að greiða slíkt þjónustugjald eftir þann tíma. Gjaldið er 190 krónur. Már segir hins vegar að börn séu aldrei krafin um þjónustugjald í neinu útibúi bankans sama hvenær dags þau komi. Misjafnt hvort borga þarf fyrir talningu úr baukum: Sumir rukka en aðrir ekki Rukkað í kaupþingi Þeir sem ekki eru í viðskiptum við bankann þurfa að borga 65 krónur á mínútu í þjónustugjald. Leynd yfir fundargerðum Nýi Landsbankinn hefur neitað DV um aðgang að fundargerðum bankaráðs bankans frá sumrinu 2002. Fundargerðirnar eru geymd- ar hjá nýja Landsbankan- um en ekki í þrotabúi gamla Landsbankans. Í synjun frá Nýja Lands- bankanum kemur fram að upplýsingalög gildi um stjórnsýslu ríkis og sveitarfé- laga en ekki um hlutafélög þó að þau séu í opinberri eigu. Í synjuninni kemur fram að fjölmiðlar eigi því ekki rétt á gögnum frá bankanum á grundvelli þeirra og þetta gildi um bankana áður en þeir voru einkavæddir fyrr á þessum áratug sem og í dag eftir að þeir hafa verið ríkis- væddir aftur. Salan á VÍS var tortryggð DV krafði Landsbankann um að- gang að fundargerðum banka- ráðs Landsbankans frá sumrinu 2002 vegna þeirrar gagnrýni sem sala Landsbankans á hlut bank- ans í vátryggingafélaginu VÍS í ágúst það ár hefur sætt. Sverrir Hermannsson er einn þeirra sem gagnrýnt hafa söluna en hann hefur haldið því fram að hluturinn hafi verið seldur undir markaðsvirði til S-hóps- ins til að Framsóknarflokkurinn sætti sig við að eignarhaldsfé- lagið Samson fengi að kaupa Landsbankann á meðan S-hóp- urinn þurfti að sætta sig við að kaupa Búnaðarbankann. Riffilsprengja á Hengilssvæðinu Sprengjudeild Landhelgisgæsl- unnar var kölluð út klukkan rúmlega sex í gærkvöldi vegna torkennilegs hlutar sem fannst á Hengilssvæðinu. Um var að ræða riffilhandsprengju frá seinni heimsstyrjöldinni en inn- an Hengilssvæðisins var heræf- ingasvæði á þeim tíma. Sá sem fann sprengjuna tók hana með sér heim og taldi fjöl- skyldumeðlimur hans að um gamla sprengju væri að ræða. Reyndist grunur hans á rökum reistur. Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni var sprengjan gerð örugg til flutn- ings og í samráði við lögreglu gerðar ráðstafanir til eyðingar. Eyðing fer fram utan við borgina í lögreglufylgd. DV19651000000 01.jpg Ofríkisstjórn Jóhönnu Einar K. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur vera fullkomna ofríkis- stjórn í pistli sem hann birtir á vefsíðunni skagafjordur.com. „Þegar núverandi ríkisstjórn fór af stað, nefndi ég hana tilskip- anaríkisstjórn, með skírskotun til þess hvernig vinnubrögðum hún beitti. Nú hefur hún haft tvo mánuði til að sýna sitt rétta and- lit og það hefur hún gert svo um munar og eftir er tekið. Það er of vægt til orða tekið að kalla ríkis- stjórnina tilskipanaríkisstjórn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.