Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Side 6
Fimmtudagur 2. apríl 20096 Fréttir
Íslandssetrinu í Danmörku hefur ver-
ið lokað fyrir Íslendingum. Baldvin
Björnsson, forstöðumaður Íslands-
setursins, segir ástæðuna fyrir þessu
vera óréttlátan fréttaflutning Stöðv-
ar 2 og Vísis 22. febrúar síðastliðinn.
Þar sagði frá nafnlausum hjónum sem
sökuðu Baldvin um að hafa platað sig
á fölskum forsendum til Danmerkur,
lofað þeim öllu fögru, en svikið þau og
haft af þeim aleiguna, alls 900 þúsund
krónur.
Í viðtali við DV skömmu síðar sagði
Baldvin að ásakanir fólksins í frétta-
tímanum hefðu gjörsamlega rústað
mannorði hans. Baldvin hefur hafn-
að ásökunum hjónanna og birti allar
upplýsingar um málið á vefsíðu sinni
til þess að hreinsa mannorð sitt. Hann
hefur nú gefist upp á því að markaðs-
setja hótelið sérstaklega fyrir íslenska
ferðalanga og hyggst leita réttar síns.
Íslendingar vanir
því að lokað sé á þá
„Íslendingar eru eflaust orðnir vanir
því að lokað sé á þá erlendis og enn
ein lokunin þýðir ekki svo mikið,“ segir
Baldvin. Í tilkynningu sem hann sendi
DV vegna lokunarinnar, segist hann
hafa ákveðið að snúa baki við löndum
sínum, loka Íslandssetrinu og einbeita
sér í framtíðinni alfarið að uppbygg-
ingu hótelsins Lollands sem er í sama
húsi og Íslandssetrið hefur verið rekið.
Hann mun ekki markaðssetja hótelið
fyrir íslenska ferðalanga framar.
Baldvin hefur velt þessum mögu-
leika fyrir sér alveg síðan málið kom
upp fyrir rúmum mánuði. 27. febrú-
ar sagði Baldvin í viðtali við DV: „Ég
veit hreinlega ekki hvort Íslandssetr-
ið verði opið fyrir Íslendinga í framtíð-
inni, þegar mannorði manns er gjör-
samlega rústað. Ég velti því fyrir mér
hvort ég eigi ekki bara að snúa mér að
fólki sem er heiðarlegt. “
Lok, lok og læs
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum
fór Baldvin af stað með Íslandssetr-
ið fyrir nokkrum mánuðum. Tilgang-
urinn var að hjálpa fólki sem hefur
ákveðið að flytja af landi brott vegna
efnahagsástandsins, að fóta sig í Dan-
mörku. Hann bauð upp á gistingu fyrir
Íslendinga, akstur um nálægustu þétt-
býlissvæði og ráðgjöf um hvert fólk á
að snúa sér þegar það flytur til lands-
ins. Einnig segist hann hafa ætlað að
ráðleggja fólki með atvinnumögu-
leika. Nú hefur Baldvin gefist upp á
þessari hugmynd og segir hann mann-
orð sitt hafa beðið mikinn hnekki. „Ég
vil samt koma á framfæri kveðjum til
þess góða fólks sem gist hefur Íslands-
setrið að undanförnu, einnig þakka
ég fyrir þann mikla stuðning sem fólk
sýndi á erfiðum tímum meðan ófag-
legur fréttafluttningur setti mannorð-
ið á annan endann.“
Baldvin Björnsson, forstöðumaður Íslandssetursins í Danmörku, hefur ákveðið að loka
hótelinu fyrir Íslendingum. Hann tók niður skilti Íslandssetursins á dögunum og segist
ætla að einbeita sér að því að reka hótelið en ekki markaðssetja það fyrir Íslendinga. Hann
segir ástæðuna vera þann hnekki sem mannorð hans varð fyrir eftir að Stöð 2 og Vísir birtu
viðtal við íslensk hjón sem sökuðu hann um að hafa haft af þeim aleiguna.
Lokað
magnús Einarsson, starfsmaður
íslandssetursins, tók niður skilti
íslandssetursins um síðustu
helgi.
ÍSLANDSSETRIÐ
LOKAR Á ÍSLENDINGA
„Íslendingar eru eflaust
orðnir vanir því að lok-
að sé á þá erlendis.“
vaLGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Setuverkfall hjá
rektornum
Röskva, samtök félagshyggju-
fólks við Háskóla Íslands, blása
til setuverkfalls stúdenta á skrif-
stofu rektors Háskóla Íslands
klukkan átta í dag. Stúdentarn-
ir fara fram á að Háskólinn taki
upp sumarannir til að koma til
móts við nemendur en seinna
í dag er háskólaráðsfundur þar
sem málið verður tekið fyrir.
