Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Side 12
Fimmtudagur 2. apríl 200912 Fréttir
Obama og Jintao
heita samvinnu
Stjórnvöld Bandaríkjanna og
Kína hafa ákveðið að taka saman
höndum í efnahagsmálum til að
taka á fjármálakreppunni sem
ríkir í heiminum.
Barack Obama, forseti
Bandaríkjanna, og Hu Jintao,
forseti Kína, hittust í Lundúnum
fyrir G20-ráðstefnuna og sögðu
við það tækifæri að þeir væru
staðráðnir í að spyrna við fótum
gegn verndartollum og tryggja
stöðugleika í gagnkvæmum við-
skiptum landanna.
Forsetarnir samþykktu einnig
að vinna saman vegna kjarn-
orkumála sem varða Norður-
Kóreu og Íran og að taka upp
viðræður á ný vegna mannrétt-
indamála „eins fljótt og auðið
væri“.
Skírn með
sítrónu-
vatni
Góð ráð voru
dýr þegar Pål
Dale, prestur í
bænum Stord
í Noregi, átti
að skíra barn
eitt í kirkju
bæjarins.
Sökum mik-
illa kulda var
búið að skrúfa
fyrir vatn inn í
kirkjuna og því
þurfti Dale að
leika af fingr-
um fram. Greip Pål Dale til þess
ráðs að nota sítrónuvatn, sem
var innan seilingar, við skírnina.
Frá þessu segir á vefsíðu Vårt
Land.
Að sögn Dale var allt gos farið
úr vatninu. „Þetta var óvenju-
legt vegna sítrónuilmsins,“ sagði
Dale. Hann sagði að foreldrarnir
hafi verið látnir vita eftir athöfn-
ina og þá eingöngu vegna þess
að þeir höfðu spurningar um
sítrónuilminn. Drykkurinn sem
Pål Dale notaði var Bon Aqua frá
Coca Cola.
Mynd CoCa Cola
Bakhluti Leníns
sprengdur
Snemma í gærmorgun sprakk
sprengja við eina þekktustu
styttu af Vladimir Lenin í Pét-
ursborg með þeim afleiðingum
að gat eitt mikið kom á bakhluta
styttunnar sem missti við það
óneitanlega hluta virðuleikans.
Styttan er fyrir utan Finnlands-
brautarstöðina í Pétursborg,
en þangað kom Lenin þegar
hann, nokkrum mánuðum fyrir
októberbyltinguna 1917, kom til
Rússlands úr útlegð í Sviss.
Engan sakaði við sprenging-
una sem skildi eftir sig töluvert
gat á bakhluta styttunnar. Þess
má geta að í huga margra eldri
Rússa er Vladimir Lenin lands-
faðir Rússlands.
Fjöldi bandarískra hermanna sem
féllu fyrir hendi óvina í Írak í mars
er sá minnsti síðan ráðist var inn í
landið árið 2003, en fjöldi fallinna
óbreyttra borgara varð meiri en í jan-
úar, en þá féllu fæstir óbreyttir borg-
arar síðan innrásin hófst.
Samkvæmt upplýsingum icasu-
alties.org féllu fjórir bandarískir her-
menn fyrir kúlum eða sprengjum
í Írak í mars, en fjöldinn var ellefu í
febrúar. Tölur frá heilbrigðisráðu-
neyti Íraks sýna að fjöldi óbreyttra
borgara sem féllu í mars vegna of-
beldis var eitt hundrað og áttatíu. Í
febrúar var fjöldinn tvö hundruð og
ellefu og í janúar eitt hundrað þrjá-
tíu og átta. Samkvæmt þeim tölum
er mars sá mánuður sem næstfæstir
borgarar hafa fallið í síðan innrásin
hófst.
Eitthvað hefur dregið úr því trú-
artengda ofbeldi sem kostað hefur
fjölda mannslífa, ekki síst í höfuð-
borginni Bagdad, en al-Kaída sam-
tökin og aðrir uppreisnarhópar halda
þó áfram að herja á höfuðborgina og
Diyala- og Nineveh-héruðin í norð-
urhluta landsins, en þar hefur gjarna
verið róstusamt.
Síðan innrás Bandaríkjanna og
bandamanna þeirra í Írak hófst í
mars 2003 hafa tæplega 3.000 banda-
rískir hermenn fallið í hernaði eða
látið lífið af öðrum sökum.
Samkvæmt tölum frá iraqbody-
count.org hafa nálægt 100.000
óbreyttir borgarar látið lífið frá upp-
hafi innrásar, en þeir eru til sem telja
fjöldann minni eða jafnvel miklu
meiri.
Aldrei hafa færri bandarískir hermenn fallið frá upphafi innrásarinnar í Írak:
minnsta mannfall í mars frá 2003
Bandarískur hermaður í Bagdad
í mars féllu fæstir hermenn í írak frá
upphafi innrásar.
Nina Fedoroff, helsti vísindalegi ráð-
gjafi Bandaríkjastjórnar, telur að
nú þegar byggi of margir jörðina og
að fjöldinn væri kominn yfir „mörk
framfærslugetu“ plánetunnar.
„Við verðum að halda áfram að
draga úr fjölgun jarðarbúa; plánetan
getur ekki framfleytt mun fleira fólki,“
sagði Fedoroff, og lagði áherslu á að
mannkynið yrði að taka sig á í um-
gengni við „villt svæði“, sérstaklega
hvað varðaði vatnsforða jarðar.
Doktor Nina Fedoroff hefur ver-
ið ráðgjafi utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna í málum sem lúta að vísind-
um og tækni síðan 2007, upphaflega
við hlið Condoleezzu Rice, en nýr
utanríkisráðgjafi í stjórn Baracks
Obama, Hillary Clinton, nýtur nú
starfskrafta hennar.
„Við erum sex og hálfur milljarð-
ur á jörðinni, og stefnum hraðbyri að
sjö milljörðum. Við munum þarfnast
mikillar útsjónarsemi hvað varðar
vatnsnotkun og ræktun,“ sagði Nina
Fedoroff í viðtali við fréttastofu BBC.
nítjándu aldar aðferðir
Aðspurð hvort hún teldi að jarðarbú-
ar væru einfaldlega orðnir of margir
svaraði Nina Fedoroff: „Nú þegar er
sennilega of margt fólk á plánetunni.“
Nina Fedoroff er þeirrar skoðunar
að grípa verði til erfðabættra matvæla
til að ná fram betri nýtingu lands og
var ómyrk í máli í skoðunum sínum á
andstæðingum erfðabóta á því sviði.
Nina sagði að þrátt fyrir þá tækni
í erfðabótum sem væri meðtekin í
læknavísindum væri enn beitt nít-
jándu aldar aðferðum í matvæla-
framleiðslu, en hún skrifaði bók um
erfðabætur í matvælaframleiðslu,
árið 2004. Nína telur að gagnrýnend-
ur erfðabættra matvæla; maíss, korns
og hrísgrjóna, lifi í fortíðinni.
„Við mundum aldrei fara til læknis
og segja: „Ég vil fá sömu meðferð og
læknar beittu á nítjándu öld“ en þó
er það krafa okkar hvað varðar fram-
leiðslu matvæla,“ sagði doktor Fedor-
off.
Viðurkennir hlut
Bandaríkjanna
Nina Fedoroff bar ekki blak af Banda-
ríkjunum með tilliti til losunar kol-
tvísýrings út í andrúmsloftið, sem er
talin vera helsta orsök loftslagsbreyt-
inga af manna völdum, og sagði að
Bandaríkjamenn yrðu að vera raun-
særri hvað varðaði þeirra þátt og
draga úr losuninni.
Nína var spurð hvort Bandaríkin
myndu skrifa undir bindandi sam-
komulag sem setti þak á losun gróð-
urhúsalofttegunda, en Bandaríkin,
eitt stærsta hagkerfi heims, hafa ekki
verið viljug til þess hingað til, og var
svar Ninu óvenjulega skýrt: „Ég held
að við verðum að gera það [skrifa
undir samkomulag] þegar upp er
staðið – og því fyrr því betra.“
Jörðin stendur ekki undir örri fjölgun jarðarbúa og aðalráðgjafi ríkisstjórnar Banda-
ríkjanna segir að fjöldinn sé nú þegar það mikill að plánetan standi ekki undir honum.
Að hennar mati er brýnt að teknar verði upp nýjar aðferðir í framleiðslu matvæla.
Götumynd frá linfen í Kína
Fjöldi jarðarbúa nálgast
sjöunda milljarðinn.
Nína telur að gagn-
rýnendur erfðabættra
matvæla; maíss, korns
og hrísgrjóna, lifi í
fortíðinni.
Jörðin að SLigaSt
KolBeinn þorsteinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is