Sigfús Steingrímsson, for-
maður Röskvu, segir að mik-
il svartsýni ríki meðal nem-
enda Háskóla Íslands. „Það eru
margir sem sjá fram á að verða
atvinnulausir í sumar og fólk er
frekar svartsýnt. Því er gríðar-
lega mikilvægt að eitthvað verði
gert. Eftir því sem ég hef heyrt
er þetta mjög ódýr lausn,“ segir
Sigfús.
Bjargað úr
eldsvoða
Öryggisvörður Securitas sýndi
snarræði þegar hann bjargaði
manni út úr brennandi íbúð
við Mávatjörn í Reykjanesbæ
aðfaranótt 31. mars. Talsverð-
ur eldur logaði í potti á eldavél
þegar öryggisvörðurinn kom
að húsinu, en íbúðin er tengd
við öryggiskerfi Securitas.
Öryggisvörðurinn kallaði
þegar til slökkvilið Bruna-
varna Suðurnesja og fór síðan
inn í íbúðina og bjargaði hús-
ráðanda út, sem hafði sofnað
í sófa. Þá var þykkur reykur
inni í íbúðinni. Eftir að hafa
komið húsráðandanum út fór
öryggisvörðurinn aftur inn og
slökkti eldinn. Það kom síðan
í hlut slökkviliðs Brunavarna
Suðurnesja að reykræsta
húsið.
Löggan stöðvar
dópframleiðslu
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu stöðvaði umfangsmikla
kannabisræktun í húsi í Hafn-
arfirði í fyrrinótt. Við húsleit á
áðurnefndum stað fundust um
220 kannabisplöntur á ýmsum
stigum ræktunar.
Einnig var lagt hald á all-
marga gróðurhúsalampa. Karl
á fertugsaldri var handtekinn í
tengslum við rannsókn málsins.
Síðustu vikuna hefur verið lagt
hald á rúmlega þúsund kanna-
bisplöntur í Hafnarfirði.
Tveir milljarðar
greiddir í bætur
Vinnumálastofnun greiddi í
gær út tæpa 2 milljarða króna í
atvinnuleysistryggingar til um
15 þúsund einstaklinga. Um síð-
ustu mánaðamót voru greiddar
út atvinnuleysistryggingar til um
14 þúsund einstaklinga.
Í gær var greitt út fyrir tíma-
bilið 20. febrúar til 19. mars.
17.782 einstaklingar eru
skráðir atvinnulausir á vef
Vinnumálastofnunar, þar af
11.920 á höfuðborgarsvæðinu.
1.879 eru skráðir á Suðurnesj-
um, 1.571 á Norðurlandi eystra
og 1.035 á Suðurlandi.
Foreldrar barna í Fjölbrautaskóla
Suðurlands eru áhyggjufullir yfir
ástandi sem hefur skapast í skóla-
bifreið sem ekur nemendum frá
Hvolsvelli og Hellu að skólanum á
Selfossi. Hópur ungmenna hefur að
sögn eins foreldris útkljáð deilumál
sín í skólabílnum sem hafa endað
með slagsmálum, hópur nemenda
hafi til að mynda ráðist á aðra nem-
endur í rútunni og veist að farþeg-
um þannig að aðrir nemendur þora
vart að taka rútuna.
Skólarútan er einnig áætlunarbíll
Guðmundar Tyrfingssonar og seg-
ir einn þeirra sem oft sitja í rútunni
að eldri borgarar þori heldur ekki að
taka rútuna frá Selfossi að Hvolsvelli
á þeim tíma sem skólakrakkarnir
eru með.
Í að minnsta kosti eitt skipti síð-
asta haust var átt við skólarútuna
þannig að hún fór ekki í gang dag-
inn eftir. Gripið var til þess ráðs að
geyma rútuna á sveitabæ til þess að
koma í veg fyrir frekari skemmdar-
verk.
„Suðurlandsvegur er hættuleg-
asti þjóðvegur landsins, það er verið
að keyra í alls konar veðrum og að-
stæðum þar sem nánast er ófært á
milli, á meðan er allt brjálað í bíln-
um,“ segir áhyggjufullt foreldri í við-
tali við DV.
Þegar DV hafði samband við
bílstjóra skólabílsins og bar undir
hann frásögn foreldranna, neitaði
hann því ekki að svona væri í pott-
inn búið. Hann vildi að öðru leyti
ekki tjá sig um málið.
Þórarinn Ingólfsson, aðstoð-
arskólameistari í FSU, segist ekki
þekkja til þess að eineltismál í skóla-
rútunni hafi komið inn á borð til
skólayfirvalda. „Ég hef heyrt að það
sé stundum fjör í rútunni, það er
hluti af því að unglingar séu saman,“
segir hann aðspurður hvort skólinn
hafi haft aðkomu að málinu.
valgeir@dv.is
Uppivöðslusemi framhaldsskólanema í skólarútu veldur áhyggjum:
Eldri borgarar þora ekki í rútuna
Frá Hvolsvelli Hópur unglinga er sagður hafa veist að öðrum nemendum í rútunni.
Eldri borgarar forðast að taka rútuna á þessum tíma.